Síða 1 af 1

fox 87

Posted: 07.aug 2011, 00:01
frá Heiðar Brodda
sælir er með suzuki fox '87 sem er ný búið að kaupa þetta er 413 stuttur háþekja bíll ekinn um 54000km hvað þola drifin stór dekk er 33'' of stórt ætlaði nú bara í 32'' og 13'' breiðar felgur og vera á fjöðrunum endilega fræðið mig

kv Heiðar Brodda

Re: fox 87

Posted: 07.aug 2011, 12:51
frá Heiðar Brodda
eru allir búnir að gleyma þessum græjum kv Heiðar

Re: fox 87

Posted: 07.aug 2011, 14:28
frá Sævar Örn
kiktu inn á sukka.is þar hafa margir gert það sama og þú ert að spá, haugur af fox sérfræðingum

Re: fox 87

Posted: 07.aug 2011, 17:37
frá Einar
Eg átti einu sinni svona stutta háþekju á 33", hann var á orginal hlutföllum með orginal vél og þar með var 5. gírinn eiginlega bara upp á punt. En þetta fór allan fjandann og og ekkert gaf sig þrátt fyrir að heilmikil læti.

Re: fox 87

Posted: 11.aug 2011, 17:10
frá Haffi
Þetta eru frábærir bílar, og það besta er að ef þú skemmir eitthvað, þá bara einfaldlega möndlaru það saman aftur, ekkert ves.

Eins og Sævar segir, kíktu á sukka.is, fullt af gagnlegum upplýsingum og reynslusögum þar.

Re: fox 87

Posted: 11.aug 2011, 17:21
frá hobo
Ég talaði við einn landkrúser kall fyrir ári síðan og hann minntist þeirra tíma með bros á vör þegar hann átti 33" Suzuki Fox.

"Þetta var frábær bíll og komst allt. Hann bilaði bara einu sinni hjá mér, þá opnaðist hanskahólfið á ferð þegar ég var að bruna frammúr einhverjum jeppum nálægt Hveravöllum. Það var ekki flókið að laga það, ég lokaði því bara"

Re: fox 87

Posted: 12.aug 2011, 14:25
frá Turboboy
hobo wrote:Ég talaði við einn landkrúser kall fyrir ári síðan og hann minntist þeirra tíma með bros á vör þegar hann átti 33" Suzuki Fox.

"Þetta var frábær bíll og komst allt. Hann bilaði bara einu sinni hjá mér, þá opnaðist hanskahólfið á ferð þegar ég var að bruna frammúr einhverjum jeppum nálægt Hveravöllum. Það var ekki flókið að laga það, ég lokaði því bara"


hahahahahahahahahaaha snilld !