Síða 1 af 1

Musso Hásingar

Posted: 13.des 2010, 13:56
frá arni87
Nú er svo komið að dragliðurinn er slappur í frammskaftinu hjá mér og kostar það 30 þúsund að skifta um hann.
Svo er nú kominn sláttur í frammdrifið og á ég eftir að skoða hvað það er, en lokurnar kosta um 50 þúsund, og ný hlutföll eru dýrari en það, og þau voru farin að láta á sjá fyrir ári síðan.

Mér finnst líklegt að þetta séu þau, og ef það verður niðurstaðan þá ætla ég að skoða að hásingavæða bílinn og setja hana upp miðað við 42"- 44" dekk, en framtíðarplanið stefnir þangað.

Svo ég er að velta fyrir mér hvort fleiri hásingar passa undir hann að framan en úr stóra Wagoner.

Eru ekki einhverjir bílar sem eru með svipaðar hásingar og þeir bílar.
Svo er líka pæling að breita afturhásingu, sem er talsvert meira vesen, en nú spyr ég ikkur hvað væri hægt að nota í þetta.

Þjáningar kveðjur
Árni F
Lækurinn

Re: Musso Hásingar

Posted: 13.des 2010, 14:37
frá juddi
Bronco. scout,Ramcharger ofl

Re: Musso Hásingar

Posted: 13.des 2010, 20:54
frá jeepcj7
Hásingar með vinstri kúlu eru til úr stóra wagoneer/cherokee ca.78-86 model og eru dana 44 með 30 mm.krossum,diskabremsum og 6 gata deilingu,myndi alveg smellpassa í musso.Síðan eru til svipaðar hásingar undan bronco ca.71-75 nema þar eru 27 mm. krossar,borðabremsur og 5 gata deiling en 76 & 77 bronco hásingar koma svo með diskabremsum og 30 mm.krossum en alltaf 5 gata deilingu.Stóri bronco 78 & 79 er svo með yfirliggjandi pinjón,diskabremsur,30 mm. krossa en sú hásing er orðin 15-20 cm breiðari en eldra dótið ca.170 cm. og að sjálfsögðu með 5 gata deilingu.Aðrar hásingar eins og td. úr scout og eldri wagoneer/cherokee eru með kúluna hægra megin og scout er með 5 gata deilingu en svo er alltaf hægt að snúa hásingunni til að kúlan hitti við millikassann bara svolítil vinna.

Re: Musso Hásingar

Posted: 14.des 2010, 10:48
frá Þorri
Dana 30 undan cherokee dugar fyrir 38" ef hún er með styrkingum á röri og liðhúsum svo er ekkert mál að bora fyrir 6 gata felgudeilingu. Hún er líka með reverse drifi svo halli á skafti erður minni en ég er ekki viss hvort þú færð lægri hlutföll en 4.88 í hana.
Kv. Þorri