Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 02.jún 2012, 08:33

Refur wrote:Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að heyra mikinn og þungann vélardyn og sjá rauðann Hilux koma keyrandi niður á afleggjarann í Reykholtsdal og snúa þar. Lúxinn hvarf svo á ógnarhraða sömu leið og hann kom, með miklum látum :)

Villi brúarsmiður


Haha stóru orðin ekkert spöruð :) Vonandi lækkar hávaðinn í honum þegar pústið verður lengra heldur en 15 cm :)


http://www.jeppafelgur.is/


Bjarni Ben
Innlegg: 82
Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
Bíltegund: Willys

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Bjarni Ben » 05.jún 2012, 20:41

Verð ég ekki að skilja eftir komment? :)

Það eru ekki margir sem framkvæma jafn stórt hlutfall af því sem þeir tala um eins og þú, hehe:)

Alger snilld að sjá þetta og ég heimta að þú kíkir við hjá mér á Hilux í næsta vaktafríi!
Bjarni Benedikt
Willysdellukall


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá olei » 05.jún 2012, 20:49

Ég verð að hrósa þér fyrir dugnaðinn og útsjónasemina Elli, þetta er skemmtilegt project og þeim rauða virðist semja ágætlega við nýja líffærið.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 05.jún 2012, 20:50

Bjarni Ben wrote:Verð ég ekki að skilja eftir komment? :)

Það eru ekki margir sem framkvæma jafn stórt hlutfall af því sem þeir tala um eins og þú, hehe:)

Alger snilld að sjá þetta og ég heimta að þú kíkir við hjá mér á Hilux í næsta vaktafríi!


Áður en barnahópurinn kom þá held ég að ég hafi framkvæmt nánast allt sem mér datt í hug, en núna hef ég ekki nema brot af þeim tíma sem ég hafði og hef að sama skapi mun meiri tíma til að sitja heima með börnin með mikla bíla-dagdrauma :)

Kíki við hjá þér við í vikunni félagi.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 05.jún 2012, 20:54

olei wrote:Ég verð að hrósa þér fyrir dugnaðinn og útsjónasemina Elli, þetta er skemmtilegt project og þeim rauða virðist semja ágætlega við nýja líffærið.


Þakka þér fyrir Ólafur. Ég á þér líka stóran hluta að þakka í þessu, þar sem það varst þú sem bentir mér á að púsla saman patrol og terrano gírkassa á þessum þræði hér viewtopic.php?f=2&t=7853

Takk.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

íbbi
Innlegg: 1468
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá íbbi » 06.jún 2012, 04:23

til hamingju með þetta. meðað við hvað þetta skilar 2t nissan vel áfram verður hiluxinn öruglega dúndurfínn með þetta
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 09.jún 2012, 21:36

Ég er farinn að keyra á fullu, er að eyðslumæla hann núna. Spennandi. Mikil aflaukning, bíllinn er svo mikið léttari og upptakið ekkert svipað. Búinn að prufa hann með hestakerru aftaní og honum er nokkuð sama um hana. Togar mjög vel líka.
En hann er full lágt gíraður, er á 3000 snúningum á 100km hraða sem er bara allt of mikill snúningur. Ég er á 33" núna og 4.88 hlutföllum. Ég ætla að skipta um gírkassa, það er sama innvols í patrol og terrano gírkössum, nema hærri hlutföll í terrano kassanum. Ég á svoleiðins invols í góðu lagi sem ég ætla að swappa á milli fljótlega.
Það er smá vesen að skipta um hlutföll, það er reverse að framan og þau eru ekki mjög algeng og til að setja standart þá þarf að færa millibilsstöngina framfyrir hásingu (er með 70 krúser hásingu) og það er vesen. Ég ætla að byrja á að setja terrano kassa í hann og máta 35" undir hann og sjá hvað gerist þá.

Ennþá eru nú samt smáatriði eftir, framskaft, græja gírstöng fyrir millikassann, græja loftkerfið, setja rúðupiss kút í og fleira smálegt.
http://www.jeppafelgur.is/


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá olei » 09.jún 2012, 22:10

Smá forvitnisspurning:
33" breyttur 1999 Terrano sem ég á var leiðinlegur á lágum snúning 700-1200 rpm undir léttu álagi. Hann átti til að rugga sér, eða taka rykki, rétt eins og maður væri að trampa á gjöfinni og sleppa henni á víxl. Þetta var mjög hvimleitt því að maður þurfti að vanda sig á olíugjöfinni í hringtorgum og út úr beygjum til að hann byrjaði ekki á þessu. Óvanur strákur sem fékk að keyra var t.d. í mestu vandræðum og minnstu munaði að við færum úr banakringlunni þegar hann var að ná honum af stað.

Ég kenni því um að bíllinn var upphaflega sjálfskiptur en búið að setja í hann gírkassa. Til að startið virkaði er Park Neutral rofinn festur í Park. Mér dettur í hug að hann sé í einhverskonar hægagangs-ham upp að ákveðnum snúningi þegar vélartölvan skynjar að hann sé í parkinu og það orsaki þennan skakstur. Ég hef ekkert gert í að sannreyna þessa tilgátu.

Hefur þú eitthvað orðið var við þetta í þeim rauða?


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Þorri » 10.jún 2012, 00:14

Lc 70 bensín var með 4.56 hlutfall og reverse að framan. Þú finnur örugglega svoleiðis dót einhversstaðar. Ég hugsa að þér veiti ekki af því að skipta um kassa og hækka drifin

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 10.jún 2012, 09:29

elliofur wrote:Ég er farinn að keyra á fullu, er að eyðslumæla hann núna. Spennandi. Mikil aflaukning, bíllinn er svo mikið léttari og upptakið ekkert svipað. Búinn að prufa hann með hestakerru aftaní og honum er nokkuð sama um hana. Togar mjög vel líka.
En hann er full lágt gíraður, er á 3000 snúningum á 100km hraða sem er bara allt of mikill snúningur. Ég er á 33" núna og 4.88 hlutföllum. Ég ætla að skipta um gírkassa, það er sama innvols í patrol og terrano gírkössum, nema hærri hlutföll í terrano kassanum. Ég á svoleiðins invols í góðu lagi sem ég ætla að swappa á milli fljótlega.
Það er smá vesen að skipta um hlutföll, það er reverse að framan og þau eru ekki mjög algeng og til að setja standart þá þarf að færa millibilsstöngina framfyrir hásingu (er með 70 krúser hásingu) og það er vesen. Ég ætla að byrja á að setja terrano kassa í hann og máta 35" undir hann og sjá hvað gerist þá.

Ennþá eru nú samt smáatriði eftir, framskaft, græja gírstöng fyrir millikassann, græja loftkerfið, setja rúðupiss kút í og fleira smálegt.


Ég væri til í að skipta við þig, ég er með 4.56 í mínum (báðir kögglar úr 70 krúser) og það er full hátt, ég keyri mikið með fremri kassann í 3ja gír til að vega upp á móti því.
En því miður kemst ég sennilega ekki í svoleiðis aðgerð fyrr en í haust
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 10.jún 2012, 10:02

olei wrote:Smá forvitnisspurning:
33" breyttur 1999 Terrano sem ég á var leiðinlegur á lágum snúning 700-1200 rpm undir léttu álagi. Hann átti til að rugga sér, eða taka rykki, rétt eins og maður væri að trampa á gjöfinni og sleppa henni á víxl. Þetta var mjög hvimleitt því að maður þurfti að vanda sig á olíugjöfinni í hringtorgum og út úr beygjum til að hann byrjaði ekki á þessu. Óvanur strákur sem fékk að keyra var t.d. í mestu vandræðum og minnstu munaði að við færum úr banakringlunni þegar hann var að ná honum af stað.

Ég kenni því um að bíllinn var upphaflega sjálfskiptur en búið að setja í hann gírkassa. Til að startið virkaði er Park Neutral rofinn festur í Park. Mér dettur í hug að hann sé í einhverskonar hægagangs-ham upp að ákveðnum snúningi þegar vélartölvan skynjar að hann sé í parkinu og það orsaki þennan skakstur. Ég hef ekkert gert í að sannreyna þessa tilgátu.

Hefur þú eitthvað orðið var við þetta í þeim rauða?


Hér er teikning af þessu. Þetta er eins og þetta er hjá mér, en í bílnum hjá mér er tölva og loom fyrir zd30 en ekki td27, ég veit ekki afhverju og klóraði mér talsvert í hausnum í upphafi þegar teikningarnar fyrir td27 pössuðu ekki og eftir að hafa kíkt á td27 teiningarnar líka þá er ekki gert ráð fyrir sjálfskiptingu í því sýnist mér í fljótu bragði!
Allavega. Ekki er hægt að starta með óbreytt loom nema hafa bílinn í P eða N. Um leið fær ECU tölvan mínus á pinna 22.
Í mínum bíl er pinni 22 ótengdur og ég hef ekki orðið var við þetta sem þú lýsir. Það er kannski ekki 100% marktækt ennþá þar sem ég hef einungis keyrt bílinn um 100km með þessum mótor og allt utanbæjar. Mér sýnist þú tala þannig að þú sért ekki lengur á þessum bíl, en ef ekki þá ættir þú að skoða að klippa á þennan vír, og sjá hvort eitthvað lagist. Það má þá alltaf splæsa því saman aftur :)

Hinsvegar veit ég ekkert hvað þessi vír gerir, eða hvaða ferlum tölvan vinnur eftir yfir höfuð. Glóðakertasystemið hjá mér er ekki að virka sem skildi hjá mér, ég held að hann kveiki aldrei á því sjálfur. Hann er alveg ömurlegur í gang kaldur og hægt að starta og starta en ekkert gerist. En um leið og maður gefur honum beinan straum á glóðakertin í 2-3sec þá flýgur hann í gang á fyrsta snúning.
Ég væri svakalega til í að komast yfir teikningar af tilgang tölvunar, það er ekki útskýrt nema að örlitlum hluta í þeim teikningum sem ég hef.
Viðhengi
EC-PNP.JPG
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 10.jún 2012, 10:14

Já ég svosem vissi af þessum 70 krúser 4.56 hlutföllum, ég hef líka rifið 70 krúser sem var með 4.30. En þetta er bara ekki í hillunni hjá mér ennþá :)
Við skulum skoða skipti Ástmar, veit ekki hvort ég geti beiðið þangað til í haust reyndar en þetta er allt óljóst ennþá :)
Ég ætla að byrja að skipta um gíra og svo á ég eftir að máta 35" undir og sjá hvernig það fúnkerar. Ég keyri á 35" á veturna.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 10.jún 2012, 10:50

Ég reiknaði aðeins út að gamni miðað við hlutföllin sem þú gafst upp á gírkössunum og 3000sn á 100km/h

Ef þú skiptir bara um gírkassa eru kominn í 2822 sn/mín á 100km/h

Ef þú skiptir bara um hlutföll, þá ertu í 2859 sn/mín á 100km/h

Ef þú skiptir um bæði ertu kominn í 2637 sn/mín á 100km/h

Bara spurning um kosti og galla en þú færð klárlega meira úr gírkassanum eingöngu en hlutföllunum eingöngu, svo er spurning hvort það sé ekki bara bæði betra
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 10.jún 2012, 11:48

Ég er búinn að vera að spekulera. Þetta passar ekki.
Ég er 100% viss um að hlutföllin eru 4.88

Samvkæmt reiknivél http://www.grimmjeeper.com/metric_gears.html þá stemma hlutirnir ekki.

Ég veit ekki nákvæmlega hvað patrol gír og millikassinn heita, eða for sure hvaða hlutöll eru í þeim. Á þessari síðu er gefinn upp kassi sem heitir FS5R50A og hann er með hlutföllin 4.56 2.63 1.52 1.00 0.84.

Ég veit að ég var með w56 kassa sem er hilux bensín gírkassi. Hann er með 5. gír 0.85. og ég var á 2500 snúningum í 100 með gamla mótorinn. Ég er alveg viss, ég ljósmynd af því :)
Reiknivélin segir að miðað við þær forsendur hafi ég verið á 2640 snúningum. Það er innan skekkjumarka, dekkin eru ekki í alveg 100% réttum málum.

Reiknivélin segir að ég eigi að vera á 2609 snúningum með patrol kramið.
Samt eru nálarnar hjá mér á snúnings og hraða pinnbeittar í 3000 snúningum og 100km hraða.
Ef ég væri á 4.56 hlutfölum þá færi sú tala í 2438, sem væri alveg ásættanlegt á 100km.
4.30 væru svo 2299 á 33" og 2167 á 35". Það er kannski svolítið lágt.
En þetta er útreiknað, og virðist ekki passa..

Veit einnhver for sure hvaða kassar eru í patrol y60 og hvaða hlutföll eru í þeim?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 10.jún 2012, 12:19

Er hraðamælirinn jafn réttur og hann var áður en þú skiptir um kassa?
Eða miðaru kannski við GPS?

Það er ekki alveg gefið að báðir kassarnir séu með sama hlutfalli fyrir hraðamælirinn
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 10.jún 2012, 12:27

Startarinn wrote:Er hraðamælirinn jafn réttur og hann var áður en þú skiptir um kassa?
Eða miðaru kannski við GPS?

Það er ekki alveg gefið að báðir kassarnir séu með sama hlutfalli fyrir hraðamælirinn


Haha góður og aulalegur punkur sem ég kveikti ekki á :) Ég var ekki með gps tækið í honum til að bera saman, þó mér hafi dottið það í hug. Smelli því út í bíl við tækifæri :) Kannski var ég á 150, óvart ;)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 10.jún 2012, 13:48

Ég fór og mældi. Hann sýnir 100 á mæli og 97 á gps á sama tíma, mjög svipað og það var.
Ég gerði mælingar bæði fyrir og eftir mótorskipti í þágu vísindana.

Toyota 2l-t með w56 gírkassa, 4.88 hlutföll og 33" dekk
1. gír 3000 rpm 28 km hraði
2. gír 3000 rpm 50 km hraði
3. gír 3000 rpm 76 km hraði
4. gír 3000 rpm 105 km hraði
5. gír 3000 rpm 123 km hraði
4. gír 2500 rpm 100 km hraði
5. gír 2900 rpm 100 km hraði

Nissan td27eti með ? gírkassa, 4.88 hlutföll og 33" dekk
1. gír 3000 rpm 20 km hraði
2. gír 3000 rpm 35 km hraði
3. gír 3000 rpm 55 km hraði
4. gír 3000 rpm 83 km hraði
5. gír 3000 rpm 97 km hraði
5. gír 3500 rpm 114 km hraði

Dekkin hjá mér standa ca 31 tommu

Miðað við þessa reiknivél, í 4. gír (beinn í gegn) þá ætti ég að vera á 91km hraða á 3000 snúningum miðað við 4.88 og 31" standmál á dekkjum.

Er millikassinn ekki 1:1 ?
Hinn faktorinn gæti verið að snúningshraðamælirinn sé að plata mig, en ég heyri að mótorinn er að snúast hratt og útslátturinn er á réttum stað miðað við rauða á mælinum...

Pælið þið með mér :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 10.jún 2012, 15:09

Miðað við þessar tölur er millikassinn niðurgíraður, 1.265:1 Ég hef ekki ennþá séð 5 gíra kassa þar sem 4ði er ekki beint í gegn.
Þú breyttir engu á milli nema vél, gír og millikassa er það?

Ef millikasinn er beint í gegn þá ætti 4ði gír á báðum kössum að gefa sömu niðurstöðu
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 10.jún 2012, 15:17

Nú er ég búin að pæla meira. Þetta ættu að vera skotheldar upplýsingar þar sem þetti screenshot eru úr repair manuals sem væntanlega er útgefið af nissan sjálfum.

Miðað við reiknivélina góðu þá munar road speed á 3000rpm 4km á patrol og terrano kössunum og 96rpm miðað við 100km hraða.

Ég á einn köggul með 4.30 drifi. Spurning um að smella því í við tækifæri til að prufa.

Já, það er lítið að gera hjá mér, er heima með dóttur mína sem er með ælupest :/
Viðhengi
terrano r20 FS5R30A specs.jpg
Nissan terrano R20 gírkassaspec
patrol y60 TX12A specs.jpg
Nissan patrol y60 millikassaspecs
patrol y60 FS5R50A specs.jpg
Nissan patrol y60 gírkassaspecs
http://www.jeppafelgur.is/


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Þorri » 10.jún 2012, 19:18

er ekki um að gera að ath hvort það sé niðurgírun í dótinu lifta bílnum upp að aftan setja hann í 4 gír millikassan í háa drifið og snúa vélinni einn hring og sjá hvort skaptið sé að snúast jafn mikið. Ég hélt að patrol millikassi væri 1:1 í háa.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá jeepson » 10.jún 2012, 19:26

