Síða 4 af 4

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 21.maí 2014, 18:55
frá twin-turbo
Startarinn wrote:
Stebbi wrote:B18, B19, B20, B21, B23, B200 og B230 eru allt saman sama 4 cyl blokkin og það var nú ekkert allt of mikið pláss eftir í boddyhækkaðri súkku þegar þær voru komnar ofaní en það slapp.


""Þetta er ekki alveg rétt, B18,B19 og B20 eru með undirliftustöngum meðan restin er með yfirliggjandi knastás""

Þetta er ekki alveg rétt því að B19 er með yfirliggjandi ás

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 26.aug 2014, 22:24
frá ellisnorra
Ég er orðinn pínu þyrstur í fréttir héðan :)

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 09.sep 2014, 21:07
frá Startarinn
Mér brá þegar ég sá hvað er langt síðan ég uppfærði þennan þráð, Bölverkur er löngu kominn á götuna.

Ég setti hann á númer í maí, en vegna eigin trassaskapar sprakk hjá mér vatnskassahosa í júní (ég var ekki búinn að koma þenslukerinu fyrir), þá taldi hann mér í trú um að farin væri heddpakkning eða eitthvað verra. Vegna vinnu og annarra verkefna gat ég ekkert sinnt honum en leit loksins á hann seint í ágúst.

Ég fann bókstaflega EKKERT að, það sá hvergi á pakkningu eða heddi, pabbi ráðlagði mér að skrúfa þetta aftur saman með nýrri pakkningu þó við mældum sveig á heddinu uppá 0,15mm sem ég gerði, heddið var ný planað þegar vélin var sett saman í fyrra, enbíllinn hagaði sér nákvæmlega eins, hann ældi af sér vatninu í rólegheitunum þegar ég setti í gang og að lokum kom loften svo kom að skrítna partinum, þegar ég gaf hressilega í virtist vatnsborðið lækka verulega í vatnskassanum. ég ákvað því að láta á þetta reyna og kom fyrir 2ja lítra kókflösku sem þenslukeri. Hann tappaði af sér talsverðu lofti og var yfirleitt talsvert lægra á kókflöskunni þegar ég leit á hana, það hætti svo að lækka eftir nokkra rúnta og mér sýnist að það hafi aldrei hafa verið neitt að nema þessi hosa, sem hefði að öllum líkindum ekki farið ef þenslukerið fyrir vatnskassann hefði verið á sínum stað.

Mér finnst hann krafta þokkalega en varð samt fyrir svolitlum vonbrigðum hvað það er lítill munur á krafti við andrúmsloftsþrýsting og 6 psi.
Ég var farinn að hallast að boostleka vegna þess hve AFR hlutfallið var lágt við fulla gjöf, fór alveg niður í 10,8, eftir að hafa reynt að stilla loftflæðineman til að leiðrétta þetta og smá lestur inná turbobricks.com er ég kominn á þá niðurstöðu að þetta eigi að vera svona.

Það eru nokkur atriði sem á eftir að fara í:
Smíði a auka stuðara neðan við hinn
Tengja loftdælu
Leggja rafmagn að kösturum
Koma loftlæsingum í hásingar
Senda grind af pallinum í zinkhúðun ásamt fleiru

Svona stendur bíllinn í dag (nema að húddið er lokað):
20140902_204432.jpg
20140902_204432.jpg (131.6 KiB) Viewed 21595 times

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 10.sep 2014, 00:33
frá Hr.Cummins
6psi er ekki neitt... gusaðu þessu í 15psi... þetta er ekki að fara að klikka..

ég hefði samt alltaf farið í MLS pakkningu og ARP headstuds.... bara svona til að geta farið í 20+ seinna...

