Breytting úr 35'' - 38''

User avatar

Höfundur þráðar
krissi200
Innlegg: 160
Skráður: 28.feb 2010, 18:04
Fullt nafn: Kristófer Karlsson

Breytting úr 35'' - 38''

Postfrá krissi200 » 20.mar 2011, 00:36

Nú er komið að því, ég ætla að breyta bílnum úr 35'' í 38'', hann er hækkaður um 5cm á grind nú þegar.
Síðan má þessi breytting ekki kosta of mikið, ætli ódýrasta lausninn sé ekki að lengja í brettaköntum og skera úr? Ætli það dugi? Einhver sem getur hjálpað mér þetta ? Þetta er SSangyoung Musso.
Síðast breytt af krissi200 þann 20.mar 2011, 12:55, breytt 1 sinni samtals.




KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: Breytting úr 35'' - 38''

Postfrá KÁRIMAGG » 20.mar 2011, 03:43

Í allra fyrsta lagi HVAÐA BÍL ERTU AÐ TALA UM ??????????

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Breytting úr 35'' - 38''

Postfrá hobo » 20.mar 2011, 10:30

Gæti það verið musso?

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Breytting úr 35'' - 38''

Postfrá ellisnorra » 20.mar 2011, 11:18

Svona ofhugsaðir og jafnframt vanskrifaðir póstar eru alltaf skemmtilegir, kemur oft fyrir mig þegar ég er að segja frá einhverju sem ég er að plana og minnir mig á skemmtilegan brandara um þunglyndissjúkling sem var á ferðalagi.

Þunglyndissjúklingurinn var á akstri einhverstaðar á fáförnum sveitavegi í óvenju góðu skapi þegar dekk springur hjá honum. Það þyrmir yfir hjá honum, hann grefur upp varadekkið í skottinu, felgujárnið en engan tjakk finnur hann. Hann horfir í kringum sig, sér í talsverðum fjarska sveitabæ og leggur af stað fótgangandi til að fala tjakk hjá bónda. Hann hugsar málið í marga hringi á leiðinni, fær gífurlegan kvíða því þunglyndum finnst þeir hvergi vera velkomnir og alltaf vera fyrir. Hann heldur þó áfram röltinu þótt hann sé í virkilegu uppnámi og líði mjög illa, eina leiðin sé að fá tjakk hjá bónda. Þegar hann nær að berja að dyrum og bóndi kemur til dyra þá gargar þunglyndissjúklingurinn uppfyrir sig, "HIRTU BARA ÞENNAN HELVÍTIS TJAKK SJÁLFUR!!"

Við skiljum ekki alltaf hvað aðrir eru að hugsa :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

hringir
Innlegg: 77
Skráður: 14.mar 2010, 22:17
Fullt nafn: Ingi Ragnarsson

Re: Breytting úr 35'' - 38''

Postfrá hringir » 20.mar 2011, 11:28

Ég hef nú ekki breitt þessu sjálfur, en þér er velkomið að kíkja á minn og skoða til að fá hugmyndir.

kv
Ingi
8661735
__________________________________________________
Musso 2000 árg, 2,9 38"


hfreyr
Innlegg: 122
Skráður: 18.nóv 2010, 18:32
Fullt nafn: Heiðar Freyr Steinunnarson

Re: Breytting úr 35'' - 38''

Postfrá hfreyr » 20.mar 2011, 12:33

Sæll er sjálfur að hækka minn upp og ef verið að leita af upplýsingum á netinu þetta er eitt af því sem ég fann skrifað hjá morgun blaðinu:


Afturhásingin var færð aftur um tólf sentimetra með því að færa bita sem gormafestingar, demparafestingar og skástífa er fest á. Stífurnar voru lengdar um samsvarandi lengd. Ekkert þurfti að klippa úr afturbrettunum framanverðum en klippt var úr þeim aftanverðum. Hjólaskálin er það stór að ekkert þurfti að klippa inn í sjálfan bílinn, eins og algengt er að þurfi að gera á öðrum bílum. Með því að færa afturhásinguna aftur um tólf sentimetra verður bíllinn betri í torfærum og snjó og stöðugri. Notaðar voru innvíðar felgur þannig að hægt er að nota sömu brettakantana fyrir 35 og 38 tommur sem hefur í för með sér mikinn hönnunarsparnað.

Yfirbygging hækkuð um 10 cm

Smíðaðir voru brettakantar á bílinn að framan og aftan og reynt var að hafa útlitið í samræmi við upphaflegt útlit bílsins. Afturbrettakantarnir koma ekki inn á afturhurðina eins og oft gerist þegar öðrum bílum er breytt. Boddíið var hækkað um tíu sentimetra. Benedikt segir að þeir bílar hafa verið hækkaðir á yfirbyggingu hafi hún stundum viljað liðast í sundur. Ástæðan er sú að boddífestingarnar hafa ekki verið færðar upp. Núna er Bílabúð Benna almennt farin að færa 2-4 boddífestingar þegar bílar eru hækkaðir. Sex boddífestingar voru færðar upp á Musso Haralds þannig að bíllinn verður stöðugri fyrir vikið. Einnig var hægt að stækka eldsneytistankinn um tíu sentimetra. Tankurinn er úr plasti og var hann stækkaður úr 80 lítrum í 140 lítra.

Sett voru 5:38 hlutföll í hásingarnar, Stuðarar voru færðir upp : http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.ht ... _id=277215

User avatar

Höfundur þráðar
krissi200
Innlegg: 160
Skráður: 28.feb 2010, 18:04
Fullt nafn: Kristófer Karlsson

Re: Breytting úr 35'' - 38''

Postfrá krissi200 » 20.mar 2011, 12:59

elliofur wrote:Svona ofhugsaðir og jafnframt vanskrifaðir póstar eru alltaf skemmtilegir, kemur oft fyrir mig þegar ég er að segja frá einhverju sem ég er að plana og minnir mig á skemmtilegan brandara um þunglyndissjúkling sem var á ferðalagi.

Þunglyndissjúklingurinn var á akstri einhverstaðar á fáförnum sveitavegi í óvenju góðu skapi þegar dekk springur hjá honum. Það þyrmir yfir hjá honum, hann grefur upp varadekkið í skottinu, felgujárnið en engan tjakk finnur hann. Hann horfir í kringum sig, sér í talsverðum fjarska sveitabæ og leggur af stað fótgangandi til að fala tjakk hjá bónda. Hann hugsar málið í marga hringi á leiðinni, fær gífurlegan kvíða því þunglyndum finnst þeir hvergi vera velkomnir og alltaf vera fyrir. Hann heldur þó áfram röltinu þótt hann sé í virkilegu uppnámi og líði mjög illa, eina leiðin sé að fá tjakk hjá bónda. Þegar hann nær að berja að dyrum og bóndi kemur til dyra þá gargar þunglyndissjúklingurinn uppfyrir sig, "HIRTU BARA ÞENNAN HELVÍTIS TJAKK SJÁLFUR!!"

Við skiljum ekki alltaf hvað aðrir eru að hugsa :)



Haha..... Bros og þumalfingur á loft. :)

User avatar

Höfundur þráðar
krissi200
Innlegg: 160
Skráður: 28.feb 2010, 18:04
Fullt nafn: Kristófer Karlsson

Re: Breytting úr 35'' - 38''

Postfrá krissi200 » 20.mar 2011, 13:00

hobo wrote:Gæti það verið musso?

Jebbs, þetta er Musso.

User avatar

Höfundur þráðar
krissi200
Innlegg: 160
Skráður: 28.feb 2010, 18:04
Fullt nafn: Kristófer Karlsson

Re: Breytting úr 35'' - 38''

Postfrá krissi200 » 20.mar 2011, 13:12

hfreyr wrote:Sæll er sjálfur að hækka minn upp og ef verið að leita af upplýsingum á netinu þetta er eitt af því sem ég fann skrifað hjá morgun blaðinu:


Afturhásingin var færð aftur um tólf sentimetra með því að færa bita sem gormafestingar, demparafestingar og skástífa er fest á. Stífurnar voru lengdar um samsvarandi lengd. Ekkert þurfti að klippa úr afturbrettunum framanverðum en klippt var úr þeim aftanverðum. Hjólaskálin er það stór að ekkert þurfti að klippa inn í sjálfan bílinn, eins og algengt er að þurfi að gera á öðrum bílum. Með því að færa afturhásinguna aftur um tólf sentimetra verður bíllinn betri í torfærum og snjó og stöðugri. Notaðar voru innvíðar felgur þannig að hægt er að nota sömu brettakantana fyrir 35 og 38 tommur sem hefur í för með sér mikinn hönnunarsparnað.

Yfirbygging hækkuð um 10 cm

Smíðaðir voru brettakantar á bílinn að framan og aftan og reynt var að hafa útlitið í samræmi við upphaflegt útlit bílsins. Afturbrettakantarnir koma ekki inn á afturhurðina eins og oft gerist þegar öðrum bílum er breytt. Boddíið var hækkað um tíu sentimetra. Benedikt segir að þeir bílar hafa verið hækkaðir á yfirbyggingu hafi hún stundum viljað liðast í sundur. Ástæðan er sú að boddífestingarnar hafa ekki verið færðar upp. Núna er Bílabúð Benna almennt farin að færa 2-4 boddífestingar þegar bílar eru hækkaðir. Sex boddífestingar voru færðar upp á Musso Haralds þannig að bíllinn verður stöðugri fyrir vikið. Einnig var hægt að stækka eldsneytistankinn um tíu sentimetra. Tankurinn er úr plasti og var hann stækkaður úr 80 lítrum í 140 lítra.

Sett voru 5:38 hlutföll í hásingarnar, Stuðarar voru færðir upp : http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.ht ... _id=277215



Ætli 4:88 hlutföll séu ekki nó fyrir 38'', en rosalega finnst mér þetta mikil boddýhækkun, þarf hún að vera svona svakalega mikil?


hfreyr
Innlegg: 122
Skráður: 18.nóv 2010, 18:32
Fullt nafn: Heiðar Freyr Steinunnarson

Re: Breytting úr 35'' - 38''

Postfrá hfreyr » 20.mar 2011, 13:45

hlutföll og body hækkun er það ekki bara smekks atriði
svo spurning hvernig vél er í bílnum. því hærri tala í hlutföllum sem sagt 4-5 því meiri kraft þarf

svo er alltaf spurninginn hvað þú ætlar að gera sambandi við kleifana skrúfa upp þá er hann mjög leiðinlegur eða síkka þá ef heyrt um að menn eru að síka þá niður um 7cm fyrir 38 tommu

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Breytting úr 35'' - 38''

Postfrá Stebbi » 20.mar 2011, 20:51

hfreyr wrote:hlutföll og body hækkun er það ekki bara smekks atriði
svo spurning hvernig vél er í bílnum. því hærri tala í hlutföllum sem sagt 4-5 því meiri kraft þarf


Þetta er akkúrat öfugt, þeimur hærri tala þeimur lægra hlutfall, sem þýðir að vélin þarf að hafa minna fyrir hlutunum. 4.88 er fínt í svona musso ef hann er turbo.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Breytting úr 35'' - 38''

Postfrá jeepcj7 » 20.mar 2011, 21:23

Yfirleitt voru að ég held sett 5.38-1 í musso við 38" breytingu og hjá Benna var farið að taka grindina í sundur fyrir aftan hjól henni snúið við og hækkuð þannig um 10 cm. sem er boddýhækkunin fyrir 38",fór einhvern tímann og skoðaði svona breytingu hjá Benna og fékk einhverja útlistun á henni en er búinn að gleyma töluverðu af fræðunum.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Breytting úr 35'' - 38''

Postfrá snöfli » 20.mar 2011, 21:49

Það munar aðeins á hvort bíllinn er beinskiptur eða sjálfskiptur og hvort hann er með Benz eða BTRA skiptingu. 5.38 og Benz skipting er að snúast helst til mikið á 38" á langferð, 4:88 mundi vera skemmtilegra. Beinskiptur (og trúlega BTRA) er hinsvegar í lagi með 5:38.

Bestir eru þessi bílar með klafasíkkun að framan og gormalifti að aftan. Hásing færð aftur eins og ofan greinir og boddylift. Benni tók grindina í sundur aftan til og færði upp þannig að stuðari og boddyfestingar hést óbreytt að aftan.

:-)

User avatar

Höfundur þráðar
krissi200
Innlegg: 160
Skráður: 28.feb 2010, 18:04
Fullt nafn: Kristófer Karlsson

Re: Breytting úr 35'' - 38''

Postfrá krissi200 » 20.mar 2011, 22:05

snöfli wrote:Það munar aðeins á hvort bíllinn er beinskiptur eða sjálfskiptur og hvort hann er með Benz eða BTRA skiptingu. 5.38 og Benz skipting er að snúast helst til mikið á 38" á langferð, 4:88 mundi vera skemmtilegra. Beinskiptur (og trúlega BTRA) er hinsvegar í lagi með 5:38.

Bestir eru þessi bílar með klafasíkkun að framan og gormalifti að aftan. Hásing færð aftur eins og ofan greinir og boddylift. Benni tók grindina í sundur aftan til og færði upp þannig að stuðari og boddyfestingar hést óbreytt að aftan.

:-)


Ég er með Benz ssk og var búinn að hugsa mér að setja 4:88 hlutföll, þannig að þetta ætti að vera gott mál. :) Er með í dag 3:73 á 35'', ekki að virka.


Ég var að hugsa að færa hásingu um rúma 10.cm aftur og skerra úr, án þess að hækka meira og breikka brettakantana.
Bílinn er nú þegar hækkaður upp um 5cm á boddý fyrir 35''.

Hvað segjið þið svoleiðis breytingu?

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Breytting úr 35'' - 38''

Postfrá jeepcj7 » 20.mar 2011, 22:39

Líst vel á en líklega þarftu að færa fremstu boddýfestinguna aðeins upp til að geta beygt og styrkja hana svo inn á grindina.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
krissi200
Innlegg: 160
Skráður: 28.feb 2010, 18:04
Fullt nafn: Kristófer Karlsson

Re: Breytting úr 35'' - 38''

Postfrá krissi200 » 21.mar 2011, 22:38

Fleiri?

User avatar

stjani39
Innlegg: 65
Skráður: 12.des 2011, 13:23
Fullt nafn: Kristján Guðmundsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Breytting úr 35'' - 38''

Postfrá stjani39 » 20.des 2011, 01:28

krissi200 wrote:Fleiri?

MUSSO BREYTT FYRIR 38 TOMMUR

Stendur vel undir væntingum mínum


30 SsangYong Musso jeppar eru nú komnir á götuna hér á landi. Þetta hlýtur að teljast dágóð sala því bíllinn hefur aðeins verið einn mánuð á markaði hérlendis. Von er á tólf bílum í næstu viku og eru þeir allir seldir. Viðtökurnar á Musso hér á landi hafa komið framleiðendum bílsins í Suður-Kóreu þægilega á óvart.
MUSSO BREYTT FYRIR 38 TOMMUR

Stendur vel undir

væntingum mínum

30 SsangYong Musso jeppar eru nú komnir á götuna hér á landi. Þetta hlýtur að teljast dágóð sala því bíllinn hefur aðeins verið einn mánuð á markaði hérlendis. Von er á tólf bílum í næstu viku og eru þeir allir seldir. Viðtökurnar á Musso hér á landi hafa komið framleiðendum bílsins í Suður-Kóreu þægilega á óvart. Nú hefur fyrsta Musso bílnum verið breytt fyrir 38 tommu dekk og það er umboðsaðilinn, Bílabúð Benna sem sá um breytingarnar.

Bíllinn, sem er í eigu Haralds Kristóferssonar, kom með fyrstu sendingunni í byrjun júnímánaðar. Bíllinn er með fimm strokka dísilvél frá Mercedes-Benz og forþjöppu og millikæli, 132 hestafla.

Skorið var úr brettunum og hásingunum stillt undir hann þannig að hann stóð á 38 tommu dekkjum á frumsýningunni í Bílabúð Benna.

Harald var upphaflega að velta því fyrir sér að flytja inn notaðan bíl frá Evrópu, helst japanskan, og láta breyta honum. Hann féll hins vegar strax fyrir Musso þegar hann sá hann.

Einn rifinn í sundur

Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, segir að um leið og bílarnir komu til landsins var einn þeirra gersamlega rifinn í sundur. "Við vildum skoða drifin og allt kramið í honum. Bíllinn var búinn að vera í þrjár klukkustundir hér inni og þá voru hásingarnar bæði að aftan og framan komnar í sundur. Við sáum að þetta voru amerísk drif sem við áttum til á lager hérna. Þegar við sáum að drifhlutföllin og læsingarnar passa ákváðum við að hækka hann beint upp í 38 tommur en Harald var að velta fyrir sér 35 tommum," sagði Benedikt.

Afturhásingin var færð aftur um tólf sentimetra með því að færa bita sem gormafestingar, demparafestingar og skástífa er fest á. Stífurnar voru lengdar um samsvarandi lengd. Ekkert þurfti að klippa úr afturbrettunum framanverðum en klippt var úr þeim aftanverðum. Hjólaskálin er það stór að ekkert þurfti að klippa inn í sjálfan bílinn, eins og algengt er að þurfi að gera á öðrum bílum. Með því að færa afturhásinguna aftur um tólf sentimetra verður bíllinn betri í torfærum og snjó og stöðugri. Notaðar voru innvíðar felgur þannig að hægt er að nota sömu brettakantana fyrir 35 og 38 tommur sem hefur í för með sér mikinn hönnunarsparnað.

Yfirbygging hækkuð um 10 cm

Smíðaðir voru brettakantar á bílinn að framan og aftan og reynt var að hafa útlitið í samræmi við upphaflegt útlit bílsins. Afturbrettakantarnir koma ekki inn á afturhurðina eins og oft gerist þegar öðrum bílum er breytt. Boddíið var hækkað um tíu sentimetra. Benedikt segir að þeir bílar hafa verið hækkaðir á yfirbyggingu hafi hún stundum viljað liðast í sundur. Ástæðan er sú að boddífestingarnar hafa ekki verið færðar upp. Núna er Bílabúð Benna almennt farin að færa 2-4 boddífestingar þegar bílar eru hækkaðir. Sex boddífestingar voru færðar upp á Musso Haralds þannig að bíllinn verður stöðugri fyrir vikið. Einnig var hægt að stækka eldsneytistankinn um tíu sentimetra. Tankurinn er úr plasti og var hann stækkaður úr 80 lítrum í 140 lítra.

Sett voru 5:38 hlutföll í hásingarnar, ástralskar loftlæsingar að aftan og framan, ný gerð loftdælu til að dæla í hjólbarðana. Stuðarar voru færðir upp og smíðað á hann dráttarbeisli.

Bíllinn reynist framar vonum

Harald kveðst lítið hafa reynt bílinn ennþá enda tiltölulega nýkominn á hann. Þó skrapp hann á honum til Þórsmerkur. "Bíllinn reynist mér alveg framar vonum," segir Harald.

Hann hefur átt marga jeppa um dagana og verið með bíladellu frá því hann fékk bílpróf. Síðast átti Harald lengdan Toyota Double Cab og þar á undan Bronco II.

"Mér finnst helst við Musso náttúrulega útlitið og svo er hann með góða vél og gott kram. Þetta er rúmgóður bíll og skemmtilegt að keyra hann. Vinnslan er góð miðað við það að þetta er dísilbíll og hann togar vel. Ég var með fellihýsi aftan í honum þegar ég fór inn í Þórsmörk. Það kom mér verulega á óvart hvað hann fór létt með þetta. Fellihýsið sjálft vegur um 500 kg og svo var í því mikill farangur sem reikna má með að hafi vegið nálægt 600 kg. Svo vorum við fjögur í bílnum og farangur í honum. Bíllinn sveif þetta áfram eins og ég hefði keyrt Toyotuna tóma. Hann stendur fyllilega undir væntingum og gott betur," sagði Harald.

Fullmjúkur að framan

Musso kemur á gasdempurum. Harald sagði að vegurinn inn í Þórsmörk hefði verið frekar leiðinlegur en bíllinn hefði þó farið vel á vegi.

"Hann er alls ekki hastur bíllinn og ef eitthvað er þá er hann frekar mjúkur til þess að vera í verulegum torfæum. Þá vil ég hafa bílana frekar stífari að framan svo þeir taki ekki dýfur. Það gerir Musso ef torfærurnar eru miklar. Lausnin á þessu er sú að setja undir hann Rancho 9000 stillanlega dempara. Ég er að spá í að gera það," sagði Harald.

Harald var með Rancho 9000 dempara undir Toyota bílnum en þeir eru með lítilli loftdælu og bílstjórinn á kost á fimm mismunandi stillingum að framan og aftan með því að þrýsta á hnapp í mælaborði.

Morgunblaðið/Kristinn AFTURHÁSINGAR voru færðar aftur um tólf sentimetra.



Morgunblaðið/Kristinn SKORIÐ var úr afturbrettunum aftanverðum en ekkert þurfti að klippa inn í sjálfan bílinn.



Morgunblaðið/Kristinn STARFSMAÐUR Bílabúðar Benna vinnur að breytingum á SsangYong Musso Haralds.



Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson BENEDIKT Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, prófar bílinn eftir breytingarnar.
Musso, 1998, 3.0L OM 606 TD, 35", 12000 punda spil.
Stjáni


Til baka á “SsangYong-Daewoo”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir