Ok nu langar mig að heyra frá öllum spekingunum hérna kosti og galla við land cruiser 90
Hvernig eru þessir bílar að koma út í eyðslu..
Er kramið í þessu sterkt..
Hvernig eru drifin í þessu ....
Klafabúnaðurinn að framan er hann drasl...
Hef heyrt að framdrifinn séu veik...
Er mikið mál að hásingarvæða svona bíl að framan...
Á þessi bíll eithvað skillt við 4runner diesel annað enn 3,0 diesel motorinn...
Hvernig eru þeir að koma út breyttir á fjöll...
Hvernig er hentugast að breyta þessu...
Hvað hafa menn farið mað aftuhásingunna langt aftur ....
Allt skítkast vel þegið....
Toyota LC 90 Pælingar
Re: Toyota LC 90 Pælingar
Eyðsla, innanbæjar upp undir 15-16 lítra á 36" MTZ á 14" felgum með 4.88 hlutföll hjá mér, utanbæjar 10-11.
kramið gott í þessu ef undanskilið er framdrifið, (líklega eru líka eitthverjir sem segja að þessir klafar séu lélegir)
Klafanir eru kafli í margar bækur, mjög misjafnar skoðanir á þessu, persónulega finst mér þeir fínir, gefa bílnum skemtilega fjöðrun, en eiga það til að setjast í snjó.
veit ekki með hásingarvæðingu. allt er nú hægt, það eru nokkrir svona komnir á hásingu að framan, verða reyndar að mínu mati of háir þannig.
LC 90 með framlás á 38" dekkjum fer nú ansi mikið í snjó, ég hef verið á 36" og það hefur ekki verið að stoppa okkur þegar ég ferðast með félögum mínum, sem allir eru á 38"+
veit ekki með hásinguna að aftan, er ekki alltaf best að fara með hana eins langt of hægt er.
mbk
Dabbi
kramið gott í þessu ef undanskilið er framdrifið, (líklega eru líka eitthverjir sem segja að þessir klafar séu lélegir)
Klafanir eru kafli í margar bækur, mjög misjafnar skoðanir á þessu, persónulega finst mér þeir fínir, gefa bílnum skemtilega fjöðrun, en eiga það til að setjast í snjó.
veit ekki með hásingarvæðingu. allt er nú hægt, það eru nokkrir svona komnir á hásingu að framan, verða reyndar að mínu mati of háir þannig.
LC 90 með framlás á 38" dekkjum fer nú ansi mikið í snjó, ég hef verið á 36" og það hefur ekki verið að stoppa okkur þegar ég ferðast með félögum mínum, sem allir eru á 38"+
veit ekki með hásinguna að aftan, er ekki alltaf best að fara með hana eins langt of hægt er.
mbk
Dabbi
kv
Dagbjartur Vilhjálmsson
Óbreyttur jeppakall
Dagbjartur Vilhjálmsson
Óbreyttur jeppakall
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Toyota LC 90 Pælingar
Vandamálið með framdrifið er að keisingin er eitthvað efnislítil og brotnar þetta losnar þú við með því að setja loftlás að framan.
Ef þessir bílar eru bara boddíhækkaðir þá eins og aðrir jeppar með sjálfstæða fjöðrun að framan drífa þeir ekkert af viti en snarlagast þegar draslið er síkkað niður.
Ef þessir bílar eru bara boddíhækkaðir þá eins og aðrir jeppar með sjálfstæða fjöðrun að framan drífa þeir ekkert af viti en snarlagast þegar draslið er síkkað niður.
Re: Toyota LC 90 Pælingar
er með svona bensín bíl.. mjög ljúfur og fínn.. búinn að prófa allar týpur.. eg myndi higlaust fara i common rail ef eg ætlaði að fá mér annan svona :)
og það er soldið bras að setja framhásingu undir.. breyta olíupönnuni, festingum, og mjög líklega þarf að víxla drifkuluni á hásinguni til að passa undir
menn hafa sett hásingu ur t.d 95 modelinu að patrol undir að framan
og það er soldið bras að setja framhásingu undir.. breyta olíupönnuni, festingum, og mjög líklega þarf að víxla drifkuluni á hásinguni til að passa undir
menn hafa sett hásingu ur t.d 95 modelinu að patrol undir að framan
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"
Hyundai Terracan 38"
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Toyota LC 90 Pælingar
Ef menn vilja setja undir hásingu með kúlunni hægra megin, þá er hægt að setja gírkassa og millikassa úr V6 hilux eða 4runner í staðinn, mér skilst að V6 kassinn passi við ef maður boltar framan á hann kúplingshús af cruiser kassanum
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 78
- Skráður: 15.apr 2011, 18:04
- Fullt nafn: Björgvin Þór Vignisson
- Bíltegund: Toyota Lancruser 90V
Re: Toyota LC 90 Pælingar
Hvar er best að kaupa loftlás í framdrifið og hvar er ódýrast og best að láta setja þetta í þ.s ef maður hefur ekki aðstöðu til þess sjálfur.
Kv. Björgvin Þ. Vignisson
Toyota LC90 árg.97 38"
Toyota LC90 árg.97 38"
-
- Innlegg: 65
- Skráður: 09.okt 2011, 00:08
- Fullt nafn: Guðjón Arnar Einarsson
Re: Toyota LC 90 Pælingar
ég átti svoan 38" bíl á klöfum og ekki með framlás hann komst alveg heilan helling enn gallinn var að hann rak alltaf framdekkin utaní við smá beyjur, ég skoðaði að láta setja hásingu hjá mér enn það kostaði bara allt allt of mikið.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur