Síða 1 af 1

Grand Vitara `99 framdrif

Posted: 23.des 2017, 22:18
frá thor_man
Fyrir nokkru fór framdrifshjöruliðurinnn út í hægra hjolinu og skaftið dinglaði laust einhvern tíma, veit ekki hve lengi (ek bilnum ekki sjálfur nema af og til). En eftir að eg setti nýjan hjörulið í þá tekur hann ekkert á framdrifinu þótt 4x4 ljosið logi og skaftið úr millikassanum snyst ekki þegar tekið er á því (snyst þegar hann er í afturdrifi eingöngu). Hvað er líklegast að hafi bilað? Framdrifið var í lagi áður en liðurinn bilaði. Vonandi hefur einhver góða tillögu um orsökina. ÞB.

Re: Grand Vitara `99 framdrif

Posted: 23.des 2017, 23:55
frá hobo
Hljómar eins og drifloka/driflokur séu ekki tengdar.
Þegar þú snýrð framskaftinu ekki í 4x4 drifinu, snúast framöxlarnir, eða annar þeirra?

Re: Grand Vitara `99 framdrif

Posted: 24.des 2017, 04:06
frá thor_man
hobo wrote:Hljómar eins og drifloka/driflokur séu ekki tengdar.
Þegar þú snýrð framskaftinu ekki í 4x4 drifinu, snúast framöxlarnir, eða annar þeirra?

Hann er ekki með framdrifslokur, gleymdi að nefna það. Þarf að lyfta honum að framan til að tékka betur á þessu atriði.

Re: Grand Vitara `99 framdrif

Posted: 24.des 2017, 09:56
frá kaos
Nema það sé búið að breyta því þá eru "lokurnar" innbyggðar í framdrifið. Þetta er loftstýrt (pínulítil loftpressa innan við framstuðarann), og tengir kambhjólið við mismunadrifið þegar bíllinn er settur í fjórhjóladrif. Þess á milli snýst sjálft mismunadrifið með framhjólunum, en ekki kambur eða pinjón. Það endaði með því að ég henti þessu dóti úr mínum, og setti "klassískt" mismunadrif úr Vitöru í staðinn. Fyrst væri nú samt að athuga hvort loftdótið virkar og hafi ekki dottið úr sambandi.

--
Kveðja, Kári.

Re: Grand Vitara `99 framdrif

Posted: 24.des 2017, 11:03
frá thor_man
kaos wrote:Nema það sé búið að breyta því þá eru "lokurnar" innbyggðar í framdrifið. Þetta er loftstýrt (pínulítil loftpressa innan við framstuðarann), og tengir kambhjólið við mismunadrifið þegar bíllinn er settur í fjórhjóladrif. Þess á milli snýst sjálft mismunadrifið með framhjólunum, en ekki kambur eða pinjón. Það endaði með því að ég henti þessu dóti úr mínum, og setti "klassískt" mismunadrif úr Vitöru í staðinn. Fyrst væri nú samt að athuga hvort loftdótið virkar og hafi ekki dottið úr sambandi.

--
Kveðja, Kári.

Takk fyrir þetta, fiskurinn liggur liklega grafinn þarna. Skoða þetta við fyrsta tækifæri.

Kveðja.
Þorvaldur

Re: Grand Vitara `99 framdrif

Posted: 05.jan 2018, 19:11
frá thor_man
Hérna, þekkir einhver hvort munur sé á framdrifsöxlunum í Grand Vitara eftir því hvort bíllinn er beinsk. eða sjálfsk.? Keypti kúlulið í 4 cyl bsk. bíl, öxullinn virtist passa í rílurnar á liðnum en svo virðist að hann hafi strax farið að snúast þar innan í:(