Elli. Ein spurning útí loftið. Veistu hvort að sn mælirinn sé réttur?? Hefuru tök á að fá lánaðan stakan snúningsmælir til að tengja á vélina og prufa. Ég man að það var altaf hægt að fá mæla sem voru með taka aftan á til að stilla fyrir 4,6 og 8cyl vélar. En ég hef aldrei pælt í því hvort að þessir mælar séu bæði fyrir bensín og diesel vélar.. En það gæti kanski verið hugmynd að prufa að setja svona utaná liggjandi mælir við og sjá hvað hann segir.. Ég átti einusinni cherokee XJ sem hafði upprunalega verið diesel bíll. Þegar ég keypti hann var búið að setja 4l línu sexu í hann. sn mælirinn fór aldrei upp fyrir 250sn í botni.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 10.jún 2012, 20:37

Samkvæmt áræðanlegum upplýsingum á allt að vera beint í gegn í 4 háa, en það er ágæt hugmynd að gera beina athugun á þessu eins og þú bendir á Þorri.

En það sem þú ert að tala um Gísli er fyrir bensínbíla og tengt við mínus pól á háspennukeflinu. Þessir mælar telja púlsana sem háspennukeflið fær og deilir svo í 4, 6 eða 8 eftir cylindrafjölda.
Til eru ýmsar gerðir af aftermarket snúningshraðamælum, til dæmis sem horfir á damperinn og önnur gerð sem klemmir sig á spíssarör og nær einhvernvegin að telja olíupúlsana sem í gegnum rörið fara. Það er athugandi að verða sér út um svoleiðis mæla, eða fá svoleiðis lánaða til að gera snögga samanburðarmælingu.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Freyr » 10.jún 2012, 20:58

Millikassinn í 2,8 Nissan Patrol (a.m.k. Y60) er með hlutfallið 1:1,297

Kveðja, Freyr

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Freyr » 10.jún 2012, 21:00

Hinsvegar er millikassinn úr 4,2 BENSÍN patrol með 1:1 í háa, þekki ekki hvernig það er í 4,2 diesel.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 10.jún 2012, 21:30

Freyr wrote:Millikassinn í 2,8 Nissan Patrol (a.m.k. Y60) er með hlutfallið 1:1,297

Kveðja, Freyr



Er skýringin ekki kominn hérna, passar nokkurnvegin víð útreikningana sem ég setti inn
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 10.jún 2012, 22:09

Freyr wrote:Millikassinn í 2,8 Nissan Patrol (a.m.k. Y60) er með hlutfallið 1:1,297

Kveðja, Freyr


Þá væri snúningurinn á 100km hraða 3602rpm, miðað við umrædda reiknivél.

Hvaðan hefuru þessar upplýsingar Freyr? Tölur á netinu eða persónuleg reynsla?

Ég er spenntur að komast í að snúa og skoða, en það er ekki fyrr en á miðvikudaginn sem ég kemst í það.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Freyr » 10.jún 2012, 23:10

Úr bókinni "Jeppar á fjöllum" útg. 1994. Aftast í henni er yfirlit yfir þá jeppa sem voru í boði hérlendis á þessum tíma og með hverjum jeppa fylgja ýmsar upplýsingar, m.a. gírhlutföll. Ég hef ekki rifið svona kassa svo ég get ekki staðfest þessar upplýsingar.

Kv. Freyr

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá jeepcj7 » 10.jún 2012, 23:46

Ég veit ekki betur en millikasssinn í Y60 sé beinn í gegn í háa 1-1 og 1-2.02 í lága og það er til 5 gíra kassi td. bens sem er með 5 beinan í gegn en ekki 4.
Aftur á móti er gamli patrol fjaðrabíllinn með háa drifið niðurtekið ca. 1-1.2
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 11.jún 2012, 11:12

Ég talaði líka við umboðið núna rétt í þessu og þar var sérfræðingur sem sagði að y60 boddyið væri bara með beint í gegnum millikassann í háa.

Mig er farið að gruna að það geti ekki verið neitt annað en snúningshraðamælarnir séu eitthvað að plata mig, allur þessi samanburður hjá mér er byggður á þeim. Þetta eru original snúningshraðamælar, annarsvegar úr 70 krúser sem var original við þann 70 krúser mótor sem var í bílnum, bara mixaður í mælaborðið hjá mér og hinsvegar original samstæður snúningshraðamælir úr terrano.
Það er hinsvegar pottþétt að mótorinn er á of miklum snúning núna, það heyri ég vel.
Eftir meiri spekuleringar þá ætla ég líka að halda gírkassanum og lækka drifin, annaðhvort í 4.56 eða 4.30. Patrolinn er með svo hellings lægri 1. og 2. gír heldur en w56 og terrano kassinn að það verður fínt að hafa hann á háum drifum með þessa gíra.
Ég á eins og áður hefur komið fram 4.30 köggul sem ég skelli í við tækifæri til prufu. Mér sýnist hinsvegar ekki vera hægt að fá reverse drif fyrir 4.30 þannig að ef það verður ofaná þá þarf ég að fara í framhásingabreytingar ofaná alltsaman :) Það hefur svosem ákveðna kosti líka, þá get ég tekið 1.5cm kubbana úr aftur sem ég setti til að minnka samsláttinn. Framdrifsflánsinn og kúplingsþrællinn eru nefnilega nánir nágrannar... og með low pinion drifi er það alveg hæfilegt. Styrkurinn er fjandans nógur í low pinion drifi á 35" með 4.30 drifi
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá AgnarBen » 11.jún 2012, 13:28

jeepcj7 wrote:Ég veit ekki betur en millikasssinn í Y60 sé beinn í gegn í háa 1-1 og 1-2.02 í lága og það er til 5 gíra kassi td. bens sem er með 5 beinan í gegn en ekki 4.
Aftur á móti er gamli patrol fjaðrabíllinn með háa drifið niðurtekið ca. 1-1.2


Þetta eru hárréttar tölur hjá Hrólfi, ég kannaði þetta á sínum tíma þegar ég átti einn af mínum Y60 Pöttum og mældi þetta bak til að finna út á hvaða hlutföllum sá bíll var á.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 14.jún 2012, 22:11

Ég taldi það út í gær, 4. gír háa drif er 1:1 frá damper útí drifskaft. Og þrátt fyrir að vera fyrir 100% viss þá taldi ég hlutföllin út aftur og þau eru 4.88 for sure.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 16.júl 2012, 13:28

Núna er komin töluverð reynsla á þetta combo mitt (2300km) og ég er að mestu leiti himinlifandi. Aflið er alveg djöfull gott, með 2.5" pústi er hann mjög léttur í sporunum. Togið er alveg geggjað, hann bara heldur áfram endalaust upp brekkur! Í minni sveit er ein þokkaleg brekka, fyrir staðkunnuga þá er ég að tala um að keyra upp Kolbeinsrófu í norðurátt. Fyrsta brekkan frá Reykholti þegar keyrt er í áttina að Húsafelli. Þar togar hann sig úr 50km hraða í gegnum Reykholt og uppí 110km hraða efst í brekkunni. Framúrakstur er ekki lengur vandamál á þessum hilux :) Og ég er ennþá á gömlum steinolíubirgðum!

Það eru samt tvö atriði sem ég er ekki sáttur við. Bæði er einhverskonar bilun. Glóðakertahitarinn í tölvunni virkar ekki. Það er mjög einfalt, einn vír út úr tölvunni fyrir glóðakertaljós í mælaborði og einn vír sem gefur mínus á glóðakertarelay. Þessi búnaður virkar bara ekki hjá mér. Þegar hann er kaldur þá kemur ljós í mælaborði í ca 1 sec en ekkert gerist í relayinu. Ég er núna með auka rofa inní bíl til að hita glóðakertin. Virkar svosem, en er ekki til frambúðar eða eftirbreytni þar sem ég vill hafa þetta allt 100%.
Hitt er að olíugjöfin er biluð. Það er rafstýrð olíugjöf og stilliviðnám sem er í ólagi. Bíllinn er nothæfur svona en stundum er hann leiðinlegur á lágum snúningi í keyrslu, á það til að rykkja eins og lc60 turbo eigendur þekkja en fínn í þjóðvegakeyrslu. Stundum dettur hann líka niður á einhverskonar safe-mode, þá verður hann ca 50 hestöfl og þá er bara að svissa af, telja ca uppá 10 og svissa aftur á og þá lagast það oftast :)
Þetta eru atriði sem ég á eftir að laga en sökum mikilla anna undanfarið (sem endaði á því að ég gifti mig síðastliðinn laugardag) þá hef ég ekki haft tíma til að laga þetta, enda svosem ekkert áríðandi þannig lagað :)

En ég mæli eindregið með þessari framkvæmd ef einhver er að hugsa um að veiða fleiri hesta í hilux húddið hjá sér. Eyðslan er alveg skapleg eða milli 11 og 12 lítrar með mínu aksturslagi á 100% steinolíu.
Í dag er bíllinn á 4.30 hlutföllum og 33" sumardekkjum (35" fer undir í vetur). Ég var líka að eignast loftlæsingar og fara þær í á næstu vikum eða mánuðum. Bíllinn er því að verða alveg helgóður.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

íbbi
Innlegg: 1468
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá íbbi » 16.júl 2012, 14:18

hvernig er með öryggið fyrir glóðakertin?

hegðaði sér alveg eins hjá mér og það var öryggið í boxinu sem er inní bíl. 15amp
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 16.júl 2012, 20:29

íbbi wrote:hvernig er með öryggið fyrir glóðakertin?

hegðaði sér alveg eins hjá mér og það var öryggið í boxinu sem er inní bíl. 15amp


Þar sem að þetta er alltsaman custom made þá er ekkert svoleiðins öryggi sérstakt. Það er hinsvegar öryggi fyrir glóðakertin í húddinu, og það er í lagi, enda virkar hitunin þegar ég overrida mínus skotið frá ECU tölvunni með mínus í gegnum rofa.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 16.júl 2012, 21:18

Elli, ef þú skoðar rafkerfisteikninguna sem ég býst við að þú hafir yfir terrano vélarheilann, er þá sami plús inná relayið í gegnum vélatölvuna og plúsinn sem þú notar?
Það getur verið að þeir leiði ekki á milli hvors annars, þessvegna virkar relayið með mínus frá boddýi/rafgeymi en ekki mínus frá vélartölvu

Ég lenti í svipuðum vandræðum með AFR mæli sem ég setti við 3vze vélina, ég fékk hann ekki til að gefa rétt merki inná heilann, þar sem ég þorði ekki að tengja AFR stýringuna inná sama plúsinn þar sem hann var gegnum vélarheilann, ég tók ekki áhættuna á að steikja hann.
Ég leysti vandamálið með því að stilla loftflæðineman þar til ég fékk AFR gildið sem ég vildi
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 16.júl 2012, 21:46

Teikning í viðhengi fyrir þá sem hafa gaman af að spekulera :)
Ég er með þetta tengt alveg eins. Plús á relay í gegnum öryggi.
Gott gisk samt Ástmar :) Mjög gaman af áhuga þínum á þessu projecti mínu. Ég tók mig líka til og skoðaði fb myndirnar þínar og þar eru tilkomumikil verkefni :)
Viðhengi
Glow plug terrano.JPG
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 17.júl 2012, 00:47

elliofur wrote:Ég tók mig líka til og skoðaði fb myndirnar þínar og þar eru tilkomumikil verkefni :)

Takk fyrir það Elli

Þessi teikning gefur ekki mikið rými fyrir mistök, hvaða hitanema ertu með á vélinni? Toyota eða nissan?
Eina sem mér dettur í hug að viðnámið sé ekki það sama og rugli tölvuna, þ.e. það gefi merki sem tölvan skilur sem meiri hita, en svo er alltaf möguleiki að þessi rás sé einfaldlega biluð í vélarheilanum
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 17.júl 2012, 09:49

Það eru þrír (reyndar 4 núna) hitanemar á þessari vél. Tveir í vatnslás-húsinu, annar sem ECU tölvan les af og hinn fyrir nissan mælaborðið sem nú er aflagður. Ég bætti við toyota hitanema á lögnina úr vatnslás-húsinu og í vatnskassann. Það eru sitthvorar gengjurnar og sitthvor stærðin á þessum hitamælum. Svo er einn hitamælir í olíuverkinu fyrir hráolíuhita hefur mér sýnst á teikningum.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 08.aug 2012, 22:47

Í dag skipti ég um rafmagnsskynjarann á olíugjöfinni og núna er bíllinn allt annar, hættur þessu helvítis hökti þegar maður er að reyna að fara hægt.
Ég tengdi líka loftkerfið, (setti kútinn undir) því fyrir liggur að skreppa á Arnarvatnsheiði um helgina :)
http://www.jeppafelgur.is/


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá villi58 » 19.nóv 2012, 12:53

Af hverju sjást myndirnar ekki lengur ?


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur