Musso Beinskiptur bensín eða Sjálfskiptur dísel?


Höfundur þráðar
HrolfurGeir
Innlegg: 3
Skráður: 02.jan 2015, 16:06
Fullt nafn: Hrólfur Geir Björgvinsson

Musso Beinskiptur bensín eða Sjálfskiptur dísel?

Postfrá HrolfurGeir » 02.jan 2015, 19:51

Ég er að kaupa minn fyrsta jeppa og Musso varð fyrir valinu.
Langar mest í beinskiptan dísel, en það eru ekki margir til sölu sem ég hef efni á. Þannig að ég var að spá hvort það sé ódýrara að reka beinskiptan bensín eða sjálfskiptan dísel. Bæði með eldsneitiskostnað og rektrarkostnað.

Einhverjar skoðanir?
streykir
Innlegg: 131
Skráður: 05.maí 2010, 15:34
Fullt nafn: Ólafur Þórisson
Bíltegund: LC90

Re: Musso Beinskiptur bensín eða Sjálfskiptur dísel?

Postfrá streykir » 03.jan 2015, 00:41

Ég hef átt 1999 bensín bsk á 33" og 2002 dísel ssk á 33".
Mér fannst bensínbíllinn eyða minna, fann voða lítinn mun á krafti (dísellinn hafði auðvitað meira tog, en bensínbíllinn meiri snerpu)

Borgaði langtum meira í viðhaldskostnað á dísel bílnum, ætla ekki að heimfæra það á alla dísel musso, gæti hafa verið þetta einstaka eintak.

Báðir virkilega fínir bílar.

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Musso Beinskiptur bensín eða Sjálfskiptur dísel?

Postfrá snöfli » 03.jan 2015, 17:26

Diesel eyðir minna en bensín, sérstaklega breyttur eða undir meira álagi, s,s, á fjöllum með viðhengi etc.

Sjálfskiptur eyðir meira en beinskiptur (í þessum eldri bílum, ekki endilega raunin í nýjustu bílunum í dag). Sennilega er BRTA skiptingin (sést á takka til að skipta um ham á skiptingunni W-inter- og P-ower ef ég man rétt) að eyða minnu en Benz skiptingin í eldri bílunum.

Beinskiptur diesel eyðir lang minnst, síðan BTRA dísil. Sennilega svipað Benz sjálfskipting dísel og 2.3ltr bensín beinskipt. Svo kemur 2.3ltr sjálfkipt og mest eyðir 3.2ltr bensín sjálfskiptur.

l.

Kíktu á Orkusetur

http://www.orkusetur.is/page/sam_samanburdurbila

Tölurnar þar eru kannski ekki heilagur sannleikur en gefa ágæta vísbendingu


Til baka á “SsangYong-Daewoo”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir