Síða 1 af 1

Lagnir í FUEL SUPPLY SYSTEM SOLENOID VALVE?

Posted: 27.maí 2016, 17:20
frá emmibe
Jæja alltaf einhvað vesen á mér, þessi grái rafmagns vacuum ventill er með þremur stútum og mig vantar að vita hvert þessi undir og ofan á að liggja, einn er út í bretti í lítinn kút, og það er sog á þessari sem tengis gula ventlinum frá soggrein. Ég er búinn að spyrja á erlendum Sangyoung forum og enginn er með þetta á hreinu, Bílabúð Benna segir að þetta sé fyrir lokur að framan en það er bara ekki svoleiðis í þessum 3.2L Musso, trúlega tengist þetta eldsneytis kerfinu einhvað en átta mig bara alls ekki á hvert þetta á að liggja. Verkstæðið Höfði er ekki með þetta heldur?? Ef einhver snillingur veit þetta væru það virkilega vel þegnar upplýsingar því ég er alveg lens, hægagangurinn er verulega slæmur í bílnum og hann kraftar ekkert þrátt fyrir 220 hö. Langar virkilega bara að fá mér bara dísel Musso í staðinn :-)
Kv. Elmar

083.jpg
083.jpg (2.11 MiB) Viewed 10619 times

084.jpg
084.jpg (2.02 MiB) Viewed 10619 times

Re: Lagnir í FUEL SUPPLY SYSTEM SOLENOID VALVE?

Posted: 23.jún 2016, 21:31
frá Navigatoramadeus
ekki alveg viss en þetta er amk líkt því sem heitir "purge switchover valve", þeas, ventill sem opnar fyrir inná soggrein frá eldsneytis"canister" (heitir stundum canister valve) svo vélin éti benzíngufurnar á álagi.

þú þarft amk að blinda soggreinartenginguna til að fá skárri hægagang en finnst samt skrýtið að það séu tveir útgangar frá soginu, ekki alveg að kveikja en Tóti í mussovarahlutum hlýtur að kannast við þetta.

Re: Lagnir í FUEL SUPPLY SYSTEM SOLENOID VALVE?

Posted: 24.jún 2016, 08:24
frá olei
Er þetta ekki "cannister purge valve"? Á að sjá um að hleypa bensínlögg úr "charcoal cannister" (sem safnar bensíngufum úr tanknum) inn á mótorinn við vissar kringumstæður. Hluti af mengunarvarnabúnaði sem hefur nær ekkert með gang vélarinnar að gera sé hann í lagi.

Helsti feillinn í þessu sem gæti haft áhrif á gang vélarinnar er að það dragi falskt loft einhversstaðar í þessu kerfi. Ef þú telur þetta trufla ganginn þá blokkar þú slönguna inn á soggrein.

Sama svar og hér að ofan, bara annað orðalag.