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 23.nóv 2014, 22:12
frá Startarinn
Ég er þokkalega sáttur við vinnsluna í mótornum, ég hef ekki ennþá aukið við boostið, en ég fór í dag með Hyundai Santa Fe á bílflutninga kerru yfir Þverárfjall. Ég hélt 50 km hraða þarna yfir, með V6 vélinni hélt ég kannski 75 ef ég var heppinn, ólestaður

Ég þori ekki að auka boostið án þess að skipta um heddbolta, núverandi boltar eru 10.9 (orginal) og eru ekki allir góðir, mér fannst 2 þeirra ekki ná sömu herslu og hinir en lokaherslan er gefin upp í gráðum, þessa tvo var ég kominn með 20-30°yfir uppgefna herslu og ekki ennþá kominn í sömu Nm tölu og hinir.
Ég er að pæla í að fara í 12.9 bolta, þeir eru litlu veikari en ARP boltarnir. Eini vandinn er að ég hef hvergi séð þá nema sem innan sexkant bolta sem eru með frekar mjóum haus og skemma að öllum líkindum heddið og 12.9 skinnur virðast ill fáanlegar, ætli ég endi ekki á að kaupa einn sverari bolta og renna skinnurnar út úr honum

En vegna anna er ég ekki búinn að klára auka rafkerfið og stuðarann......

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 17.des 2014, 12:58
frá Startarinn
Jæja, það var loksins farin ferð á bílnum 6-7 des.

Ég var orðin frekar súr yfir því að vélin skilaði ekki meira afli, en sú fýla hvarf alveg í ferðinni, ég fæ togið mun fyrr og svo var ég búinn að auka boostið í 10 pund og kom það bara vel út.
Eini ókosturinn við túrbó vélina er að ég þarf að ákveða svolítið fyrr að skipta niður í sköflum til að tapa ekki niður boostinu

Fyrir ferðina var tekið "Last minute panic" og loftdælan tengd, bæði rafmagn og loftlagnir, rafmagn fyrir aukadælu, skipt um allar klemmur á boost lögnum (settar glussa klemmur), skipt um heddbolta (settir 12.9 boltar yfirhertir um 20 nm í stað 10.9 teygjubolta), og bíllinn settur á spariskóna.

Ég var þokkalega ánægður eftir ferðina en fékk því miður 44" bakteríu sem verður þó ekki gert neitt í á næstunni, sökum tímaskorts og fjárhagsstöðu.

Svo koma nokkrar myndir:

IMG_2333.JPG
Hér er bíllinn á 1-1-lága á leið yfir á við Skiptabakka, stökk út og tók nokkrar myndir á meðan
IMG_2333.JPG (75.76 KiB) Viewed 20818 times

IMG_2334.JPG
Þessi fór í gegn 20 metra til hliðar
IMG_2334.JPG (67.53 KiB) Viewed 20818 times

IMG_2344.JPG
Sunnudagsmorgun í Skiptabakka
IMG_2344.JPG (122.44 KiB) Viewed 20818 times

IMG_2352.JPG
Á leið niðureftir
IMG_2352.JPG (69.23 KiB) Viewed 20818 times

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 17.des 2014, 13:13
frá Startarinn
Ég lenti í smá vandræðum í gær, vélin fór að hrúga inná sig bensíni með tilheyrandi gangtruflunum og virtist það vera samfara því að túrbínan fór að hvína.

Ég þóttist handviss um að þetta væri boost leki, svo ég fór í að þrýstiprófa dótið milli túrbínu og soggreinar, en það reyndist ekkert vera að svo ég er farinn að hallast að nema truflun vegna veðurs, svo það er lítið að gera annað en að prófa þetta betur.

En ég komst að því að það er hægt að nota WD-40 í allt, t.d. tappa í túrbólögn við þrýstiprófun ;)

20141216_231233.jpg
Það er hægt að nota WD-40 í ALLT!!
20141216_231233.jpg (116.11 KiB) Viewed 20819 times

20141216_231224.jpg
20141216_231224.jpg (151.34 KiB) Viewed 20819 times

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 17.des 2014, 15:56
frá sukkaturbo
Sæll félagi kannast aðeins við svona bilun. Hér er willys með svona vél og hún fylltist af bensíni og gekk illa. Fengin var stýring að ég held fyrir kaldstartið að utan eða stykki sem virkar eins og innsog. Get kannað þetta nánar hjá vini mínum honum Andrési lækni, hvað nákvæmlega var að en hann er með svon vél eða B-21 í 46 Willys ef þú vilt eða gefið þér síman hjá honum kveðja guðni

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 17.des 2014, 17:54
frá Startarinn
Það er enginn auka spíss fyrir kaldstart á þessari, spíssarnir gefa bara meira þegar hann er kaldur. þá er spurning hvort hitaneminn er að bila

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 18.des 2014, 11:42
frá Grímur Gísla
Lenti í því með gamlann skoda með inspítingu að aflið datt niður eins og hann væri með innsog ásér, þá var það leiðslan í vatnshitanemann í sundur.

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 18.des 2014, 12:23
frá juddi
Hva þarf nokkuð stærri túttur þegar volvo rellan nær almennilega andanum

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 20.des 2014, 15:26
frá Stebbi
Startarinn wrote:Ég var þokkalega ánægður eftir ferðina en fékk því miður 44" bakteríu sem verður þó ekki gert neitt í á næstunni, sökum tímaskorts og fjárhagsstöðu.



Þetta er óþverapest sem ekkert virðist bíta á, ef maður hefur einusinni smitast þá er líklegra að losna við Ebolu og AIDS í sömu vikuni en að losna við 44" veikina.

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 20.des 2014, 16:56
frá Baikal
Sælir.
það er ekki nema von að Adda langi í 44" þegar hann situr fastur í bílastæðinu hjá mér á 38" og er dreginn út á Subaru.
ps.
Það er hiti í planinu ;-)

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 20.des 2014, 21:23
frá ellisnorra
Baikal wrote:Sælir.
það er ekki nema von að Adda langi í 44" þegar hann situr fastur í bílastæðinu hjá mér á 38" og er dreginn út á Subaru.
ps.
Það er hiti í planinu ;-)


HAHAHA áts!! :)

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 21.des 2014, 00:14
frá Startarinn
Baikal wrote:Sælir.
það er ekki nema von að Adda langi í 44" þegar hann situr fastur í bílastæðinu hjá mér á 38" og er dreginn út á Subaru.
ps.
Það er hiti í planinu ;-)


Jónbi, hefði ekki verið gáfulegra að vera búinn að fá mig til að koma kösturunum með þér á bílinn áður en þú ljóstrar upp svona leyndarmálum, þú veist að Toyotur festa sig aldrei

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 28.jún 2015, 09:44
frá Startarinn
Jæja, smá update, ég fór aðra ferð á bílnum í vetur, og kom bara þokkalega sáttur heim, 44" bakterían hefur ekki minnkað, Sennilega er ég búinn að selja báða 38" gangana mína svo ég verð að hafa augun opin eftir 44".

En eftir ferðina fór vélin að stríða mér aftur, það lýsir sérð þannig að hann fer að hökta nánast um leið og túrbínan byrjar að blása, ég er eiginlega búinn að útiloka bóostleka, vegna þess að þegar ég skrapp á honum í búðina um daginn var ekkert að fyrr en eftir 100-200 metra frá planinu, allt á 12 punda boosti.

Ég er eiginlega búinn að gefa skít í stýrikerfið sem ég setti í bílinn og keypti mér notað Megasquirt kerfi með dótturborði sem sér um neistann fyrir mig líka, með þessu fékk ég alla skynjara og háspennukefli ásamt rafkerfi fyrir þetta.
Nú er bara að bíða eftir að fá hjólið fyrir sveifarásskynjarann sem fer framan á trissuna, og föndra þetta svo í bílinn.

Ég næ vonandi dunda mér við þetta á kvöldin í næsta fríi, það liggur víst nóg fyrir.

Svo fylgja myndir:

IMG_2424.JPG
Ekin á Hveravöllum í seinni ferð vetrarins
IMG_2424.JPG (944.06 KiB) Viewed 19277 times

20150628_111741.jpg
Megasquirt stýringin með utanáliggjandi dótturborði
20150628_111741.jpg (1.62 MiB) Viewed 19277 times

20150628_111727.jpg
Teiknaði hús utanum dótturborðið, sem verður svo laserskorið út úr 3mm plexigleri á FabLab
20150628_111727.jpg (1.15 MiB) Viewed 19277 times

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 23.des 2016, 16:01
frá Startarinn
Fyrst Svenni var að kvarti yfir lítilli virkni ákvað ég að uppfæra aðeins.

Ég ákvað að prófa 41" undir Hiluxinn, enda krefst það lágmarks breytinga fyrir mig, ég kemst að öllum líkindum upp með að föndra kantana aðeins til.

Allavega þurfti ég að byrja á að breikka 16" felgur sem mér áskotnuðust, en fyrir var gömul 2" breikkun sem ég varð að skera úr fyrst

En ég læt myndirnar um að tala:

20160108_164441.jpg
20160108_164441.jpg (1.39 MiB) Viewed 18348 times

20160108_165324.jpg
20160108_165324.jpg (1.37 MiB) Viewed 18348 times

20160108_214942.jpg
20160108_214942.jpg (1.49 MiB) Viewed 18348 times

20160118_215757.jpg
Hér notaði ég 2 botna til að stilla tunnunni upp á meðan ég sauð hana saman
20160118_215757.jpg (1.63 MiB) Viewed 18348 times

20160118_215806.jpg
20160118_215806.jpg (1.41 MiB) Viewed 18348 times

20160120_093900.jpg
20160120_093900.jpg (1.38 MiB) Viewed 18348 times

20160121_223948.jpg
20160121_223948.jpg (1.41 MiB) Viewed 18348 times

20160125_170000.jpg
20160125_170000.jpg (1.38 MiB) Viewed 18348 times

20160126_125957.jpg
20160126_125957.jpg (1.53 MiB) Viewed 18348 times

20160127_224016.jpg
20160127_224016.jpg (1.4 MiB) Viewed 18348 times

20160128_134541.jpg
20160128_134541.jpg (1.6 MiB) Viewed 18348 times

20160128_203113.jpg
20160128_203113.jpg (1.49 MiB) Viewed 18348 times

20160128_222315.jpg
20160128_222315.jpg (1.59 MiB) Viewed 18348 times

20160131_164220.jpg
20160131_164220.jpg (1.21 MiB) Viewed 18348 times

20161115_222613.jpg
20161115_222613.jpg (2.56 MiB) Viewed 18348 times

20161115_222715.jpg
20161115_222715.jpg (1.6 MiB) Viewed 18348 times

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 23.des 2016, 18:46
frá sukkaturbo
Já sæll mikil handavinna svona á að gera þetta flott vinna og erfið he he

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 24.des 2016, 01:27
frá Svenni30
Ánægður með uppfærsluna Addi, Þetta er verulega áhugaverður hilux hjá þér og þú er snillingur að smíða

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 25.des 2016, 00:08
frá Startarinn
Takk fyrir það strákar, ég á eftir að athuga hvort ég eigi ekki fleiri myndir, ég er búinn að setja Megasquirt tölvuna í, ég er ekki alveg sáttur við hana, einhverjar rafmagnstruflanir sem trufla sveifarás skynjararnn.
Ég ætla líka að skipta um spíssa og þrýstijafnara fyrir fuel rail.

Annars næ ég sennilega engu viti út úr tjúningunni fyrr en ég er búinn að skipta um blokk, tikkið í einum stimplinum er það mikið að það truflar bankskynjarann.

Ég hef bara lítinn tíma í þetta þessa dagana, það eru aðrir hlutir sem ganga fyrir, en ég mætti vissulega vera duglegri að uppfæra þráðinn :)

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 25.des 2016, 14:47
frá olei
Gaman að þessu. Getur þú af-virkjað bankskynjarann í kerfinu og leikið þér með stillingar þannig án þess að það sé að trufla?

Ég var með Tec2 spýtingu á V8 túrbó og ég notaði aldrei bankskynjarann í henni. Þetta er svo langt síðan að ég man þetta ekki glöggt, en mig minnir að ég hafi lent í einhverri flækju með bankskynjara stillingar. Mig minnir að skynjararnir séu sífellt að gefa frá sér signal og svo þarf maður að stilla þröskuld þar sem maður vill láta hann fara að seinka kveikjunni og ég fékk aldrei vit í þetta. Allavega, ég setti upp kveikjutöflu fyrir vélina og lét hana síðan seinka kveikjunni um nokkrar gráður við boost og slökkti á bankskynjaranum í kerfinu. Það virkaði fínt, það sem ég hugsanlega tapaði á því var að með há-vísindalega stilltum skynjara hefði ég getað verið með kveikjuna nokkrum gráðum fljótari undir boost.

Kannski var málið bara að original bankskynjari úr túrbólausri v8 fær hormónasjokk þegar hún er komin undir talvert boost og farin að skila 50% meira afli.

Er það rétt skilið hjá mér að þú sért með 9.5 í þjöppu og 12 psi í boost?

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 25.des 2016, 16:21
frá Startarinn
Eins og er, er wastegate-ið ekki stillt á nema 9-10 pund. Þjappan er einhversstaðar rétt fyrir neðan 10:1. Stimplarnir eru orginal fyrir 10:1 en ég renndi grunnan bolla í þá.

Það er ekkert mál að slökkva á bank dæminu í tölvunni, ég finn bara að vélin á að geta gert mun meira og ég get ekki hrært mikið í kveikjustillingum án þess að vita hvort hún bankar.
Það er greinilegt að volvo tölvan var með einhvern þröskuld líka til að meta hvort skynjarinn virkar, þegar ég skrúfaði hann af mótornum en hafði hann samt tengdan fór vélin alveg í rugl, þoldi ekkert boost áður en hún ruslaði bensíni inná og seinkaði kveikjunni.

Ég er ekki búinn að finna neina stilli möguleika fyrir þröskuld á bankskynjaranum í Megasquirt, kannski eru þeir þarna.

Ég á aðra blokk sem ég þarf að gera klára, ég sé ekki að það gerist alveg á næstunni af ýmsum ástæðum.

Ég fékk aðra vél sem er með mun minna slitinni blokk og mun skemmtilegri knastás að ég tel. Svo var ég búinn að kaupa betri túrbínu sem á að koma fyrr inn og endast talsvert lengra upp á snúningssviðinu

Næst á dagskrá er að skipta um spíssa og fuel regulator, fyndna er að það er ódýrara fyrir mig að kaupa 8 stk af stærri spíssum en að fá eins spíssa í vélina. Ég geri ráð fyrir kaupa stærri spíssana og stilla vélina bara samkvæmt því

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 26.des 2016, 09:29
frá jongud
Það er spurning hvort þú þurfir skermaðan vír fyrir sveifarásskynjarann. Þarna er nefnilega dauft merki að fara langsum eftir vélarhúsi þar sem eru fjórir háspennuþræðir að skjóta sitt á hvað og alternator að riðlast á díóðum.

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 26.des 2016, 09:48
frá Startarinn
Hann er skermaður, það er þó um 20 cm kafli á honum við tölvuna sem er óskermaður, spurning hvort ég þarf ekki að breyta því.
Svo eru sjálfstæð kefli fyrir hvern sílender, það er spurning um að setja þétta yfir þau, ég held að þá vanti

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 04.mar 2017, 19:55
frá Startarinn
Eftir smá lesningu virðist sem ég þurfi að skipta um einhverja þétta í megasquirt til að losna við þetta, þéttar yfir keflin hjálpa líka.

En ég "jeppaðist" pínu í dag, í svipuðum stíl og hjá "Sést heim til mömmu" jeppaklúbbnum á Sigló

Stubbarnir í farþegasætunum voru alveg í skýjunum :) Sem var nú tilgangurinn

20170304_144809.jpg
20170304_144809.jpg (1.57 MiB) Viewed 17590 times

20170304_144828.jpg
20170304_144828.jpg (1.88 MiB) Viewed 17590 times

20170304_144830.jpg
20170304_144830.jpg (2.06 MiB) Viewed 17590 times

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Posted: 06.mar 2017, 10:11
frá Járni
Snilld, það var gaman að sjá hversu mikið líf var um liðna helgi. Það er hið besta mál!