Síða 1 af 2
Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 05.feb 2010, 00:28
frá Ingi
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 05.feb 2010, 10:10
frá EinarR
Þettar er uper!! hvernær reykniði með að hann verði til búinn?
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 05.feb 2010, 10:18
frá gislisveri
Öfund x6
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 05.feb 2010, 10:18
frá Jens Líndal
Það er alltaf gaman af svona breitingum, Hvaða vélbúnað ættlið þið að hafa í súkkuni?? Og mér fynnst fremri hásingin snilld. Áttu myndir af samsetningunni??
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 05.feb 2010, 10:38
frá ofursuzuki
Djö.... líst mér vel á þetta, ef þetta virkar fínt hjá ykkur þá veit maður hvað á að gera næst við eitt stykki svartan Sukku pickup, bara flott og bíð spenntur eftir að sjá þetta klárað og komið í gagnið.
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 05.feb 2010, 12:48
frá Ingi
EinarR wrote:Þettar er uper!! hvernær reykniði með að hann verði til búinn?
Við ætlum að reina að klára hana næstu sumar og fara með hana í skoðun, þá verður vonandi hægt að prófa þetta almennilega í snjónum næsta vetur
Jens Líndal wrote:Það er alltaf gaman af svona breitingum, Hvaða vélbúnað ættlið þið að hafa í súkkuni?? Og mér fynnst fremri hásingin snilld. Áttu myndir af samsetningunni??
Ég veit ekki með hvaða vél við setjum í hana það er mjög þreittur 1300 mótor í henni núna en ég veit um 1600 mótor sem við ætlum að reina að fá og hafa í til að byrja með.
En ég er ekki viss um að ég eigi myndir af samsetninguni á hásinguni þetta er í raunini bara ein hásing og köggull úr annari sem er búið að fræsa allt innanúr nema pinjonin, þau koma svo bara aftaná kambinn í hinum kögglinum
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 05.feb 2010, 13:32
frá stebbi1
Það var nú meininginn að reyna mynda sem mest, en það virðist hafa gleymmst :D
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 05.feb 2010, 14:05
frá Einar
Ég er að reyna að ímynda mér hvernig þetta virkar og einhvern vegin finnst mér að aftara skaftið muni snúast í öfuga átt, er það vitleysa hjá mér?
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 05.feb 2010, 14:24
frá gislisveri
Aftari hásingin er á hvolfi :)
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 05.feb 2010, 19:49
frá Kiddi
Já ég var eitthvað að velta þessu fyrir mér þegar ég sá fyrst myndir af þessu en hætti því fljótlega þar sem ég gerði nú bara ráð fyrir því að þetta virkaði fyrst menn væru komnir svona langt með smíðina :)
Það er samt annað sem ég fór að velta fyrir mér núna og það er hvernig í ósköpunum eigi að stilla pinjóninn sem búið er að bæta við þannig að hann grípi rétt á kambinn???
Það er samt alltaf gaman að því að sjá menn fara ótroðnar slóðir og prófa eitthvað nýtt.
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 05.feb 2010, 23:57
frá Ingi
við skárum lokið aftan af hásinguni og bjuggum okkur til hring til að sjóða þar sem lokið var, boruðum hann og snittuðum til að geta boltað köggulinn í hann, skrúfuðum hann á köggulinn og settum hann í háisnguna þannig að kamburinn væri innan í pinjoninu, púntuðum hringinn á einum stað og skrúfuðum köggulinn úr til að sjá hvernig pinjonið tæki á kambinum slípuðum síðan bara púntinn upp og snérum þessu þangað til við vorum ánægðir hitt var svo bara stilt eins og á venjulegri hásingu
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 06.feb 2010, 01:43
frá Fordinn
þetta er snilld gaman að sjá menn sem gera bara hlutina!!!!
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 06.feb 2010, 17:18
frá arni_86
þetta er bara snilld!
hafið þið einhverja hugmynd hvad þetta mun vigta?
getur allavegna ýmidað sér ad þetta rótvirki í snjó
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 06.feb 2010, 19:32
frá Karvel
eintóm snild
get soldið hlegið af hvernig þið hífðuð boddýinu af.
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 06.feb 2010, 19:42
frá stebbi1
Nalinn alveg klárlega að redda þessu þar :D
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 07.jan 2011, 03:02
frá birgthor
Hvað er að frétta hér???
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 07.jan 2011, 14:39
frá arni_86
Thetta er tæra snilldin hjà ykkur!
Hvad à svo ad fara i stòr dekk?
Hvernig mòtor à ad fara i hann?
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 07.jan 2011, 18:58
frá birgthor
Ég er búinn að stara mikið á mið hásinguna og ég bara næ ekki alveg hvernig þið gerið þetta.
Ef pinnjóninn frá millikassa snýst réttsælis ef horft er aftan á bílinn, þá ætti kamburinn að snúast aftur á bak. Og þá hefði ég haldið að aftari pinjóninn ætti að snúast rangsælis.
Ég las einhverstaðar þarna að aftasta hásingin snéri öfugt, ef það er rétt er þá ekki öfugt átak á pinjón og kamb?
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 08.jan 2011, 10:18
frá Óskar - Einfari
Kúl... klárlega eitthvað sem drífur....
Það verðu fjör ef það brotnar eitthvað í drifinu í miðjuhásingunni....
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 08.jan 2011, 10:56
frá jeepcj7
Ef drifið í miðjunni klikkar þá þarf bara færa aftasta drifið fram um eitt rör og hífa í búkkann truckers style. :o)
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 08.jan 2011, 13:06
frá ellisnorra
Eigum við ekki að gera ráð fyrir því að þegar þeir eru að draga bílinn til og frá að þessir flottu smiðir hafi ekki horft á pinjónana og séð að þeir snúast eins? Ingi?
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 08.jan 2011, 13:49
frá birgthor
Það neflilega það sem er að pirra mig að mér finnst þetta ekki eiga virka en ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta geri það first þeir hafa gert þetta.
En ég get alveg samþykkt að þetta virki ef aftasta hásingin er á hvolfi en þá hefði ég haldið að það væri vitlaust átak á pinjón og kamp, þ.e. hún væri alltaf að bakka þegar hinar fara áfram.
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 08.jan 2011, 14:39
frá ellisnorra
birgthor wrote:Það neflilega það sem er að pirra mig að mér finnst þetta ekki eiga virka en ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta geri það first þeir hafa gert þetta.
En ég get alveg samþykkt að þetta virki ef aftasta hásingin er á hvolfi en þá hefði ég haldið að það væri vitlaust átak á pinjón og kamp, þ.e. hún væri alltaf að bakka þegar hinar fara áfram.
Og smurningsleysi á pinjónslegu þar sem olíugöngin vantar núna neðan á hásinguna
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 08.jan 2011, 14:52
frá ofursuzuki
Það er ekkert nýtt undir sólinni, Renault smíðaði árið 1925 sexhjóla bíl sem nota átti til að verða fyrstir til að
aka á bíl yfir Saharaeyðimörkina. Sú smíði svipar mjög til þess sem hér er verið að gera.



Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 08.jan 2011, 15:38
frá Ingi
sælir
þegar við vorum að byrja að smíða þetta þá var mikið rætt og spáð og vesenast um hvernig ætti að koma afli í öftusti hásinguna og ein hugmyndin var sú að snúa mið hásinguni öfugt þannig að pinjonin vísuðu aftur og setja svo millikassa á milli hásingana sem tengdist svo inn á orginal millikassann.
Það mundi líta einhvernveginn svona út.

En svo var ég eitthvað að skoða á netinu og rakst þá á síðu þar sem var verið að breita landrover og þar gerðu þeir þetta eins og við gerðum þetta snéru aftasta drifköglinum og settu annað pinjon inn á miðhásinguna
þar sem að við eigum eitthvað grams af háingum þá ákváðum við að prófa þetta
þetta endar þá ekkert öðruvísi en að þetta brotnar og verður þá skipt út fyrir upphaflegu hugmyndina
en eins og birgthor sagði þá er öfugt átak á öftustu hásinguni en ég hef ekkert stórar áhyggjur af því ég hef meiri áhyggjur af því að kamburinn á miðhásinguni þoli ekki að flytja aflið í gegnum sig og brotni en ég meina maður veit ekki nema að prófa
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 08.jan 2011, 15:55
frá hobo
En hver er staðan á þessu núna, fáum við myndir?
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 08.jan 2011, 16:34
frá Stebbi
Ingi wrote:en eins og birgthor sagði þá er öfugt átak á öftustu hásinguni en ég hef ekkert stórar áhyggjur af því ég hef meiri áhyggjur af því að kamburinn á miðhásinguni þoli ekki að flytja aflið í gegnum sig og brotni en ég meina maður veit ekki nema að prófa
Miðað við hugmyndir um 1600cc vél þá væri ég ekki að hafa stórar áhyggjur af því að snúa eitthvað í sundur, ef eitthvað er þá ætti átakið á nýja pinioninum að vinna á móti toginu sem vill snúa kamb og pinion frá hvor öðru og auka það tog sem carrierinn þolir þangað til að það fer tönn.
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 09.jan 2011, 00:45
frá birgthor
Já okey, þá er ég orðinn sáttur. Ég bara skildi ekki hvernig ég gæti verið að hugsa þetta vitlaust.
En ég er ekki að reyna vera leiðinlegur, ég bara er svona ;) Ef þið gerið þetta með auka millikassa fáið þið ekki samt vitlaust átak á miðhásinguna þannig? Þ.e.a.s. mun hún ekki snúa dekkjunum á móti hinum hásingunum?
Kv. Birgir
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 09.jan 2011, 01:00
frá Stebbi
birgthor wrote:Já okey, þá er ég orðinn sáttur. Ég bara skildi ekki hvernig ég gæti verið að hugsa þetta vitlaust.
En ég er ekki að reyna vera leiðinlegur, ég bara er svona ;) Ef þið gerið þetta með auka millikassa fáið þið ekki samt vitlaust átak á miðhásinguna þannig? Þ.e.a.s. mun hún ekki snúa dekkjunum á móti hinum hásingunum?
Kv. Birgir
Því er reddað með því að snúa drifinu í miðhásinguni. Ein útfærslan enn er að smíða aukamillikassann framaná miðhásinguna og taka úrtakið fyrir öftustu yfir miðhásinguna með tvöföldum lið í þá öftustu. Mig minnir að Icecool sé smíðaður þannig.
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 09.jan 2011, 09:35
frá ofursuzuki

Það lítur þá svona út er það ekki? Virðist vera einfaldasta lausnin. Þarna er að vísu ekki notaður tvöfaldur liður.
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 09.jan 2011, 12:53
frá Ingi
hobo wrote:En hver er staðan á þessu núna, fáum við myndir?
það hefur nú ekki gerst mikið í þessum undanfarið kláruðum að setja dempara, samsláttarpúða og koma bremsum á allar hásingarnar og næsta skref er að klára að smíða drifsköptin og fara út að prófa áður en pallurinn verður sníddur á svona ef það þyrfti að breita þessu
en þetta með millikassann á milli hásingana þá mundi ég ekki snúa kögglinum í miðhásinguni heldur nota bara framdrifsköggul
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 09.jan 2011, 13:14
frá birgthor
Já glæsilegt þá er ég komin á sama level og skil þessar framkvæmdir ;) mér lýst eiginlega best á að vera með tvö millikassa, þá getið þið verið bara að nota eitt drif í akstri á malbiki. Ætti að vera minni mótstaða.
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 09.jan 2011, 14:07
frá Stebbi

Þetta lítur meira út eins og einfaldur keðjukassi, ef þú notar millikassa þá geturðu kúplað út annari hásinguni með því að taka úr framdrifinu á afari kassanum.
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 09.jan 2011, 14:24
frá Kiddi
og ef notaður er millikassi með sídrifi eins og t.d. NP-203 er hægt að hafa báðar hásingar tengdar og ólæst á milli þeirra eða læst eftir hentugleika. Ef það er bara keðja á milli þá er alltaf þvingun!
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 12.jan 2011, 23:17
frá stebbi1
Einn af ókostunum við anann millikassa þegar þetta var í smíðum var stærðinn á millikössunum sem voru í boði. við vorum með þenann fína millikassa úr súkku, en til að geta boltað hann í grindina eða beinnt framann á miðhásinguna þarf hlutfallið í honum að vera 1/1. en það er það ekki í súkku millikassa.
Næsta sem við höfðum á milli handana var kassi úr nissan, en hann var orðinn svo stór að til að koma honum fyrir var nú bara næstm því ekki hægt að hafa pall á bílnum.
þannnig að hugmyndir að litlum millikössum með hlutfallið 1/1 í háa eru vel þegnar.
Annars eru menn svona nokkuð slakir yfir þessu enda bíllinn vistaður í öðrum landshluta, en stefnann er tekinn á að ná að prufa hann um páskana, og ná þá að brjóta það sem brotnar, og að sjálfsögðu munum við reyna muna taka myndir.
Kv: Stefán
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 13.jan 2011, 11:31
frá juddi
Jimny kassi er bæð til 1:1 og 1:1,3
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 13.jan 2011, 12:02
frá birgthor
Þetta þarf náttúrulega ekkert endilega að vera kassi, bara nóg að hafa keðjudrif eins og ein myndin sýndi. Þá er reyndar ekki hægt að kippa annari hásinguni úr sambandi. En þið væruð þá með mismunadrif virkt í báðum hásingum.
Er ekki hægt að fá einhverstaðar svona keðjudrif, í vinnuvélum eða eitthvað?
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 13.jan 2011, 15:11
frá Startarinn
Ingi wrote:Við vorum ekki alveg vissir um hvernig væri best að koma aflinu í öftustu hásinguna og vorum búnir að skoða margar útfærslur en langaði ekki að gera þetta eins og allir hinir þannig að í tilraunaskyni sameinuðum við tvær hásingar í eina og þetta var útkoman

Ég er búinn að horfa mikið á þessa úrfærslu, hvernig í ósköpunum stilltuð þið kambinn og pinjónið saman á aftara kögglinum??
Það er enginn smá grís ef þið hafið hitt á rétta stillingu á kambinum fyrir bæði pinjónin
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 13.jan 2011, 16:40
frá Ingi
sko málið er að annað drifið er notla stilt inn venjulega en að stilla hitt pinjonið er aðeins erfiðara en við smíðuðum hring til að sjóða aftan á hásingarröri til að hægt væri að bolta aftari köggulinn á
allavega þá skrúfuðum við köggulinn á hringinn og lögðum hann svo við og púntuðum og tókum í sundur til að sjá hvar hann væri að taka og slípuðum svo upp púntana og snerum þessu aðeins og púntuðum aftur og þannig gekk þetta þangað til að við vorum ornir sáttir við þetta
Re: Suzuki samurai 1988 6x6
Posted: 14.jan 2011, 17:22
frá Startarinn
Það verður spennandi að sjá hvernig þetta gengur, endilega látið vita hvernig þetta reynist, það er óþarfi að finna hjólið upp tvisvar