Allt er nú hægt á Jimny

User avatar

Höfundur þráðar
gunnarja
Innlegg: 26
Skráður: 02.maí 2010, 17:45
Fullt nafn: Gunnar Örn Jakobsson

Allt er nú hægt á Jimny

Postfrá gunnarja » 19.aug 2010, 17:40

Image
Sá þennan uppi á Hveravöllum og það sem meira var að þetta er diesel bíll með 1,5 lítra vél. Eigendurnir eru Ítalir sem búa á Sardiníu.
Image
Öllu var haganlega komið fyrir í bílnum hjá þeim, þ.e.a.s. allt plássið nýtt í botn.
Image



User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Allt er nú hægt á Jimny

Postfrá gislisveri » 19.aug 2010, 21:31

Skrambi gott, mér sýnist tjaldið vera stærra en bíllinn.


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Allt er nú hægt á Jimny

Postfrá juddi » 20.aug 2010, 07:47

Sardarnir eru seigir
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Allt er nú hægt á Jimny

Postfrá hobo » 20.aug 2010, 08:00

Bíllinn hlítur að vera á mörkum burðargetu sinnar með allt þetta dót..


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Allt er nú hægt á Jimny

Postfrá Izan » 20.aug 2010, 09:37

Kannski ekki hissa að þeir komi frá Sardínu. Skipulagið inní bíl er flott en ég myndi ekki nenna að ferðast svona um Ísland á fjallvegunum eins og þeir eru. Samt hef ég grun um að þessar Sardínur hafi verið brosandi út að eyrum allan tímann sem þeir vörðu á íslenzku hálendi.

Kv Jón Garðar.

P.s. þetta er fólkið sem er að rétta við þjóðarskútuna, eitthvað sem fólk ætti að hugsa um áður en þeir bölva útlendingum.

User avatar

Höfundur þráðar
gunnarja
Innlegg: 26
Skráður: 02.maí 2010, 17:45
Fullt nafn: Gunnar Örn Jakobsson

Re: Allt er nú hægt á Jimny

Postfrá gunnarja » 20.aug 2010, 12:21

Image
Tjaldið sem þau voru með var ansi sterklegt og örugglega fínt fyrir íslenkar aðstæður. Googlaði þetta og þetta er USA framleiðsla og linkurinn hér er á þetta http://www.autohomeus.com/rooftop/overzone.php

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Allt er nú hægt á Jimny

Postfrá gislisveri » 20.aug 2010, 13:36

Ég brosi ávallt hringinn þegar ég sit í Suzuki bifreið, sama hvort ég er einn eða við fjórða mann.
Það er góð tilfinning sem fylgir því að komast af með lítið og komast á leiðarenda fyrir lítið fé. En þetta hefur allt sína kosti og galla.

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Allt er nú hægt á Jimny

Postfrá Einar » 21.aug 2010, 00:01

Þekki einn sem er með svefnaðstöðu efst í bílnum (ekki tjald á toppnum heldur í þakinu undir lyftanlegum toppi) og hann kvartar undan því hvað það sé leiðinlegt að sofa í bílnum í vindi. Ástæðan er stöðugt vagg og veltingur.


Til baka á “Suzuki”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir