Hæ
Mig vantar góðan ferða og fjölskyldubíl fyrir 5 manna fjölskyldu og hef augun á LC. Ég þekki hinsvegar ekkert til.
Hvernig eru þessir tveir að reynast í getu og viðhaldi?
Eru þekkt vandamál sem maður ætti að hafa í huga þegar maður skoðar notaða bíla?
Öll innsýn sem hjálpar til að velja rétta bílinn er vel þegin.
Kveðja, C
LC150 vs LC120
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 09.mar 2012, 22:56
- Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
- Bíltegund: D-MAX
Re: LC150 vs LC120
120 bíllinn hefur verið að missa grindur og afturhásingu í ryð veit ekki með 150 bílinn, svo er spíssar að fara í 120 bílnum og aftur veit ekki hvernig 150 bíllinn er en mér finst fleiri framleiðendur eiga við þetta spíssa ves..
Re: LC150 vs LC120
Það var skipt um grindur í helling af 120 bílum.
Kannski ekki slæmt að ná í einn slíkan, stálið eða meðhöndlun á því var gölluð. Sama með önnur merki af svipuðum bílum frá ca 2002 til 2007, skilst að sama fabrikkan hafi framleitt þetta allt.
Annars er bara að skoða undir, ryð í grind og sílsum er lang algengasti krankleikinn í öllum þessum bílum.
Kannski ekki slæmt að ná í einn slíkan, stálið eða meðhöndlun á því var gölluð. Sama með önnur merki af svipuðum bílum frá ca 2002 til 2007, skilst að sama fabrikkan hafi framleitt þetta allt.
Annars er bara að skoða undir, ryð í grind og sílsum er lang algengasti krankleikinn í öllum þessum bílum.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: LC150 vs LC120
Ég mæli eindregið með ástandsskoðun hjá ArcticTrucks. Þeir fundu nokkur atriði á LandCruiser sem tók skoðunarstöðvar 3 ár að finna.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: LC150 vs LC120
Ef fjárhagurinn leyfir 150 bílinn, þá er það skemmtilegri kostur.
Land Rover Defender 130 38"
Re: LC150 vs LC120
Þakka svörin.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur