vesen með olíuþrýsting


Höfundur þráðar
Lagar
Innlegg: 4
Skráður: 27.apr 2011, 18:52
Fullt nafn: Einar Már Haraldsson

vesen með olíuþrýsting

Postfrá Lagar » 02.júl 2011, 16:43

Góðann daginn, ég er með það vandamál í dísel Mussonum mínum árgerð 97 að þegar að fer að lækka í olíutankinum, svona um það bil fyrir neðan 1/3 þá fer bíllinn að hiksta og hökta, og missir kraft. Það er allt í lagi með hann þegar að ég er nýbúinn að fylla á hann, t.d. heldur 90km hraða upp Víkurskarðið eins og ekkert sé, en svo þegar að hann fer að lækka þá getur verið erfitt að halda honum í gangi á þjóðvegahraða á sléttum vegi og stundum hóstar hann þessu ekki úr sér fyrr en hann er dottinn niður fyrir 40km/klst, og þá er hann hikstandi og alls ekki sannfærandi.

Ég er búinn að gera allt þetta hefðbundna við hann, skipta um síur og svona, en það hjálpaði ekkert. Það eina sem hjálpar mér er að hafa fullan tank. Er eitthvað sem ég get gert eða þarf ég að taka tankinn undan og láta gera við eitthvað?

Eða er eitthvað annað að gerast sem ég veit ekki af?



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: vesen með olíuþrýsting

Postfrá jeepcj7 » 02.júl 2011, 19:29

Félagi minn var með svona vandamál í sínum musso og var vandamálið auðleist.Það er plasttankur í þeim og hann hefur tekið niður á honum einhver tímann og beygt pickup rörið ofan í tankinn,hann rétti bara úr því aftur og allt í himnalagi á eftir.
Það er hægt að komast í þetta ofanfrá í gegn um lok í gólfinu undir aftursætinu v.megin.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
Lagar
Innlegg: 4
Skráður: 27.apr 2011, 18:52
Fullt nafn: Einar Már Haraldsson

Re: vesen með olíuþrýsting

Postfrá Lagar » 05.júl 2011, 00:13

Takk fyrir svarið, þú varst ekki langt frá því að vera með rétt svar um það sem væri að. Ég opnaði lokið undir sætinu, og þar blasti vandamálið við, rörið uppúr tankinum var einfaldlega ryðgað í gegn og gott gat á því, og var ekki gaman að þrífa það allt saman, blöndu af dísel, ryði og drullu sem var þykkt og fast og ógeðslegt. Retúr rörið var í mjög svipuðu ástandi þótt að það hafi ekki verið eins stórt gat( en gat þó) á því.

Ég er þegar búinn að skipta um allt stykkið, rörin voru ekki beygluð ofan í tankinum, en það hinsvegar vantaði grófsíuna neðst á rörinu upp úr honum, ég geri ráð fyrir að það sé einhversstaðar á botninum, það var stútfullur tankur á honum þegar að ég opnaði hann og ekkert sást í síuna.

Nú er bara að keyra bílinn og klára af tankinum, og sjá til hvort að þetta hafi ekki leyst þetta vandamál alveg. Ég læt vita þegar að ég er búinn að keyra hann meira eftir þetta.


kalliguðna
Innlegg: 87
Skráður: 08.des 2010, 12:52
Fullt nafn: guðmundur karl guðnason

Re: vesen með olíuþrýsting

Postfrá kalliguðna » 06.júl 2011, 18:59

Hann er lunkinn kallinn á röndótta jeppinum :)

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: vesen með olíuþrýsting

Postfrá jeepcj7 » 07.júl 2011, 02:45

Þetta er einmitt það sem var að næsta musso hjá honum en lýsti sér þannig að hann gekk fínt í hægagang og rólegheitum og svo steindó á kvikindinu þegar var búið að aka í ca.3-5 mínútur á fullri ferð.
Kalli hvernig er sanginn annars?
Heilagur Henry rúlar öllu.


kalliguðna
Innlegg: 87
Skráður: 08.des 2010, 12:52
Fullt nafn: guðmundur karl guðnason

Re: vesen með olíuþrýsting

Postfrá kalliguðna » 26.júl 2011, 17:03

úps , er greinilega ekki oft á síðunni en ssanginn er bara mjög fínn þó hann mætti hafa örfá hross í viðbót nú og svo er hann komin á þessi fínu dekk :) en hvernig er það Hrollur sem allt veist er ekki hægt að setja í kvikindið eins og eina túrbínu með kælir??? hann myndi kannski deyja strax ??
kv:kalli á grútarbrennaranum


Til baka á “SsangYong-Daewoo”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir