Síða 1 af 1

Musso

Posted: 24.jan 2012, 09:09
frá johnnyt
Sælir

Langaði að forvitnast hvort að það væri einhver munur á Ssangyong Musso og Daewoo Musso ? þá er ég að spá í vél, drifbúnaði o.fl.

Re: Musso

Posted: 24.jan 2012, 19:40
frá streykir
Það hafa gengið einhverjar sögur um drif og búnað í Daewoo bílnum......
Menn halda því fram að í Ssangyong útgáfunni sé Dana hásingar en einhverjar replicur í Daewoo bílnum.
Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Re: Musso

Posted: 25.jan 2012, 12:49
frá johnnyt
Er það eini munurinn að það er replicu drifbúnaður í Daewoo bílunum ? anyone ?

Re: Musso

Posted: 25.jan 2012, 12:55
frá gaz69m
ég átti musso og þetta er nákvæmlega það sem ég fékk að heyra með drifbúnaðin að annað hefði verið orginal dana hitt verið replica

Re: Musso

Posted: 25.jan 2012, 14:01
frá Þorri
Ég á einn af hvoru báðir á dana 30 að framan og báðir á dana 44 að aftan yngri bíllinn 2000 árg (Daewoo) með om 662 motor sem er 2,9 turbo ættaður frá bens framleiddur í kóreu hann er með garret túrbínu nákvæmlega eins og er í Ssangyong musso sem kom orginal með turbínu. Eldri bíllinn 1996 árg (Ssangyong) er með om 602 sem kom ekki með túrbínu orginal en það var sett á hann sst túrbína þegar hann var nýr. Yngri bíllinn er svo með ástralska btra skiptingu 4 gíra og lockup 4gír er yfirgír en eldri er með bens skiptingu og þær eru ekki með yfirgír.
Kv. Þorri

Re: Musso

Posted: 25.jan 2012, 17:06
frá jeepcj7
Félagi minn var að rífa ónýtt framdrif úr ´99 musso það var dingdong drif allt öðruvísi og minna um sig en dana 30 drifið sem hann setti í staðinn,hann ss. skipti um alla" hásinguna" sú "hásing kom úr öðrum jafngömlum musso þannig að líklega er ekki mikil regla á því hvaða tegund af drifum eru í þessum vögnum bara það sem er við hendina í það skiptið.