Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá villi58 » 10.des 2013, 17:07

Þú verður bara sterkari með tuskuna í dælunni, mundi troða henni í aftur.



User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá ellisnorra » 10.des 2013, 17:10

Ég kalla þig bara góðan að finna þetta, veita því athygli að skoða þetta í staðinn fyrir að henda henni út í horn og troða næstu í :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Startarinn » 12.des 2013, 22:47

Það hefur ekki mikið myndrænt gerst síðustu daga, en ég mixaði einn hátalara í bílinn í dag, rétt til að gera eitthvað, átti til gamla alpine hátalara sem eru 75 wött í stað orginal 15 wattana.

IMG_1318.JPG
Gamli og nýji
IMG_1318.JPG (172.45 KiB) Viewed 24577 times

IMG_1319.JPG
Að aftan
IMG_1319.JPG (84.08 KiB) Viewed 24577 times

IMG_1320.JPG
Framan
IMG_1320.JPG (155.12 KiB) Viewed 24577 times


Svo fór ég og náði mér í nokkra bjóra fyrir helgina:

Photo0394.jpg
Photo0394.jpg (97.41 KiB) Viewed 24577 times
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Startarinn » 12.des 2013, 23:49

Ein spurning sem ég gleymdi, er nokkuð stórmál að færa snúningshraðamælinn úr Volvo mælaborðinu yfir í hilux mælaborðið til að fá réttan mæli?

Cruise controlið er seinni tíma vandamál, ég set hugsanlega abs hring á tengið milli gírkassana til að fá það virkt á minni hraða
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Hlynurh
Innlegg: 120
Skráður: 21.mar 2010, 20:08
Fullt nafn: Hlynur Hilmarsson

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Hlynurh » 13.des 2013, 02:51

Ein pæling nú ertu með 2 svinghjól .. hefuru ekki áhyggjur um að mótorinn verði latur upp á snúning vegna þyngdar aukningunar á því ?
bara smá pæling ?

Kv Hlynur

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá ellisnorra » 13.des 2013, 06:55

Það er "lítið mál" að mixa mæla í mælaborðið, ég gerði þetta hjá mér, setti snúningsmælinn úr terrano í hilux mælaborðið hjá mér, en þú getur notað hvaða aftermarket snúningsmæli sem er ef volvo mælirinn passar ekki nógu vel, notar bara mínus merkið af kveikju.
Þú sérð mitt snúninsmælamix í hilux þræðinum mínum.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Járni » 13.des 2013, 09:06

Þetta er fáránlega vel útpæld stærð af kerru
Land Rover Defender 130 38"


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Tollinn » 13.des 2013, 09:46

Járni wrote:Þetta er fáránlega vel útpæld stærð af kerru


Ég þarf klárlega að koma mér upp svona kerru!!

kv Tolli

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Startarinn » 13.des 2013, 10:05

Hlynurh wrote:Ein pæling nú ertu með 2 svinghjól .. hefuru ekki áhyggjur um að mótorinn verði latur upp á snúning vegna þyngdar aukningunar á því ?
bara smá pæling ?

Kv Hlynur


Ég er ekki með 2 svinghjól, ég er með orginal hilux svinghjól og flexplötu úr volvo, samanlegt er þetta 4-5 kg léttara en volvo svinghjól væri í beinskiptum bíl.

Eins og staðan er núna eftir að hafa prófað bílinn er ég að pæla í að renna mér 20-25mm þykka stálplötu í staðin fyrir flexplötuna til að þyngja svinghjólið, bíllinn er erfiður af stað sem gæti orðið vandamál í hjakki.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Startarinn » 16.des 2013, 23:02

Jæja, ég náði pínu að kíkja á þetta um helgina, það hefur ekki mikið gerst svosem, ég er aðallega búinn að horfa á rafkerfið og pæla hvernig er best að ganga frá því og vinna í að færa Volvo snúningshraðamælinn yfir í Hilux mælaborðið. Merkilegt nokk að þau eru frá sama framleiðanda í Japan.

Nokkrar myndir af mælaborðinu:

IMG_1330.JPG
Skífan af volvo mælinum
IMG_1330.JPG (72.21 KiB) Viewed 24392 times

IMG_1331.JPG
Bjó til nýja skífu á Fab Lab hérna á Sauðárkróki
IMG_1331.JPG (120.38 KiB) Viewed 24392 times

IMG_1335.JPG
IMG_1335.JPG (176.49 KiB) Viewed 24392 times


Það er smá frágangur eftir á bakvið skífuna og svo á ég eftir að ákveða hvernig ég fer að því að lýsa hana upp, en mér finnst þetta allavega soldið kúl sem komið er
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá ellisnorra » 16.des 2013, 23:13

Haha geggjað framúrstefnulegt!
http://www.jeppafelgur.is/


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Heiðar Brodda » 16.des 2013, 23:17

þetta er drullu flott þú ættir að fara sömu leið með hraðamælirinn finnst mér kv Heiðar Brodda

User avatar

Baikal
Innlegg: 59
Skráður: 01.feb 2010, 02:27
Fullt nafn: Jón Kristjánss
Bíltegund: Hilux

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Baikal » 17.des 2013, 00:08

Menn bara að missa sig í fablab
I don't suffer from insanity, I enjoy every minute of it....

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Startarinn » 17.des 2013, 14:28

Jæja, það fóru allir að tuða um hraðamælinn, svo ég gerði hann líka
Sáttir?

IMG_1341.JPG
IMG_1341.JPG (127.63 KiB) Viewed 24061 time
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Kiddi » 17.des 2013, 14:33

Neineinei, maður skiptir ekki út góðri mælieiningu fyrir eitthvert seinni tíma franskt drasl...!!

Annars er þetta mjög flott og vönduð vinnubrögð. Væri bara enn flottara með mílum!


kolatogari
Innlegg: 157
Skráður: 23.okt 2010, 20:27
Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá kolatogari » 17.des 2013, 14:41

sniðugt að hafa boost mælirinn inní snúningsmælinum.

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá firebird400 » 20.des 2013, 22:18

Hrikalega vandað hjá þér.

Thumbs up.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Startarinn » 23.jan 2014, 10:00

Hér er lítið að frétta þar sem ég er á sjónum, en ég er þó búinn að smíða þyngingu á svinghjólið, ég renndi til 25mm plötu, sem kemur í stað 2ja millileggja og einnar flexplötu. Ég renndi spor fyrir startkransinn og tók hann af annari flexplötu sem ég átti, hitaði hann og renndi uppa, pikkfast þegar hann kólnaði enga var hann 0,4mm minni en storið sem ég renndi í plötuna.

Samkvæmt útreikningum var platan 15 kg þegar ég byrjaði að renna, ég vigtaði hana 9,5 kg þegar ég var búinn, ég áætla að heildarpakkinn á bæði svinghjóli og milliplötu sé milli 19 og 20 kg með startkrönsum.
Vélin verður væntanlega svolítið viðbragðs sein en mér ætti að ganga betur í hjakkinu og að halda toginu upp brekkur

Ég set inn myndir af stykkinu þegar ég kem í land í febrúar
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá ellisnorra » 23.jan 2014, 17:20

Skemmtilegur þráður, ég fylgist vel með :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Startarinn » 18.feb 2014, 00:18

Nú er pínu hreyfing hér, ég reif vélina úr, vonandi í síðasta skiptið til að koma svinghjóls þyngingunni fyrir. Ég taldi að ég ætti fleiri myndir að þyngingunni en ég hef greinilega gleymt að bjarga þeim myndum áður en skipið var selt :(

En allavega þá eru hérna myndir af öllum spæninum sem kom við smíðina og svo ein skyndimynd af hjólinu við samsetningu, ég glundraði þessu lakki bara á til að loka efninu, það var ennþá blautt þegar ég setti saman.

Næst á dagskrá er að klára að koma vélinni aftur ofan í, ryðbæta hurðarnar, og smíða framstuðara, en hann verður að öllum líkindum gerður úr stálplötu, hönnun á honum er í bullandi gangi í kollinum ;)

P1011630.JPG
P1011630.JPG (228.51 KiB) Viewed 22394 times

Photo0395.jpg
Photo0395.jpg (123.57 KiB) Viewed 22394 times
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Startarinn » 08.mar 2014, 14:48

Þá er aðeins að hægjast á, ég var að eignast strák og hef lítið sem ekkert getað sinnt verkefninu í 3 vikur

En vélin er kominn ofan í, tengd og nokkurnvegin frágengin ég á bara eftir að ganga frá tengingum á loftdælu

Aukarafkerfi sem ég keypti af Ella er að komast á sinn stað
Annars bíð ég bara eftir að fá félaga minn með mér í að búa til áfellur á hurðarnar svo ég geti skorið burt krabbameinið og málað þær.

Ég boraði óvart í díóðu í snúningshraðamælinum þegar ég var að koma baklýsingu fyrir í mælaborðinu, þetta var ekki tilí íhlutum og fann þetta hvergi á skikkanlegu verði nema á Aliexpress, en sendingin virðist ætla að taka andskotanum lengri tíma. Svo ég er stopp með mælaborðið. Ég á smá frágang eftir á rafkerfinu í kringum stýringarnar og svo hurðarnar, að öðru leiti er ég tilbúinn í skoðun

Photo0398.jpg
Festing fyrir aukarafkerfi, hnoðuð og límd plata á þetta
Photo0398.jpg (117.7 KiB) Viewed 19676 times

Photo0403.jpg
Komið á sinn stað, náði líka að koma reley-um fyrir viftur og innspítingu fyrir á festingunni, er hinu megin við aukarafkerfið á myndinni
Photo0403.jpg (136.76 KiB) Viewed 19676 times
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá jeepcj7 » 08.mar 2014, 15:34

Til hamingju með erfingjann þetta er greinilega allt að koma verður gaman að sjá hvernig svona kynbætt toya kemur út í snjónum.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Startarinn » 14.mar 2014, 15:55

Ég vann aðeins í hurðunum í dag, ég fékk góðan félaga minn til að búa til áfellur með mér til að sjóða neðan á hurðarnar.

Planið er að punkta þær á á nokkrum stöðum og lóða svo restina af sárinu saman

Photo0404.jpg
Photo0404.jpg (69.13 KiB) Viewed 19586 times

Photo0405.jpg
Búið að skera krabbann burt
Photo0405.jpg (71.96 KiB) Viewed 19586 times

Photo0406.jpg
Photo0406.jpg (69.41 KiB) Viewed 19586 times

Photo0407.jpg
Að máta áfelluna
Photo0407.jpg (75.37 KiB) Viewed 19586 times

Photo0408.jpg
Ryðhrúgan sem kom úr hurðunum
Photo0408.jpg (82.9 KiB) Viewed 19586 times

Photo0409.jpg
Smá í viðbót
Photo0409.jpg (70.02 KiB) Viewed 19586 times
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Stebbi » 14.mar 2014, 19:32

Eru þetta Finder relay sem eru í aukarafkerfinu?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá grimur » 14.mar 2014, 21:08

Áhugaverðar lagfæringar á hurðum.
Þarf að fara í svona aðgerð.
Er planið að skara þetta eitthvað eða skeyta þessu bara slétt saman?
Slaglóð eða eitthvað annað? Ég er forvitinn.....búinn að vera að velta svona lóð-fyllingum fyrir mér vegna þess hversu óspennandi heilsuða er og sparsl ennþá verra...

kv
G

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Startarinn » 14.mar 2014, 22:42

Stebbi wrote:Eru þetta Finder relay sem eru í aukarafkerfinu?


Já þetta eru Finder (þurfti að hlaupa út og athuga) Elmar (Elliofur) seldi mér þetta kerfi fyrir nokkru síðan úr bíl sem hann reif.

grimur wrote:Áhugaverðar lagfæringar á hurðum.
Þarf að fara í svona aðgerð.
Er planið að skara þetta eitthvað eða skeyta þessu bara slétt saman?
Slaglóð eða eitthvað annað? Ég er forvitinn.....búinn að vera að velta svona lóð-fyllingum fyrir mér vegna þess hversu óspennandi heilsuða er og sparsl ennþá verra...

kv
G


Ég ætlaði bara að skeyta þetta slétt og punkta vel með 15-20cm millibili. svo verður þetta bara klárað með tini og góðum lóðbolta. ég lagaði skemmd í Benz sem ég átti þannig, reyndar var það gat ekki nema u.þ.b. 8x3cm á stærð en þar notaði ég ekkert nema tin.

Undirvinnan skiptir miklu máli, það er engin leið að lóða í efni sem er sandblásið. það þarf að vera slípað eða fræst og helst meðhöndlað með saltsýru en hún aðveldar bindingu við efnið til muna
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá sukkaturbo » 14.mar 2014, 23:20

Sæll Addi létum laga hurðar á 6x6 Raminum eins viðgerð og þú ert að framkvæma áfellurnar voru límdar á með tveggja þátta Wurth lími. Settir voru tveiri suðu punktar til að halda þessu kveðja Guðni

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Startarinn » 15.mar 2014, 00:07

sukkaturbo wrote:Sæll Addi létum laga hurðar á 6x6 Raminum eins viðgerð og þú ert að framkvæma áfellurnar voru límdar á með tveggja þátta Wurth lími. Settir voru tveiri suðu punktar til að halda þessu kveðja Guðni


Var þá sett brot í áfelluna til að skara hana saman við efnið í hurðinni og límt þar?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Startarinn » 21.mar 2014, 21:54

Mælaborðið er klárt, skífurnar eru ekki jafn svakalega bjartar og myndin gefur til kynna
Myndin er tekin á stofuborðinu með batterí tengd við díóðurnar

IMG_5382.JPG
IMG_5382.JPG (82.06 KiB) Viewed 19465 times
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Startarinn » 01.apr 2014, 22:15

Ég er aðeins búinn að dunda í hurðunum, ég sandblés þær að neðan þegar ég var búinn að klippa burt ryðið. Á bert stálið var síðan borið Rustroy og þar yfir tveggja þátta epoxý grunnur. Yfir það var svo glundrað köldu asfalti (sjá mynd) og nýja áfellan sett yfir það.

Áfelluna punktaði ég bara á og lóðaði svo, að neðan var brotið bara klappað saman með hamri, ég er ekki alveg sáttur við hvernig þetta féll saman hjá mér, því verður reddað með sparsli, ég vanda mig meira við hina.....

Ég tók smá hring á bílnum á sunnudag, auka þyngingin á svinghjólinu svínvirkar, ég er mun sáttari við togið við samkúplun, það er orðið nokkuð nálægt því sem var með V6 vélinni

Photo0411.jpg
Epoxý grunnur kominn á og byrjaður að bera Kalda asfaltið á
Photo0411.jpg (83.38 KiB) Viewed 19254 times

Photo0412.jpg
Kalt asfalt
Photo0412.jpg (88.43 KiB) Viewed 19254 times

Photo0413.jpg
Plast sement, efnið sem ég var að leita að þegar ég fann kalda asfaltið, við pabbi erum mikið búnir að nota þetta efni við ryðbætingar, og jafnvel til að loka sárum á skítamixi þegar bílarnir hafa ekki borið fullnaðar viðgerð
Photo0413.jpg (81.73 KiB) Viewed 19254 times

Photo0414.jpg
Búinn að punkta áfelluna á
Photo0414.jpg (93.45 KiB) Viewed 19254 times

Photo0417.jpg
búinn að lóða
Photo0417.jpg (80.85 KiB) Viewed 19254 times

Photo0418.jpg
Búinn að brjóta uppá endann
Photo0418.jpg (83.07 KiB) Viewed 19254 times

Photo0419.jpg
Og búinn með hinn
Photo0419.jpg (75.64 KiB) Viewed 19254 times


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá villi58 » 01.apr 2014, 22:18

Flott hjá þér, svona á að fara að þessu.

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá LFS » 01.apr 2014, 22:37

mjog flott viðgerð ætla að kynna mer þettað einhvað nanar er orðin frekar þreyttur a að heilsjoða þettað drasl !
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá grimur » 01.apr 2014, 22:42

Takk fyrir að setja þetta inn, það er flott að hafa svona punkta hérna.
Er þetta ekki bara venjulegt rafgalvað 0.8mm eða álíka?

kv
G

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Startarinn » 02.apr 2014, 09:31

1.0mm en jú bara blikk
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Stebbi » 02.apr 2014, 19:38

Hvernig er það á ekkert að fara taka kaggann út úr skúrnum og baka kleinuhringi á einhverju bílastæðinu? Mér finnst svona verkefni verðskulda það að búa á Youtube líka.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Startarinn » 04.apr 2014, 19:24

Stebbi wrote:Hvernig er það á ekkert að fara taka kaggann út úr skúrnum og baka kleinuhringi á einhverju bílastæðinu? Mér finnst svona verkefni verðskulda það að búa á Youtube líka.


Þessi vél er ekkert kjarnorkuver þó það sé túrbína á henni ;)

En hérna er einn punktur fyrir þá sem þurfa að draga kapla gegnum gúmmí eða aðra staði sem eru stífir, Kartöflumjöl!
Rafvirki á Skagaströnd benti mér á þetta þegar ég var að draga netkapla í skipið, var alger snilld þar.
Ég prófaði þetta áðan við kapla sem ég var að draga í bílinn og voru alveg stopp í gúmmíinu, þeir nánast duttu í gegn þegar mjölið var komið á.

Þetta er soldið sóðalegt en samt talsvert skárra en bölvuð kapalfeitin sem er seld í svona bras

Photo0420.jpg
Photo0420.jpg (94.65 KiB) Viewed 19108 times

Photo0421.jpg
Photo0421.jpg (70.56 KiB) Viewed 19108 times
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá gislisveri » 04.apr 2014, 19:33

Ég hef notað silikonsprey í bílarafmagn, það skilur lítið eftir sig þegar það er gufað upp.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá ellisnorra » 04.apr 2014, 20:45

Flott trikk! En mig er farið að langa í einhver video líka :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá Startarinn » 19.maí 2014, 20:03

Ég hef ekki verið duglegur að taka myndir, en bíllinn er kominn á númer með fulla skoðun (mér til mikillar furðu)

Hann vinnur ekki minna að mínu mati en hann gerði með 3vze vélinni og ég á það inni að auka við boostið og skipta um túrbínu, en mér skilst að orginal túrbínan í þessari árgerð af volvo sé sú alömurlegasta sem komu á 2,3 túrbó vélunum frá þeim. Ég á aðra uppí hillu sem stendur til að koma í og á hún bæði að koma fyrr inn og vinna lengra upp.

Ég reyni að græja akstursvideó á næstunni

En hér er mynd af takkaborðinu fyrir aukarafmagnið

Photo0426.jpg
Photo0426.jpg (82.1 KiB) Viewed 18834 times
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux

Postfrá ellisnorra » 19.maí 2014, 21:36

Nú væri gott ef ég ætti aukakerfið ennþá, en ég smíða mér bara nýtt :) Flott skipulag hjá þér, ég fer í svipað.
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir