Síða 1 af 1
Suzuki XL7
Posted: 10.mar 2010, 22:42
frá vippi
Góða kvöldið. Þekkiði eitthvað suzuki XL7 hvernig þessir bílar hafa verið að koma út ss. eyðsla bensín/diesel og hefur engum svona bíl verið breitt ? Man ekki eftir að hafa séð neinn breittan , en endilega ausið úr viskubrunnum ykkar.
Re: Suzuki XL7
Posted: 12.mar 2010, 22:38
frá vippi
Enginn sem veit ????
Re: Suzuki XL7
Posted: 13.mar 2010, 01:03
frá Alpinus
Ég sá svona bíl á 33" dekkjum í fyrra og var bara nokkuð flottur þannig. En ég læt Súkku sérfræðingana hér á spjallinu um að leiða þig í sannleikan um þessa bíla, ég þekki þá ekki svo vel. Átti samt Vitara SE fyrir nokkrum árum sem var ágætur en hélt hvorki vatni né vindum, enda framleiddur á Spáni, ekki í Japan eins og flestar aðrar Súkkur(að ég held).
Re: Suzuki XL7
Posted: 13.mar 2010, 02:53
frá EinarR
Suzuki XL7 er alltofnýtt til að við vitum eitthvað. ég veit um umboðið fyrir þá :D
Re: Suzuki XL7
Posted: 13.mar 2010, 13:51
frá elvarö
þetta eru fínir bílar ég átti svona 2,7 v6 sjálfskiptan í nokkur ár það var ekkert að vesen á honum bilaði ekkert hann var að eyða un 14-17 innan bæjar 12 14 utan bæjar fer bar eftir því hvernig hann var keyrður þetta eru vanmetnir bílar að mínu mati það er einhvað vesen að fá í þá önnur hlutföll enn það er búið að breyta nokkrum svon á 33 0g 35 " enn ekki mörgunm en þeir eru ekkert öðruvísi enn venjulega grand vítaran bar lengri og skemtilegri
http://www.puresuzuki.com/limited_slip2.htm hérna er myd sem ég fann á netinu fyrir nokrum árum svona átti minn að vera kveðja elvar
Re: Suzuki XL7
Posted: 14.mar 2010, 01:54
frá vippi
Takk fyrir svörin, þessi á myndinni er skrambi flottur, en væri gaman að vita afhverju hann er á útlenskum númerum. En eru Suzuki Grand vitara og XL7 nánast sami bíllinn í grunninn ?
Re: Suzuki XL7
Posted: 10.nóv 2010, 21:08
frá hobo
Best að virkja gamlan þráð:
Ég hef verið með þá brjálæðishugmynd í kollinum síðan í sumar að fá sér XL7 og breyta honum fyrir 38". Vera soldið "one of a kind"
Hvað segið þið um það?
Re: Suzuki XL7
Posted: 10.nóv 2010, 21:12
frá gislisveri
Mér líst hroðalega vel á það, held þú yrðir reyndar #2 til að framkvæma það, en það má alltaf gera eitthvað öðruvísi.
Re: Suzuki XL7
Posted: 10.nóv 2010, 21:18
frá hobo
Bíddu bíddu, meira info??!!
Re: Suzuki XL7
Posted: 10.nóv 2010, 23:04
frá Sævar Örn
Re: Suzuki XL7
Posted: 11.nóv 2010, 06:48
frá hobo
aaaaa alveg rétt!
Þessi er ansi vígalegur þótt þetta sé eina myndin sem ég hef séð af honum.
Minn verður allavega dísel, það er alveg á hreinu.
Svo er bara að kjósa XD svo góðærið komi fyrr aftur, er það ekki hmmm?? :/
Re: Suzuki XL7
Posted: 22.mar 2011, 11:34
frá Premium
Rakst á
þetta og varð hugsað til þessa þráðar.
Re: Suzuki XL7
Posted: 22.mar 2011, 14:05
frá Óskar - Einfari
Skil ekki afhverju það hefur ekki verið gert meira af þessu... er eitthvað vandamál með þessa bíla? máttlausir eða valtir eða eitthvað... það er nóg til að D35, D44 eða jafnvel 8" toyota rörum til að setja undir svona og þá eru hlutföll eða læsingar ekki vandamál... hvað viktar XL-7 miðað við t.d. venjulega vitöru eða gamla cherokee? hvernig diesel vél er í þessu virkar hún eitthvað eða þarf maður alltaf að bíða eftir túrbínunni svo manni finnist bíllin hreyfast....
Re: Suzuki XL7
Posted: 22.mar 2011, 17:31
frá hobo
Samkvæmt smá netvafri þá er enginn dísel xl7 til sölu á íslandi, wikipedia segir að þeir séu bara með v6 bensínvélum, en samt sýndist mér ég sjá nokkra dísel xl7 til sölu notaða út í heimi.
Re: Suzuki XL7
Posted: 22.mar 2011, 20:41
frá elvarö
þeir eru alveg til dísel og eru þeir 2lítra dísel beinskiptir þetta eru fínir bílar langar alltaf aftur í svona tæki
Re: Suzuki XL7
Posted: 22.mar 2011, 21:56
frá oggi
Re: Suzuki XL7
Posted: 22.mar 2011, 22:50
frá Kiddi
hobo wrote:Samkvæmt smá netvafri þá er enginn dísel xl7 til sölu á íslandi, wikipedia segir að þeir séu bara með v6 bensínvélum, en samt sýndist mér ég sjá nokkra dísel xl7 til sölu notaða út í heimi.
Er það ekki bara af því að einhver kani hefur skrifað þetta inn á Wikipedia?
Re: Suzuki XL7
Posted: 22.mar 2011, 23:09
frá elvarö
oggi wrote:http://www.haninn.is/classified.php?action=show&link_id=34497
er þatta ekki bara grand ekki xl7
jú þetta er bara gand ekki xl7
Re: Suzuki XL7
Posted: 23.mar 2011, 12:33
frá Sævar Örn
Grand og XL7 er nokkurnveginn sami bíllinn 7cm munur milli hjóla og afturhurðin örlítið lengri + 2 farþegar i viðbót í sumum gerðum.
Alveg jafn lítið mál að breyta þessum bílum þeir eru bara svo sjaldgæfir með díselvélinni en hún er með mjög skemmtilega vinnslu hef dregið kerru þunga kerru á svona bíl austur yfir heiði og kambarnir voru ekkert sérstakt challenge, t.d. ef ég hefði haft þessa kerru aftan í 2,8 pajero hefði ég lent í þriðja gír og vandræðum :)
Re: Suzuki XL7
Posted: 23.mar 2011, 22:33
frá gislisveri
Ég hef keyrt dísel XL7 á Íslandi, veit ekki hvaða stærð mótorinn er, árgerðin var ca. 2006.
Re: Suzuki XL7
Posted: 23.mar 2011, 22:44
frá SævarM
sá grand vitara á hásingu að framan og 38" í keflavík í dag fyrir utan sólningu greinilega ekki langt síðan honum var breytt
Re: Suzuki XL7
Posted: 24.mar 2011, 09:15
frá Premium
Hér er dieselvéla pælingum varðandi XL-7 svarað. Málgagnið geymir þetta allt fyrir okkur ;)
Re: Suzuki XL7
Posted: 24.mar 2011, 13:05
frá Stebbi
Málgagnið wrote:Þetta er fjögurra strokka, 16 ventla vél, smíðuð af Peugeot sem skilar um 107 hestöflum og togar að hámarki 270 Nm við 1.750 snúninga á mínútu.
Smíðuð af Peugeot, ekki hljómar þetta nú spennandi. Er ekki Mazda mótor í Grand vitöruni?
Re: Suzuki XL7
Posted: 24.mar 2011, 13:15
frá Kiddi
Vélarnar hafa nú yfirleitt ekki verið það versta sem kemur frá frökkunum
Re: Suzuki XL7
Posted: 26.mar 2011, 13:19
frá Einar
Stebbi wrote:Málgagnið wrote:Þetta er fjögurra strokka, 16 ventla vél, smíðuð af Peugeot sem skilar um 107 hestöflum og togar að hámarki 270 Nm við 1.750 snúninga á mínútu.
Smíðuð af Peugeot, ekki hljómar þetta nú spennandi. Er ekki Mazda mótor í Grand vitöruni?
Myndi ekki hafa svo miklar áhyggjur af því, bíllinn sjálfur er líklegast smíðaður á Spáni eða í Egyptalandi.
Re: Suzuki XL7
Posted: 26.mar 2011, 14:01
frá arni87
SævarM wrote:sá grand vitara á hásingu að framan og 38" í keflavík í dag fyrir utan sólningu greinilega ekki langt síðan honum var breytt
Palli Tona á þá súkku og var breitt fyrir þorrablót Suðurnesjadeildar f4x4
Sá bíll virkaði flott þar.
Mig minnir að hásingar séu ættaðar undan stuttum LC 70.
Þetta er snirtilegur og flottur bíll.