Síða 1 af 1

Háljós OK, dagsljós í ólagi

Posted: 21.des 2020, 14:25
frá EArna
Sælir,

vantar (aftur) smá hjálp, núna vegna ljóss á Gran Vitara 2003-

Háljós virka fínt en ekki dagljósin -

Perur eru í lagi. (búin að skipta)

Ég er búin að athuga alla öryggi í öryggisboxinu inni í bíl og öll eru ósprungin. (Samt finn ég ekki nákvæmlega öryggið fyrir ljósin þó ég sé búin að kíkja í handbók - auðvitað hefur mynd í handbókinni ekkert sambærilegt með raunveruleika)

Commodo virkar fínt til að skipta á háljósum en ekkert gerist þegar ég setti á dagsljós. Getur commodo verið vandamál?

Eða getur það verið relay? Hvernig er hægt að athuga það?

Takk

Re: Háljós OK, dagsljós í ólagi

Posted: 21.des 2020, 15:11
frá jongud
Relay er hægt að athuga ef maður veit nákvæmlega hvar það er.
Þá er hægt að athuga hvort það er straumur inn á það, og hvort að stýristraumurinn sé að koma inn á réttann hátt (þegar dagljósin eiga að loga)
Svo er hægt að athuga hvor relay-ið virki rétt með því að athuga hvort það loki straumrásinni þegar stýristraumur er settur inn á það.

En svo getur líka verið að það sé notað til að rjúfa strauminn að dagljósunum þegar aðalljósin loga.

Re: Háljós OK, dagsljós í ólagi

Posted: 21.des 2020, 15:20
frá EArna
Takk - en ætti það ekki að vera sama relay fyrir öll ljós, dags og há?

Re: Háljós OK, dagsljós í ólagi

Posted: 21.des 2020, 15:36
frá jongud
EArna wrote:Takk - en ætti það ekki að vera sama relay fyrir öll ljós, dags og há?

Nei, líklega er eitt relay fyrir háu, annað fyrir lágu, kannski eitt fyrir dagljós en ekki endilega fyrir park.
Best væri að finna rafmagnsteikningu af bílnum.

Re: Háljós OK, dagsljós í ólagi

Posted: 21.des 2020, 15:42
frá EArna
Kúl - skal reyna að finna út úr því. Takk fyrir ábendingu, hefði haldið að það væri sama relay

Re: Háljós OK, dagsljós í ólagi

Posted: 21.des 2020, 22:41
frá BrynjarHróarsson
það eru allar líkur á að það hafi verið settur í þennan bíl dagljósabúnaður á Íslandi. Dagljósbúnaðurinn sjálfur á það til að bila, losna lóðningar inní honum. þetta er yfirleitt svart box undir mælaborðinu bílstjóramegin við v. fót þegar setið er í sætinu. ef öll öryggi eru í lagi myndi ég skoða það.

Re: Háljós OK, dagsljós í ólagi

Posted: 22.des 2020, 21:21
frá EArna
Skal gera, takk fyrir góð ábendingu

Re: Háljós OK, dagsljós í ólagi

Posted: 24.des 2020, 23:29
frá JónP
Hef lent í þessu sama á Ford F350. Mældi straum á öllum vírum, athugaði öryggi og perur. Niðurstaðan eftir mælingarnar var á endanum að rofinn sjálfur (skiptistöngin fyrir háa og lága geislann) var bilaður. Pantaði nýjan að utan og skrúfaði á og tengdi. Allt í góðu eftir það.

Re: Háljós OK, dagsljós í ólagi

Posted: 26.des 2020, 07:45
frá EArna
Update : að öllum líkindum er það dagljósabúnaðurinn. Ætla að gramsa aðeins meira.
Takk

Re: Háljós OK, dagsljós í ólagi

Posted: 07.jan 2021, 21:45
frá EArna
Hæ hæ,
update 2, það var einmitt dagljósabúnaðurinn, takk Brynjar!
Það vantaði að loða aftur 2 tengingar á moðurborðinu og nú er það komið í lag :-)