Síða 1 af 1
Allt er nú hægt á Jimny
Posted: 19.aug 2010, 17:40
frá gunnarja

Sá þennan uppi á Hveravöllum og það sem meira var að þetta er diesel bíll með 1,5 lítra vél. Eigendurnir eru Ítalir sem búa á Sardiníu.

Öllu var haganlega komið fyrir í bílnum hjá þeim, þ.e.a.s. allt plássið nýtt í botn.

Re: Allt er nú hægt á Jimny
Posted: 19.aug 2010, 21:31
frá gislisveri
Skrambi gott, mér sýnist tjaldið vera stærra en bíllinn.
Re: Allt er nú hægt á Jimny
Posted: 20.aug 2010, 07:47
frá juddi
Sardarnir eru seigir
Re: Allt er nú hægt á Jimny
Posted: 20.aug 2010, 08:00
frá hobo
Bíllinn hlítur að vera á mörkum burðargetu sinnar með allt þetta dót..
Re: Allt er nú hægt á Jimny
Posted: 20.aug 2010, 09:37
frá Izan
Kannski ekki hissa að þeir komi frá Sardínu. Skipulagið inní bíl er flott en ég myndi ekki nenna að ferðast svona um Ísland á fjallvegunum eins og þeir eru. Samt hef ég grun um að þessar Sardínur hafi verið brosandi út að eyrum allan tímann sem þeir vörðu á íslenzku hálendi.
Kv Jón Garðar.
P.s. þetta er fólkið sem er að rétta við þjóðarskútuna, eitthvað sem fólk ætti að hugsa um áður en þeir bölva útlendingum.
Re: Allt er nú hægt á Jimny
Posted: 20.aug 2010, 12:21
frá gunnarja

Tjaldið sem þau voru með var ansi sterklegt og örugglega fínt fyrir íslenkar aðstæður. Googlaði þetta og þetta er USA framleiðsla og linkurinn hér er á þetta
http://www.autohomeus.com/rooftop/overzone.php
Re: Allt er nú hægt á Jimny
Posted: 20.aug 2010, 13:36
frá gislisveri
Ég brosi ávallt hringinn þegar ég sit í Suzuki bifreið, sama hvort ég er einn eða við fjórða mann.
Það er góð tilfinning sem fylgir því að komast af með lítið og komast á leiðarenda fyrir lítið fé. En þetta hefur allt sína kosti og galla.
Re: Allt er nú hægt á Jimny
Posted: 21.aug 2010, 00:01
frá Einar
Þekki einn sem er með svefnaðstöðu efst í bílnum (ekki tjald á toppnum heldur í þakinu undir lyftanlegum toppi) og hann kvartar undan því hvað það sé leiðinlegt að sofa í bílnum í vindi. Ástæðan er stöðugt vagg og veltingur.