Sælir.
Nú er maður að skoða jeppa alveg hægri vinstri, leitandi eftir einhverju flottu.
Ég vil helst dísel, og hef svolítið verið að skoða Hilux.
Nú er það oft alveg svart og hvítt hvað fólki finnst um toyotur. Aðrir hata þetta meðan aðrir eru hrifnir.
Hvert er almenna álitið á þessum vélum? Er þetta alveg grútmáttlaust þegar maður er kominn á 38" dekk?
Er þetta temmilega reliable? Og eru menn eitthvað að skrúfa upp í þessu án þess að allt fari í hönk?
2,4 dísel
Re: 2,4 dísel
Var með svona d-cab í 3ár , var búin að skrúfa uppí olíuverkinu eins og óhætt var ,túrbínulaus,3" pústkerfi, 5.29:1 drifhlutföll ,38"dekk.Var svo sem engin spyrnugræja en skilaði mér alltaf heilum í skála og heim en maður gat svo sem ekki sprautað mikið í snjónum með kraftmeiri jeppunum ,en maður var enginn eftirbátur kraftmeiri jeppana þegar á reyndi þe. þegar maður þurfti virkilega að beita jeppanum við erfiðar aðstæður. Þannig að ég get ekki annað en mælt toyotu hilux diesel non turbo , en alltaf gaman að vera með kraftinn til staðar . En snjóakstur snýst frekar um að kunna nota það sem þú hefur í höndunum(jeppann) , slatta af þolinmæðiog kunna að lesa í snjóinn.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur