Síða 1 af 1

Gasolíudæla Musso

Posted: 18.mar 2010, 11:00
frá HHafdal
Sælir vantar upplýsingar um handælu ég var að skifta um hráolíusíur á 2.9 td musso og fann hvergi handdælu er kannski enginn dæla ég fyllti bara síuna og startaði smá og græjan fór í gang en mér finnst óþægilegt að vita þetta ekki er einhver sem veit betur.

Re: Gasolíudæla Musso

Posted: 18.mar 2010, 12:25
frá gislisveri
Ég held að eina dælan sé í olíuverkinu.

Re: Gasolíudæla Musso

Posted: 18.mar 2010, 12:29
frá arni87
Ég fann enga dælu þegar ég gerði dauðaleit í húddinu hjá mér á 2,9 tdi
Set bara olíu í síuna og starta.

Re: Gasolíudæla Musso

Posted: 18.mar 2010, 14:47
frá HHafdal
Jæja það er gott að ég skuli ekki vera orðin blindur en það er þá vissara að hafa rafgeyminn í lagi ef maður verður olíulaus eða skiftir um síu í frosti ;-) eitt enn mig grunar að skynjarinn við millikassann sé ónýtur það liggur einn þráður inn í kassann
hvernig losar maður hann er þetta mikið rifrildi.Ég er í vandræðum með að koma bílnum í lágadrifið og ef að hann dettur í það
er bara hending hvenær hann fer úr því aftur þetta gerist bara þegar bæði ljósin loga í mælaborðinu ég er búinn að prufa annann mótor og heila það er bara skynjarinn eftir og rofinn sjálfur hefur einhver lent í þessu?
Kveðja Dóri.

Re: Gasolíudæla Musso

Posted: 14.jún 2010, 21:24
frá krissi200
Sæll.
Þetta er víst þekkt vantarmál hjá Musso. Ertu búinn að laga þetta?
Ég er vandræðum sjálfur. Bæði ljósinn loga stundum, ef þú loga ekki kem honum bara í hádrifið en ekki láa. Hefuru einhverja skýringu á þessu? kv. Kristófer K kristoferkk@gmail.com

Re: Gasolíudæla Musso

Posted: 15.jún 2010, 00:43
frá HHafdal
Sæll nei ég er ekki búinn að fá þetta í lag ansi hvimleitt ég er búinn að skifta um skynjarann við millikassann rofan í mælaborðinu og sjálfan skiftimótorinn þetta kom allt úr bíl sem var með þetta í lagi svo er ég búinn að taka rafmagnþ.ræðina alla frá tölvu og niður í kassa og einangra þá já og skifta út tölvunni undir sætinu og ekkert breytist mér var reyndar að detta í hug hvort það geti verið að ég þurfi að setja nýa pakkningu á milli skiftimótors og millikassa gæti verið að skiftimótorinn sé að taka falska jörð þar eða útleiðsla. 'eg keyrði reyndar bílinn í töluverðan tíma í vetur án þess að vera með skiftimótorinn á kassanaum og skifti bara á milli drifa með því að skríða undir með skiftilykil og snúa tittinum bölvað ólán en getur reddað manni vildi að ég hefði fattað þetta þegar é þurfti að keyra 50 km í lága drifinu;-( ég skal láta vita þegar ég er búinn að pakka mótorinn ef það hefur eitthvað að segja og svo eru öll góð ráð velþeginn Þetta er eini stórgallinn við annars ágæta bíla.
Kveðja Dóri