Mér brá þegar ég sá hvað er langt síðan ég uppfærði þennan þráð, Bölverkur er löngu kominn á götuna.
Ég setti hann á númer í maí, en vegna eigin trassaskapar sprakk hjá mér vatnskassahosa í júní (ég var ekki búinn að koma þenslukerinu fyrir), þá taldi hann mér í trú um að farin væri heddpakkning eða eitthvað verra. Vegna vinnu og annarra verkefna gat ég ekkert sinnt honum en leit loksins á hann seint í ágúst.
Ég fann bókstaflega EKKERT að, það sá hvergi á pakkningu eða heddi, pabbi ráðlagði mér að skrúfa þetta aftur saman með nýrri pakkningu þó við mældum sveig á heddinu uppá 0,15mm sem ég gerði, heddið var ný planað þegar vélin var sett saman í fyrra, enbíllinn hagaði sér nákvæmlega eins, hann ældi af sér vatninu í rólegheitunum þegar ég setti í gang og að lokum kom loften svo kom að skrítna partinum, þegar ég gaf hressilega í virtist vatnsborðið lækka verulega í vatnskassanum. ég ákvað því að láta á þetta reyna og kom fyrir 2ja lítra kókflösku sem þenslukeri. Hann tappaði af sér talsverðu lofti og var yfirleitt talsvert lægra á kókflöskunni þegar ég leit á hana, það hætti svo að lækka eftir nokkra rúnta og mér sýnist að það hafi aldrei hafa verið neitt að nema þessi hosa, sem hefði að öllum líkindum ekki farið ef þenslukerið fyrir vatnskassann hefði verið á sínum stað.
Mér finnst hann krafta þokkalega en varð samt fyrir svolitlum vonbrigðum hvað það er lítill munur á krafti við andrúmsloftsþrýsting og 6 psi.
Ég var farinn að hallast að boostleka vegna þess hve AFR hlutfallið var lágt við fulla gjöf, fór alveg niður í 10,8, eftir að hafa reynt að stilla loftflæðineman til að leiðrétta þetta og smá lestur inná turbobricks.com er ég kominn á þá niðurstöðu að þetta eigi að vera svona.
Það eru nokkur atriði sem á eftir að fara í:
Smíði a auka stuðara neðan við hinn
Tengja loftdælu
Leggja rafmagn að kösturum
Koma loftlæsingum í hásingar
Senda grind af pallinum í zinkhúðun ásamt fleiru
Svona stendur bíllinn í dag (nema að húddið er lokað):

- 20140902_204432.jpg (131.6 KiB) Viewed 26567 times