Síða 1 af 1

Sjáĺfskifting föst í park í frosti

Posted: 04.des 2020, 17:24
frá EArna
Sælir,

ég er að lenda í smá vesen nýlega - undanfarna vikur hef ég ítrekað lent í sama vesen : sjálfskipting er föst í park í frosti (s.s í kringum -5) en losnar þegar bíllinn er búinn að vera í gangi í u.þ.b 25 mín.
Það tekur sérstaklega langan tíma að losna á morgnana (40 mín í gær og í dag!!!) en gerist líka yfir daginn þegar bíllinn stendur lengur en 3 kl.

Kannast einhver við svona vandamál?

Takk

Re: Sjáĺfskifting föst í park í frosti

Posted: 04.des 2020, 22:28
frá Járni
Frosið í skiptibarkanum? Fyrsta sem mér dettur í hug.

Re: Sjáĺfskifting föst í park í frosti

Posted: 05.des 2020, 00:34
frá Sævar Örn
Sprauta kælivökva og WD40 og blása þrýstilofti á eftir innfyrir barkahýðið klikkar aldrei, hrindir frá sér vatni og eykur frostþol þeirra dropa sem kunna að verða eftir, og smyr barkann líka.

Re: Sjáĺfskifting föst í park í frosti

Posted: 05.des 2020, 07:13
frá kaos
Mér dettur líka í hug læsingin sem á að hindra að skipt sé úr park nema staðið sé á bremsunni. Hún er yfirleitt við stöngina og gæti þurft að opna innréttingu til að komast að henni. Hins vegar er oft smá tappi sem er hægt að fjarlægja og pota skrúfjárni inn fyrir til að komast framhjá henni; ætti að vera útlistað í handbókinni.
En svo er barkinn auðvitað möguleiki líka.

--
Kveðja, Kári.

Re: Sjáĺfskifting föst í park í frosti

Posted: 05.des 2020, 13:06
frá jongud
Hvernig bíll/skipting er þetta?
Ég hef oft sé að parkið er í hálfgerðu sér hólfi aftast í skiptingunni þar sem er kannski hætta á rakasöfnun sem sjálfskiptivökvinn nær ekki að sulla saman við sig.

Re: Sjáĺfskifting föst í park í frosti

Posted: 05.des 2020, 17:35
frá Sævar Örn
súkkan er bara með gamaldagsbarka og arm utanná skiptingunni hef ekki séð aðra útfærslu hjá suzuk

Re: Sjáĺfskifting föst í park í frosti

Posted: 05.des 2020, 20:05
frá EArna
Takk fyrir svörin, hlýtur einmitt að vera frosið í skiptibarkanum - takk fyrir ábendinguna Sævar Örn, ég profa þetta. (NB það á ekki að vera læsingin, fyrst bíllinn kemst úr parki þegar hann er nógu heitur)

Gran Vitara 2003.

Re: Sjáĺfskifting föst í park í frosti

Posted: 05.des 2020, 22:00
frá kaos
EArna wrote:(NB það á ekki að vera læsingin, fyrst bíllinn kemst úr parki þegar hann er nógu heitur)


Nema það sé raki í læsingunni sem frýs. Ég geri ráð fyrir að þú kveikir á miðstöðinni meðan þú lætur hann hitna?

--
Kveðja, Kári.

Re: Sjáĺfskifting föst í park í frosti

Posted: 07.des 2020, 21:16
frá EArna
Mmmm, góður puntur. En já, ég kveiki yfirleitt á miðstöðinni fullblast.