Sælir hér.
Er með Suzuki Grand Vitara 1999 sem virðist ekki sleppa framdrifinu alveg þegar sett er í 2x4. Það brakar og skröltir þegar hann er í afturdrifinu en ekkert aukahljóð heyrist þegar það er tengt. Er það einhver membra eða gaffall sem stendur á sér, hvar situr sá búnaður á drifinu?
Kv. ÞB.
Grand Vitara - Framdrifs„hökt“
Re: Grand Vitara - Framdrifs„hökt“
Það er loft"lás" í framdrifinu sem tengir kambhjólið við mismunadrifið þegar sett er í fjórhjóladrif. Það gæti verið að þetta standi á sér eða sé einhvernveginn brenglað, og sleppi ekki almennilega í afturdrifinu. Ef það þarf að rífa drifköggulinn útaf því myndi ég, útfrá eigin reynslu, mæla með að henda þessu drasli og fá mismunadrif úr Vitöru af síðustu árgerðunum (eldri árgerðirnar voru með annan rílufjölda á öxlum). Þú missir driflokurnar, en það er líka hægt að fá handvirkar lokur úr Vitöru. Annar möguleiki er að eitthvað hafi losnað eða hindri færslu í millikassanum, þannig að hann sleppi ekki almennilega framdrifinu. Hef samt ekki heyrt af vandræðum með þessa millikassa, meðan vandamál með framdrifið eru þekkt.
--
Kveðja, Kári.
--
Kveðja, Kári.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Grand Vitara - Framdrifs„hökt“
Takk fyrir þessar upplýsingar. Fer í þetta við tækifæri.
ÞB
ÞB
kaos wrote:Það er loft"lás" í framdrifinu sem tengir kambhjólið við mismunadrifið þegar sett er í fjórhjóladrif. Það gæti verið að þetta standi á sér eða sé einhvernveginn brenglað, og sleppi ekki almennilega í afturdrifinu. Ef það þarf að rífa drifköggulinn útaf því myndi ég, útfrá eigin reynslu, mæla með að henda þessu drasli og fá mismunadrif úr Vitöru af síðustu árgerðunum (eldri árgerðirnar voru með annan rílufjölda á öxlum). Þú missir driflokurnar, en það er líka hægt að fá handvirkar lokur úr Vitöru. Annar möguleiki er að eitthvað hafi losnað eða hindri færslu í millikassanum, þannig að hann sleppi ekki almennilega framdrifinu. Hef samt ekki heyrt af vandræðum með þessa millikassa, meðan vandamál með framdrifið eru þekkt.
--
Kveðja, Kári.
Re: Grand Vitara - Framdrifs„hökt“
Svona áður en þú ferð í stórframkvæmdir þá held ég að þú ættir að skoða loftlagnirnar sem stýra membrunni í framdrifinu. Þær eru að hluta til úr 5mm járnröri sem ryðgar og stýflast þarmeð. Það er mín reynsla að þetta er algengasta bilunin. Ég hef einu sinni lent í bilaðri membru og þá lak girolía út úr slöngustútnum neðst á drifinu en þar á allt að vera þurrt.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Grand Vitara - Framdrifs„hökt“
Jamm, tak fyrir ábendingarnar, en það er varla hægt að segja frá þvi kinnroðaluast (ek bílnum sjaldan sjálfur, hann er svona í fjölskyldunni) að bilunin varð fyrst ljós er ég sá rytjulega öxulhosu í heimreiðnni eftir að Vitaran var nýfarin þar um.. og þá kviknaði fyrst á perunni.. leit undir hann að framan og viti menn - út við vinstra framhjólið stakk fram öxulendi með hnúðum sem minnti helst á enda á lærbeinslegg!! Það var sem betur fer líklega bara rétt að gerast en hef ekki haft tök á að skoða bílinn nánar. Sem sagt höktið og skruðningarnir stafaði af hjöruliðnum.. sem aldrei ber sitt barr á ný.
Er einhvern hér aflögufær með svona vinstri framöxul í Grand Vitara '99-05!?
Kv. Þorvaldur
Er einhvern hér aflögufær með svona vinstri framöxul í Grand Vitara '99-05!?
Kv. Þorvaldur
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur