Ég er búinn að vera að spekulera. Þetta passar ekki.
Ég er 100% viss um að hlutföllin eru 4.88
Samvkæmt reiknivél
http://www.grimmjeeper.com/metric_gears.html þá stemma hlutirnir ekki.
Ég veit ekki nákvæmlega hvað patrol gír og millikassinn heita, eða for sure hvaða hlutöll eru í þeim. Á þessari síðu er gefinn upp kassi sem heitir FS5R50A og hann er með hlutföllin 4.56 2.63 1.52 1.00 0.84.
Ég veit að ég var með w56 kassa sem er hilux bensín gírkassi. Hann er með 5. gír 0.85. og ég var á 2500 snúningum í 100 með gamla mótorinn. Ég er alveg viss, ég ljósmynd af því :)
Reiknivélin segir að miðað við þær forsendur hafi ég verið á 2640 snúningum. Það er innan skekkjumarka, dekkin eru ekki í alveg 100% réttum málum.
Reiknivélin segir að ég eigi að vera á 2609 snúningum með patrol kramið.
Samt eru nálarnar hjá mér á snúnings og hraða pinnbeittar í 3000 snúningum og 100km hraða.
Ef ég væri á 4.56 hlutfölum þá færi sú tala í 2438, sem væri alveg ásættanlegt á 100km.
4.30 væru svo 2299 á 33" og 2167 á 35". Það er kannski svolítið lágt.
En þetta er útreiknað, og virðist ekki passa..
Veit einnhver for sure hvaða kassar eru í patrol y60 og hvaða hlutföll eru í þeim?