Síða 1 af 1

Millikassavesen Mussó

Posted: 29.mar 2010, 12:12
frá HHafdal
Jæja nú er ég held ég búinn að útiloka allt með millikassann ég fæ ekki ljósin í mælaborðinu til að slokkna og þegar þau eru kveikt kemst mussoinn ekki í lága drifið ég er búinn að skifta um heila, skiftimótor ,sensorinn aftur úr millikassanum og búinn að yfirfara lúmmið frá kassa uppí heila og ekkert gerist er einhver snillingur þarna úti sem veit eitthvað eða lent í svipuðu
eru einhver relay sem eru tengd þessu skiftidæmi ég er að heyra eitthvert relay vera djöflast en það gerist bara á ferð þannig að ég næ ekki að finna út hvar það er er ekki nógu puttalangur til að ná í relay brettið eða of feitur :-)

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 30.mar 2010, 10:27
frá draugsii
ég á viðgerðarbækling á tölvutæku ef þú heldur að það hjálpi

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 31.mar 2010, 01:35
frá HHafdal
Takk fyrir það ég á einn svoleiðis sjálfur en hann segir lítið um þetta en gott væri að fá linkinn hjá þér ef það skyldi vera annar bæklingur en ég á.

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 31.mar 2010, 08:07
frá draugsii
ég get sent þetta í tölvupósti það eru í þessu rafmagnsteikkningar og eitthvað

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 31.mar 2010, 08:16
frá draugsii
Hérna er einhver teikning

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 31.mar 2010, 08:19
frá draugsii
Og hér er önnur

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 01.apr 2010, 09:46
frá HHafdal
Takk Draugsi en ég er með þennan sama manual í tölvunni hjá mér.
Ég reif þetta drasl í sundur í gær og þegar mótorinn hékk í þráðunum þá varð ljósasjóið í mælaborðinu eðlilegt
hvað er þetta að benda mér á útleiðslu í mótornum? hvernig mæli ég það?

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 28.apr 2010, 16:04
frá HHafdal
Jæja er búinn að leysa málið að ég held keypti bara varahlutabíl með þetta í lagi og ætla líka að hirða úr honum læsingarnar líka maður endar kannski á alvöru mussó hvað er mikið mál að fara úr 35 í 38 tommur?
Þannig að ég á einhverja parta ef ykkur vantar eitthvað dót . Kveðja Dóri 8669997

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 20.jún 2010, 09:33
frá HHafdal
Ekki leysti þetta vandamálið. Hefur einhver prufað að taka mótorinn í burtu og skifta handvirkt á milli drifa ég hef gert það en ekki í neinum átökum er að fara í töluverð átök með þunga kerru um helgina gott væri ef einhver hefur prufað þetta í átökum hvort hann hrökkvi úr drifi ef mótorinn heldur ekki við öxulinn sem kemur út úr millikassanum.
Kveðja Dóri .

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 20.jún 2010, 12:36
frá Stebbi
Skiptimótorinn heldur bílnum ekki í drifi heldur snýr hann öxlinum á réttan stað til að velja rétt drif. Það eru svo skörð og hök í öxlum og göfflum sem halda bílnum í drifi undir átaki.

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 20.jún 2010, 16:47
frá HHafdal
Þannig að hann ætti ekki að hrökkva úr drifi ég er smeykur við þetta ef hann myndi lenda einhverstaðar á milli drifa og kannski brjóta eitthvað. en þetta er einföld lausn bara skríða undir bílinn og færa handvirkt á milli(getur reyndar verið bæði blautt og skítugt)

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 13.feb 2011, 18:01
frá krissi200
HHafdal wrote:Jæja nú er ég held ég búinn að útiloka allt með millikassann ég fæ ekki ljósin í mælaborðinu til að slokkna og þegar þau eru kveikt kemst mussoinn ekki í lága drifið ég er búinn að skifta um heila, skiftimótor ,sensorinn aftur úr millikassanum og búinn að yfirfara lúmmið frá kassa uppí heila og ekkert gerist er einhver snillingur þarna úti sem veit eitthvað eða lent í svipuðu
eru einhver relay sem eru tengd þessu skiftidæmi ég er að heyra eitthvert relay vera djöflast en það gerist bara á ferð þannig að ég næ ekki að finna út hvar það er er ekki nógu puttalangur til að ná í relay brettið eða of feitur :-)


Sæll.
Ég var búinn að taka allt rafmagnið í bílnum hjá mér í gegn. En ljósið logaði ennþá.
Vandarmálið var tengið sjálft í sjálfsskiptunni og í millikassanum. Þarft að skipta um það... Það er meira en að segja það að skipta um það.....

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 13.feb 2011, 21:28
frá HHafdal
Sæll skiftirðu um báða helmingana á tengjunum?

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 13.feb 2011, 22:06
frá Stebbi
Ertu búin að athuga kúplinguna á framdrifinu? Getur ekki verið að hann sé ekki að ná að tengja framdrifið.

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 15.feb 2011, 17:38
frá krissi200
HHafdal wrote:Sæll skiftirðu um báða helmingana á tengjunum?

Já.

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 24.feb 2011, 17:21
frá ktor
Sæll Dóri
Það er víst relay vinstrameginn á innrabrettinu út við ljósið sem tengist þessu, sagði mér félagi sem var að slást við sama vandamál í Musso , hann er hjá Bíl-x í hveragerði.
Kveðja Stjáni

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 24.feb 2011, 20:18
frá HHafdal
takk skoða það

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 01.júl 2011, 00:05
frá hsh
Og hafa einhverjar aðgerðir skilað árangri? Sama vandamál í Musso hér og maður er bara eitt spurningamerki. Gaman væri að heyra hvort búið væri að komast fyrir þetta millikassavandamál.

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 26.des 2011, 15:10
frá stjani39
HHafdal wrote:Ekki leysti þetta vandamálið. Hefur einhver prufað að taka mótorinn í burtu og skifta handvirkt á milli drifa ég hef gert það en ekki í neinum átökum er að fara í töluverð átök með þunga kerru um helgina gott væri ef einhver hefur prufað þetta í átökum hvort hann hrökkvi úr drifi ef mótorinn heldur ekki við öxulinn sem kemur út úr millikassanum.
Kveðja Dóri .





ég hef gert það og það virkar alveg en ég var í svipuðum vandræðum og þú eftir miklar ransóknir þá kom í ljós að þó að ég mældi alla víra þá virkuðu þeir eðlilega en þegar ég reindi að álagsmæla þá þá fann ég bilunina vírar með bilaða einangrun og vírarnir spanskrænaðir í sundur mælast eðlilegir í ohm mælingu en flitja ekkert þú ert sennilega að glíma við þetta vandamál
svona víra er djöfullegt að finna ég skifti um öll tengi og setti manúal skiftirofa til vara beint á mótor og er krafturin fengin ú stubbakveikjaranum sett í samband ef millikassa tölvan skildi klikka.

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 16.maí 2013, 22:13
frá Jakob
Sælir

ég er í svipuðu basli með minn það er ekki hægt að færa á milli drifa nema drepa á honum þá er hægt að skipta á milli, er að verða frekar pirraður á þessu að þurfa alltaf að drepa á bilnum til að geta skipt getur einhver sagt mér hvað gæti verið að valda þessu er það þetta rely eða spansgræna ?

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 17.maí 2013, 00:19
frá Þorri
Ég var að glíma við nákvæmlega þetta vesen. Það lagaðist þegar ég skipti um millikassan þ.e. að ég get sett hann í lágadrifið með rofanum áður gat ég bara sett hann í framdrifið. Ljósin loga í mínum stanslaust og hafa gert það lengi bæði fyrir og eftir millikassaskipti.

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 17.maí 2013, 07:44
frá arni87
Þeir eiga það til að vera með allskyns vesen á millikassa og ljósum ef það kemur spansgræna á jörðina fyrir mótorinn.

minn var svona um daginn og þá var farið að spansa í jarðtenginu.

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 17.maí 2013, 07:59
frá sukkaturbo
Sælir félagar var með svipað bras í Ford Exsplorer og Bronco ll. Henti þess rafdóti úr og setti stöng upp úr gólfinu. Er það ekki möguleiki í Musso, ég spyr þar sem ég þekki ekki Mussoinn. kveðja guðni

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 19.maí 2013, 02:51
frá Jakob
sælir

Veit einhver hvaða millikassar með staung ekki rafmagni passa í musso bilana ?

Re: Millikassavesen Mussó

Posted: 06.júl 2013, 18:45
frá rammur
Hilmar geturu sent mér viðgerðabæklinginn í pósti tntsar@visir.is

kv.Tony