Síða 2 af 2

Re: Solla græna

Posted: 21.feb 2010, 21:29
frá hobo
Maðurinn er greinilega á fullu í skúrnum að klára bílinn, rétt ókominn heim úr geðveikri jeppaferð á nýju Sollu eða upptekinn í einhverju sem okkur kemur ekkert við :)

Re: Solla græna

Posted: 21.feb 2010, 22:35
frá gislisveri
Gísli: Ég sé lítinn ávinning í að nota 1800, minna af þeim en 1600 og ekki mikið aflmeiri. Svo er annað mál að allt sem er undir 2000cc er vonlaust með sjálfskiptingu að mínu mati ( og reyndar flest undir 4000cc í stærri bílum, en kemur málinu ekki við).

Oggi: Var einmitt að hugsa um eitthvað gamalt Toy-dót úr afturdrifnum, en án þess að kanna það frekar held ég að það sé bara of lítið framboð.

Einar: Einu sinni var ég djúpt hugsi yfir Benz og BMW mótorum (4cyl) en minnir að það hafi strandað á þyngdinni, er þó ekki með neinar tölur á hreinu núna. Athyglisverð pæling samt.

Hobo: Nei, hef ekki séð hann þennan, en fagur er hann! Hins vegar veit ég að fleiri en einn hafa haldið Sollu Wrangler. Einn missti andlitið þegar hann spurði mig um vélarstærðina: SETTIRÐU 1300 VÉL Í WRANGLER???

Haffi: Það er ástæðulaust að taka myndir af honum fyrr en í notkun (í túr) en alvöru jeppi er að sjálfsögðu aldrei fullgerður. Vonandi verður til myndefni á næstunni.

Hobo: Ég er nú bara á fullu við í skólanum og að sinna krílunum mínum :) Vildi að það væri meiri tími fyrir skúrinn, en það kemur alltaf meiri tími.

Re: Solla græna

Posted: 02.nóv 2010, 23:03
frá gislisveri
Fyrir þá sem beðið hafa með öndina í hálsinum eftir fréttum af Sollu:

2.0l Grand Vitara mótor er kominn ofaní, en flest annað sem því fylgir er óklárað. Þarf t.d. að breyta grindinni til að koma púströrinu niðurúr og svo er allt rafmagnið eftir, en það verður ekki stórmál.

Auk þess bíða 4stk Fox lofttjakkar eftir því að taka sér stöðu um borð í Sollu. Því fylgir eðlilega stífusmíði sem er svo gott sem tilbúin á teiknborðinu.

Vantar bara tíma. Eða einhvern völundarsmið sem rukkar sama og ekkert.

Smá sýnishorn, höfundur er Magnús Blöndahl hjá verkfræðistofunni Vélvit.
samurai 7.JPG

Re: Solla græna

Posted: 03.nóv 2010, 08:43
frá Polarbear
mér finnst þetta þverstýfusystem aaaaaafar áhugavert.. geturðu komið með fleiri "sjónarhorn" á grindina?

Re: Solla græna

Posted: 03.nóv 2010, 18:17
frá jeepson
Flott hjá þér nafni :)

Re: Solla græna

Posted: 03.nóv 2010, 20:33
frá nobrks
Þetta lýtur fjandi vel út hjá þér´Gísli, verða ekki ballancestangir í Sollu?

Hérna er ágætis grein um svona fjöðrunarbúnað;
http://www.4wheeloffroad.com/techarticl ... index.html

Re: Solla græna

Posted: 03.nóv 2010, 22:09
frá rockybaby
Sæll gísli ! Líst vel á þessa útfærslu á fjöðrunarbúnaði.Ein spurning hver verðmiðinn á svona foxdempurum ?

Re: Solla græna

Posted: 04.nóv 2010, 10:06
frá gislisveri
Kristján: Jú, þetta er vonlaust nema með ballansstöng, vonandi nóg að hafa bara eina.

Ég kom með þetta sjálfur frá USA og slapp við að borga af því, annars hefði það verið blóðugt, þ.e.a.s. flutningur og gjöld hefðu sjálfsagt tvöfaldað verðið. Ætli þeir hafi ekki kostað tæpa 900USD með innanlandssendingu. Ég er ekki viss um að góðir Koni demparar séu svo billegir hérna heima og þá þarf ennþá eitthvað til að lyfta bílnum.
2.0 tommu tjakkarnir ráða líklega ekkert við þyngri bíla en súkkuna, svo í stærri bíla þyrfti 2.5" sem er eitthvað dýrara.

Stífusystemið að aftan var bara hugmynd til að reyna að fá fram fyrirferðarminni A-stífu, en það er ekkert víst að þetta sé neitt sniðugra. Mér finnst skástífur ljótar og leiðinlegar og vil ekki að hásingin færist til hliðanna. Helst vildi ég hafa A-stífu að framan líka og er með ákveðna hugmynd um hvernig hægt sé að gera það, án þess að bíllinn beygji við fjöðrun.

Re: Solla græna

Posted: 04.nóv 2010, 10:31
frá Stjáni Blái
Hvað eru þetta slaglangir demparar hjá þér Gísli ?
Hvaðan keyptiru þá ?

Re: Solla græna

Posted: 04.nóv 2010, 10:49
frá gislisveri
16 þumlungar, hjá downsouthmotorsport.com, sá náungi hefur græjað í margan torfærubílinn hérna heima skilst mér. Ágætismaður.

Re: Solla græna

Posted: 04.nóv 2010, 11:33
frá Stjáni Blái
Það er enginn smáræðis lengd ! Kemur þetta ekki til með að standa langt uppúr húddinu á græjuni ?
Er stefnan sett á 38" dekk ?
Á að nota einhvað annað en Suzuki hásingar undir hann ?

Re: Solla græna

Posted: 04.nóv 2010, 20:27
frá gislisveri
Líklega fara þeir ekki upp úr húddinu, en í gegnum hjólskálarnar að aftan (og inn í bíl).
Ég ætla að prófa 37" dekk og súkkuhásingar, sjá hvað það þolir þetta lengi.
Ég var alveg búinn að afskrifa súkkuhásingar í byrjun en fór svo að rifja upp alla gömlu foxana sem voru margir á 36" börðum og með sæmilegar Vollavélar, sjálfsagt ekkert kraftminni en mín þegar blöndungsskömmin var til friðs.
M.v. flotið sem ég hafði á 33" dekkjum held ég að 37" sé jafnvel óþarfi, reikna ekki með að bíllinn þyngist um meira en 100kg.

Re: Solla græna

Posted: 18.jan 2011, 15:53
frá juddi
vigtaðir þú báða mótorana uppá þyngdar aukningu ? er nefnilega að spá í vélarskiptum í Jimny

Re: Solla græna

Posted: 18.jan 2011, 22:36
frá Þorsteinn
það verður svakalegt að sjá þetta víxlfjaðra í botn með þessa slaglengd. held þeir séu nú ekki að nota nema 12" í torfærunni.

Re: Solla græna

Posted: 19.jan 2011, 13:16
frá jeepcj7
Þeir eru með allt að 18" í torfærunni.

Re: Solla græna

Posted: 22.feb 2011, 20:43
frá elfar94
flott þessi, getur passað að hún standi útá kársnesinu?

Re: Solla græna

Posted: 22.feb 2011, 23:56
frá gislisveri
elfar94 wrote:flott þessi, getur passað að hún standi útá kársnesinu?


Passar. En ætli ég verði ekki að færa hana núna svo hún verði ekki fyrir skemmdum undan ágangi æstra aðdáenda?

Re: Solla græna

Posted: 30.nóv 2011, 18:37
frá Sævar Örn
hvað er að fretta heðan gísli

Re: Solla græna

Posted: 30.nóv 2011, 18:50
frá gislisveri
Hef ekki tíma í þetta. Verð að finna mér eitthvað tilbúið.
Boddíið er til sölu ef einhver hefur áhuga, það er búið að skvera ryðið úr því mestallt fyrir ári eða svo.