Síða 1 af 1
Spíssar (dísel)
Posted: 28.jan 2011, 21:27
frá Addi_litli
Veit eitthver herna hvernig þetta er með spíssa i 2,9 T.D hvort að það eigi að vera eitthver fóðring á honum?? mer finnst þetta bara vera kóníst og koparskinna neðst eða er það bara rugl hja mer?
Re: Spíssar (dísel)
Posted: 29.jan 2011, 10:34
frá Járni
Hvaða vél ertu að tala um nákvæmlega? Annars er algengt að spíssar séu þéttir með koparskinnum.
Re: Spíssar (dísel)
Posted: 29.jan 2011, 10:40
frá arni87
Í 2,9 TDI Musso eru spíssarnir þéttir með koparskinnum.
Re: Spíssar (dísel)
Posted: 29.jan 2011, 13:29
frá Stebbi
arni87 wrote:Í 2,9 TDI Musso eru spíssarnir þéttir með koparskinnum.
Og það er ekki hægt að nota þær tvisvar.
Re: Spíssar (dísel)
Posted: 29.jan 2011, 14:11
frá hobo
Stebbi wrote:arni87 wrote:Í 2,9 TDI Musso eru spíssarnir þéttir með koparskinnum.
Og það er ekki hægt að nota þær tvisvar.
Er ekki hægt að afglóða Musso-kopar?
Re: Spíssar (dísel)
Posted: 29.jan 2011, 18:06
frá jeepson
Til hamingju með mussoinn Addi.
Re: Spíssar (dísel)
Posted: 02.feb 2011, 18:07
frá Addi_litli
Takk fyrir góðar undirtektir en svo er það annað sem ég þarf að komast að..
Hversu mikið þarf að herða þá niður er ekki eitthvað ákveðið átak?
Re: Spíssar (dísel)
Posted: 03.feb 2011, 23:43
frá Stebbi
Addi_litli wrote:Takk fyrir góðar undirtektir en svo er það annað sem ég þarf að komast að..
Hversu mikið þarf að herða þá niður er ekki eitthvað ákveðið átak?
Góð regla er að herða ca 1/4 hring frá sliti. Ef þú þorir því ekki þá er best að googla það.
Re: Spíssar (dísel)
Posted: 17.feb 2011, 17:12
frá Addi_litli
Heyrdu eg fékk ad vita hversu mikil hersla er a tessu. Tad eru 70nutonmetrar. Eða 7.1 kíló.