Síða 1 af 1

Trooper vél sem swap

Posted: 10.aug 2012, 18:56
frá firebird400
Sælir. Ég er nýr hérna.

Jeppadellan hefur blundað í mér alla tíð og það hefur alltaf verið á dagskráni hjá mér að fá mér jeppa.

Nú er vonandi komið að því. Ég er með augastað á 4runner en vandinn er sá að hann er V6 bensín.

Vinur minn á 38" breyttan Trooper og hann kom mér skemmtilega á óvart hvað afl varðar.
Hafa menn einhvað verið að nota 3.0 Trooper vélina ofan í aðra bíla? T.d. Hilux og 4Runner?

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 10.aug 2012, 20:25
frá Startarinn
Er ekki bara málið að vera fyrstur til að prófa?
Það fylgir þessu örugglega ýmis vandamál sem þarf að leysa, rafkerfi, festingar, millistykki ef það á að nota toyota kassana, örugglega ásamt ýmsu fleiru

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 10.aug 2012, 20:38
frá SævarM
Það er búið að setja 3.1 izusu í nokkra og getur varla verið mikið meira mál Aggi, enn hvoru megin er kúlan á trooper ef allt klabbið er notað úr honum vél kassi og millikassi.

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 10.aug 2012, 21:24
frá jeepcj7
Kúlan er hægra megin í trooper en án þess að vita það grunar mig að vélin sé klettþung,en engu að síður fínt afl og lítil eyðsla.
Aftur á móti er allt annað mál að setja svona 3.0 en 3.1 þar sem 3.1 er ekkert rafstýrð bara gamaldags olíuverk engin tölva eða neitt svoleiðis.

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 10.aug 2012, 22:46
frá firebird400
Það eina sem ég hef kynnt mér um þetta er þessi fyrirspurn hérna, veit facktíst EKKERT um þetta.

Ef hún er of þung eða þannig að það þurfi að nota toyotu kassann með tilheyrandi sérsmíði þá gengur það sennilega ekki upp.

Fyrirspurnin er einmitt til þess gerð að fá að vita svona ;-)

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 10.aug 2012, 23:23
frá Freyr
Ef minnið svíkur mig ekki þá er Jón (OFSI) G. Snæland með 3.0 izuzu í sínum 4Runner sem ber nafnið Slóðríkur. Ef svo er þá væri sniðugt að hafa samband við hann, hann er með verkstæði upp á höfða á sama stað og Stál og Stansar.

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 11.aug 2012, 00:03
frá firebird400
Kærar þakkir.

En hvaða mótor mundir ÞÚ setja í jeppann þinn (þetta á við alla sem lesa) ef þú værir óánægður með orginal mótorinn.

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 11.aug 2012, 00:54
frá StefánDal
Ég myndi setja 2,9 TDI úr Musso eða 2.7TDI úr Terrano. Báðir mótorar frekar ódýrir, eyðslugrannir og aflmiklir.

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 11.aug 2012, 01:09
frá olei
firebird400 wrote:Kærar þakkir.

En hvaða mótor mundir ÞÚ setja í jeppann þinn (þetta á við alla sem lesa) ef þú værir óánægður með orginal mótorinn.

Vandinn er að flestum skemmtilegri diesel móturum fylgir umtalsverð víraflækja með tölvu og tilheyrandi. Að ganga frá því leggst við smíðar og mix við að koma koma vélinni ofan í bílinn.

Spurningin er hvort sé betra að mixa Tropper vél ofan í 4runner, eða hreinlega að ná sér í Trooper.. eða einhvern annan bíl sem er með álitlegri vél og leggja vinnuna og peningana í að breyta honum.

Að mínu mati þarf þessi 4runner að vera einstakur gullmoli til þess að leggja í það project að mixa í hann tölvustýrðan diesel mótor. Hinsvegar snýst jeppadellan sjaldnast um að gera það sem er einfaldast og skynsamlegast, ekki fremur en aðrar dellur. :)

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 11.aug 2012, 01:52
frá helgiaxel
Ég myndi persónulega ekki setja 3l Isuzu mótorinn ofaní neinn bíl, það er annarhver trooper eigandi í vandræðum með vélina oní bílnum hjá sér, hvað þá ef það er búið að mixa þetta e-h. Þetta er frábær vél að mörgu leiti, kraftmikil, eyðslugrönn en þvílíkt vesen á railkerfinu í þessu, og rándýrt í það.

ég notaði aftur á móti 3,1 Isuzu í bílinn minn, sé ekki eftir því

KV
Helgi Axel

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 11.aug 2012, 08:52
frá ellisnorra
Ég setti terrano mótor í minn í vor, feikna sáttur.

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 11.aug 2012, 10:31
frá firebird400
Góðir punktar

Hvað er Terrano vélin að skila?

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 11.aug 2012, 10:39
frá Startarinn
firebird400 wrote:En hvaða mótor mundir ÞÚ setja í jeppann þinn (þetta á við alla sem lesa) ef þú værir óánægður með orginal mótorinn.


Ég ætla að kippa 3vze vélinni úr Hiluxinum mínum í vetur og koma Volvo 2,3 bensín túrbó fyrir í staðinn, ég ætla engan vegin að halda því fram að þetta sé besti mótorinn, ég hef bara alltaf haft áhuga á honum.
Ég á að ná a.m.k. 190 hö út úr honum með því einu að auka þrýstinginn á bínunni.
Þetta er bara skemmtilegt verkefni sem hentar minni dellu ágætlega, það er búið að kreysta allt að 600 hö út úr þessum vélum í bandaríkjunum og alveg hafsjór af fróðleik til um breytingar á þeim, þetta er bara spurning um hversu langt maður vill ganga í vitleysunni.
En ég ætla að halda toyota kassanum og Toyota kúplingunni, ég smíðaði millistykki milli vélar og kassa, og smíða fljótlega millistykki undir svinghjólið (sama gatadeiling)

Þetta er bara spurning um hvað þig langar til að gera og hvort þú getur gert þetta sjálfur, ég held að svona swap borgi sig tæplega ef þú þarft að borga öðrum til að gera þetta fyrir þig

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 11.aug 2012, 14:54
frá firebird400
Mér finnst það bara töff, um að gera að gera einhvað sem heillar mann sjálfan.
Það má alltaf skipta aftur um vél ef maður getur gert þetta sjálfur.

Ég mundi alltaf gera svona sjálfur, ekkert vit í því að vera í svona sporti ef maður þarf að borga öðrum fyrir að gera gamanið fyrir sig

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 12.aug 2012, 20:44
frá ellisnorra
Aggi, ertu klár í bílarafmagni?

Ef þú ert að hugsa um daily driver þá viltu náttúrulega halda eyðslunni niðri, þá er málið að fara í rafeindastýrt olíuverk eða jafnvel common rail ef þú treystir þér í rafmagnsmálin.

Hérna er linkur á myndir og umfjöllun um swappið mitt.
viewtopic.php?f=26&t=9006

PS. áttu firebirdinn ennþá?

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 12.aug 2012, 21:10
frá íbbi
2.7l nissan vélin er dúndurfínn mótor

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 14.aug 2012, 19:39
frá helgiaxel
Sælir

Hér er Terrano 2,7 mótor til sölu með öllu, að vísu er framdrifið bílstjóramegin á þessum bílum en ég held að ég fari rétt með það að það er hægt að nota 2,8 patroll gírkassa aftan á 2,7 vélina og með millikassanum úr patroll ertu kominn með framdrifið farðegamegin + að vera kominn með alvöru drifskaftshandbremsu :)

viewtopic.php?f=31&t=8835

Kv
Helgi Axel

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 14.aug 2012, 19:46
frá Stjáni
Freyr wrote:Ef minnið svíkur mig ekki þá er Jón (OFSI) G. Snæland með 3.0 izuzu í sínum 4Runner sem ber nafnið Slóðríkur. Ef svo er þá væri sniðugt að hafa samband við hann, hann er með verkstæði upp á höfða á sama stað og Stál og Stansar.


Ofsi er með mótor úr eldri bílnum ef ég man rétt s.s. ótölvuvædda, hvort sem sá mótor er 3.0 eða 3.1 er ég ekki klár á. :)

kv. Kristján

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 14.aug 2012, 19:48
frá -Hjalti-

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 14.nóv 2012, 00:04
frá biturk
3.0 L trooper mótor á bara heima í ruslinu, bara vesen á þessu mótorum

er að leita að 3.1 L oní trooperinn hjá bróður mínum áður en ég verð geðveikur á að laga hitt hræið.

hefur einhevr hér svappað 3.0 í 3.1? þá má hinn sami senda mér pm

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 14.nóv 2012, 01:09
frá Kiddi
Eftir því sem ég skipti oftar um vélar og fikta meira kann ég alltaf að meta það betur og betur að hafa eitthvað í bílnum frá verksmiðju, en það er kannski bara ég :-)

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 14.nóv 2012, 08:59
frá elfar94
ég myndi setja 2.5 isuzu í bílinn hjá mér(ætli það sé ekki afþví að ég hef heyrt góða hluti um hann og ég á hann til :P)

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 14.nóv 2012, 09:19
frá AgnarBen
Vinnufélagi minn swappaði 3.0 lítra mótornum ÚR Troopernum sínum þegar hann fékk nóg af honum fyrir 3.1 Izuzu og er mjög sáttur við þá breytingu. Þetta er auðvitað gamaldags dísel mótor sem snýst ekkert ógurlega en hann torkar mjög vel, eyðir hóflega, er sáraeinfaldur og það er hægt að snúa þessum mótorum auðveldlega út líftíma bílsins hugsa ég. Swapið var ekkert stórmál minnir mig en hann þurfti að skipta um hlutföll en hann er á 38".

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 14.nóv 2012, 09:48
frá Karvel
Agnar ertu með nafn eða símanúmer hjá þessum félaga þínum :) Er í svipuðum hugleiðingum með svoleiðis swap

Re: Trooper vél sem swap

Posted: 16.nóv 2012, 09:12
frá Villinn
Ég er með Trooperinn sem Agnar vitnar í, 3.1 vélin er að koma mjög vel út og ég er mjög ánægður með breytinguna. Eyðslan er svipuð Ca. 13-15, aðeins minna afl út á vegi en mikið tog.
Varðandi hlutföllin, þá brotnuðu þau nú bara eins og gerist og er ég með orginal hlutföll eins og flestir Trooper eigendur, en er með lækkað lága drif í millikassanum. Eina sem það gerir er að ég nota ekki 5 gír í háa.
Kveðja
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson