pælingar um 98 grand vitara


Höfundur þráðar
alex-ford
Innlegg: 233
Skráður: 03.nóv 2012, 10:27
Fullt nafn: oddþór Alexander gislason
Bíltegund: Nissan Patrol Y60 38
Staðsetning: þingeyri - isafjörður

pælingar um 98 grand vitara

Postfrá alex-ford » 23.mar 2015, 00:19

hvernig er að breita grandvitara 98 mdl i 32 33 hvað þarf að gera migið einhverjar uplisngar og væri gaman að sjá einhverjar myndir af breitum grand vitara :D


nissan patrol y60 2,8 1993 38 tomu


kaos
Innlegg: 124
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: pælingar um 98 grand vitara

Postfrá kaos » 23.mar 2015, 12:43

Sjá http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=28889&p=152799&hilit=grand+vitara#p152799

Því til viðbótar: Það var misminni að það hefði verið soðið við afturdemparana; það eru klossar þar líka. Líklega hefur verið fengið 2" upphækkunarsett í hann. Það hefur þurft að hnika afturhásingunni örlítið aftar til að koma 33 tommunum undir, og það hefur verið gert með því að lengja langstífurnar, og, sem ég var nú ekki alveg hrifinn af þegar ég uppgötvaði það, þverstífan hefur verið beygð svo hún rekist ekki í drifkúluna. Svo hefur verið útbúið millilegg við drifskaftsflangsinn á afturhásingunni til að lengja í drifskaftinu. Þetta millilegg er úr plasti, og boltarnir voru hringlandi lausir þegar ég fékk hann. Ég lofaði sjálfum mér meðan ég var að herða þá að þetta drasl fengi nú að fjúka fljótlega, en svo hefur það ekki haggast síðan.

Árangurinn af þessu öllu verður hins vegar að teljast góður. Hann er á breiðum Toyo dekkjum (33x13,5), og með svona 3-4 pund í þeim sekkur hann álíka eða minna en gangandi maður. Ég hef pínulítið leikið mér með 44" krúserum (70 og 80), og þó ég verði að viðurkenna að hann nái ekki að fylgja þeim þegar færið er orðið virkilega erfitt, þá er hann furðu seigur. Auðvitað mætti alveg endurbæta hann: Hann er ennþá á original hlutföllunum, og þyldi alveg lægri gírun, sérstaklega þar sem lága drifið í þessum bílum er ekkert mjög lágt (1:1,9 minnir mig). Þar bjargar það honum dálítið að vera sjálfskiftur (hægt að nota converterinn til að taka rólega á) og með V6 vélinni (aflleysi háir honum ekki verulega, þrátt fyrir háa gírun). Eins væru mismunadrifslæsingar til mikilla bóta. Verst hvað verðið á ARB læsingunum er svakalegt.

--
Kveðja, Kári.


Höfundur þráðar
alex-ford
Innlegg: 233
Skráður: 03.nóv 2012, 10:27
Fullt nafn: oddþór Alexander gislason
Bíltegund: Nissan Patrol Y60 38
Staðsetning: þingeyri - isafjörður

Re: pælingar um 98 grand vitara

Postfrá alex-ford » 23.mar 2015, 22:58

áttu en vitöruna áttu eithvað af myndum ertu á facebook væri gaman að sjá myndir
nissan patrol y60 2,8 1993 38 tomu


kaos
Innlegg: 124
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: pælingar um 98 grand vitara

Postfrá kaos » 24.mar 2015, 01:48

Vinnan á hana reyndar, en ég hef hana ennþá undir höndum, já.

Nei, ég er ekki á facebook, og mun ekki verða.

Ég skal skoða í betra tómi hvort ég á einhverjar myndir, nú eða smella af henni nýjum, og setja hér inn.

--
Kveðja, Kári.


Höfundur þráðar
alex-ford
Innlegg: 233
Skráður: 03.nóv 2012, 10:27
Fullt nafn: oddþór Alexander gislason
Bíltegund: Nissan Patrol Y60 38
Staðsetning: þingeyri - isafjörður

Re: pælingar um 98 grand vitara

Postfrá alex-ford » 24.mar 2015, 22:31

list vel á það lángar svoldið að sjá myndir og útkomuna
nissan patrol y60 2,8 1993 38 tomu


Valsi
Innlegg: 4
Skráður: 26.mar 2015, 23:05
Fullt nafn: Valur Arnarson
Bíltegund: Jeep Tuxedo Park

Re: pælingar um 98 grand vitara

Postfrá Valsi » 26.mar 2015, 23:10

Hefur einhver prófað þetað eða svipað dót?//www.calmini.com/detail.php?b=2&m=42&t=1&p=748&n=


Höfundur þráðar
alex-ford
Innlegg: 233
Skráður: 03.nóv 2012, 10:27
Fullt nafn: oddþór Alexander gislason
Bíltegund: Nissan Patrol Y60 38
Staðsetning: þingeyri - isafjörður

Re: pælingar um 98 grand vitara

Postfrá alex-ford » 27.mar 2015, 00:33

goð spurning en fann þetta lift kit odyrara á ebay :) ég er að pæla birja á 2 tomu kubbum undir min
nissan patrol y60 2,8 1993 38 tomu


Til baka á “Suzuki”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir