Val á Musso.


Höfundur þráðar
Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Val á Musso.

Postfrá Offari » 04.sep 2014, 14:03

Um verslunarmannahelgina fékk ég mér Musso í fyrsta skiptið á ævini. Þessi bíll er árgerð 2000 en vélin þjappaði ekkert svo heddið var rifið af en þá sáust engar augljósar ástæður fyrir þjappleysinu og komnar smá rispur á aftasta sílender. Því var frekar ákveðið að finna annan mótor og keyptur "98 bíll með bilaða turbinu.

Sá bíll leit bara vel út og því var turbínuni úr 2000 bílnum skellt í hann og prufað að keyra. Einhverjir skruðningar heyrast í hægagangi en hverfa um leið og vél er gefið inn(á eftir að prufa að taka reimina af til að athuga hvort þetta hljóð komi frá einhverju reimdrifnu) Alla vega hef ég ekki stórar áhyggjur af því aukahljóði. en söngurinn í gírkassanum finnst mér hinsvegar ekkert sérlega hellandi.

"98 bíllinn er ekinn 220þ beinskiptur. 2000 bílinn er sjálfskiptur ekinn 280þ ætla mér að gera einn bíl úr þessum tvem til að nota sem vetrarbíl en á erfitt með að áhveða hvorn skal nota. Ég er svoldið hræddur við mikið eknar skiptingar og líka hræddur við gírkassasönginn, Er eðlilegta að leguhljóð heyrist í Musso kassanum? "98 bíll þarf kannski að vera einhver sérstök olía á þessum kassa? Eru sjálfskiptingar að endast eitthvað í þessum bílum? Óbreyttur bíll 2,9Tdi disel Eru sjáfskiptir mussoar grútmáttlausir?



User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Val á Musso.

Postfrá jongud » 04.sep 2014, 14:40

Hann Logi sem situr í skálanefnd F4X4 er á 38" Mússó með 2,9 og sjálfskiptingu. Sá virðist vera ólseigt kvikindi...


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Val á Musso.

Postfrá Þorri » 04.sep 2014, 20:34

Gírkassarnir í þessum bílum eru gallagripir. Mín reinsla af sjálfskiptingunum er hins vegar góð. Það þarf að bæta við þær kæli setja hann til viðbótar orginal kælinu þá virðist þetta bara vera til friðs. Þetta eru ekki gallalausir frekar en aðrir bílar en með þokkalegri meðferð þá dugar þetta nokkuð lengi. Ég á einn keyrðan 300 þús og annann keyrðan 320 þús og þeir eru báðir í mikilli notkun og standa sig vel. Þeir eru báðir sjálfskiptir með að vísu sitthvorri tegundinni af skiptingu.


runar7
Innlegg: 169
Skráður: 06.nóv 2012, 15:58
Fullt nafn: Rúnar Hlöðversson

Re: Val á Musso.

Postfrá runar7 » 04.sep 2014, 20:48

þú verður líka að muna það að ekki eru sömu hásingar í þessum bílum þarsem að ssk bíllinn er með 3;73 hlutföll enn bsk er með 4;56 hlutföll og reyna að finna út hvaða skippting er í bílnum þínum ef það er ameríska stóra skipptinginn þá myndi ég nota hana frekar enn japanska boðar ekkert voðalega gott hinsvegar


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Val á Musso.

Postfrá Þorri » 04.sep 2014, 23:05

Ég á tvo sjálfskipta diesel. Báðir eru þeir á orginal drifunum sá eldri er á 4,56 sá yngri er á 4,88. Þeir einu sem ég hef heyrt um að séu á 3,73 eru sjálfskiptir 3,2 bensín. Btra skiptingin er ættuð frá ástalíu 4 gíra með overdrive hún er í nýrri bílunum og í þeim eldri er bens skipting 4 gíra ekki með overdrive. Ég kann mikið betur við bens skiptinguna. Og jú það eru sömu hásingar í beinskiptu og sjálfskiptu það er ef þeir voru fluttir inn af bílabúð benna

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Val á Musso.

Postfrá jongud » 05.sep 2014, 08:17

Afturhásingin í Musso er yfirleitt Dana 44, en svo voru einhverjir þeirra með einhverja asíuútgáfu af henni.
(þyrfti að fletta þessu upp)


Höfundur þráðar
Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Val á Musso.

Postfrá Offari » 05.sep 2014, 15:12

Ennþá er ekki búið að ákveða hvorn bílinn skal nota. "98 bílinn er reyndar í notkun en þarfnast meiri lagfæringar. (biluð handbremsa vantar frambrettakanta og rafstýring fyrir millikassan er horfin) Sá bíll er fagurgrænn og minna sést af lakkskemdum á honum. Innréttinginn finnst mér ekki eins aðlaðandi og í 2000 bílnum þannig að fari svo að ég noti eldri bílinn mun ég líklega skifta henni út.

Ég var tvo daga að slíta vélina úr 2000 bílnum (verð' samt vonandi fljótari næst) því er maður svoldið hikandi við að fara að rífa vél úr öðrum bíl til að setja í þann næsta sá bíll er silfurgrár og riðbólur undan grjótkasti farnar að sjást. Finst hinsvegar yngra útlitið vera fallegra þótt munurinn sé lítill, (en græni liturinn er miklu fallegri)

Konan skrapp norður á græna Musso um helgina ef engar breytingar verða á söngnum í gírkassanum eftir þá keyrslu finnst mér líklegt að ég noti þann bíl enda svo sem tli nóg af gírkössum fari svo að þessi hrynji (hef ekki trú á að það sé eins mikið úrval af skiptingum) Ég hef aldrei verið heillaður af Musso en nú þegar þeir eru otnir niður í verði (flestir orðnir eldri en 10 ára) finnst mér þessir bílar vera ákjósanlegur kostur fyrir þá sem kunna að gera við sjálfir, Ódýrir varahlutir og ódýrir varahlutabílar fyrir stærri aðgerðir svo vel er hægt að reka þessa bíla á ódýran hátt þangað til þeir byrja að riðga (sem virðist ekki vera algengt)


48logimar
Innlegg: 4
Skráður: 06.jan 2014, 23:30
Fullt nafn: Logi Már Einarsson
Bíltegund: Musso

Re: Val á Musso.

Postfrá 48logimar » 05.sep 2014, 22:01

Þar sem minnst er á mig í einu innlegi hér á undan skal ég nú gera grein fyrir mínu undraapparati, honum " Skálanefndar Grána". Gráni er af árgerðinni 2000 með 2.9 dísil orginal turbo með BTRA ástralíu sjálfskiftingunni og er á 5:38 drifhlutföllum. Breytti honum fyrir 38" dekk árið 2010 og hefur hann farið í ófáar ferðir síðan, bæði sumar og vetur. Ekinn í kringum 270.000 km og hefur sl. fimm ár verið aðal vinnubíll skálanefndar Setursins og "púllað" ófá tonnin af byggingarefni og olíubirgðum milli Rvík. og Setursins. Vélin er í fínu lagi enda alltaf hugað vel að olíuskiftum, skiftingin er í lagi en maður finnur að hún er að byrja að slappast enda hefur reynt veruleg á hana síðan ég eignaðist bílinn árið 2007, þá ekinn 163,000 km. Drifin eru fín ennþá en ég veit að þetta er allt að slappast enda ekkert óeðlilegt við það. Í heildina hefur þessi bíll reynst mér ótrúlega vel miðað við allar þær hraksögur sem af þessum bílum fara. Gott að sinni en ef einhverjar spurningar vakna skal ég reyna að svar þeim eftir bestu getu. L.M.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Val á Musso.

Postfrá jongud » 06.sep 2014, 07:48

jongud wrote:Afturhásingin í Musso er yfirleitt Dana 44, en svo voru einhverjir þeirra með einhverja asíuútgáfu af henni.
(þyrfti að fletta þessu upp)


Hérna er eitthvað um afturhásingarnar;
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=5&p=98316


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Val á Musso.

Postfrá baldur » 10.sep 2014, 17:35

Ég er búinn að eiga einn svona í 2 ár og hann hefur komið þokkalega út í rekstri. 2.9 STT turbo diesel (97 árgerð, upprunalega túrbínulaus), beinskiptur á 35" dekkjum.
Eyðslan innanbæjar rokkar á milli 11-12 lítra og dettur jafnvel niður í 10 ef ekið er rólega. Utanbæjar er eyðslan svipuð.
Ég hef dregið alls kyns kerrur, sú þyngsta um 2500kg (heildarþyngd á lestinni þá orðin 5000kg) og gat ég þvælst með hana norður á Akureyri og til baka, það sauð ekki á bílnum og hraðinn fór aldrei undir 60 upp lengstu bröttustu brekkurnar.
Vélin hefur verið alveg til friðs fyrir utan olíuleka sem kemur og fer. Vinnslan er með besta móti fyrir bíl í þessari stærð með díselvél í kring um 3 lítrana.

Það sem ég hef þó þurft að gera á þessum 2 árum:
- Skipti um vatnskassa í fyrstu vikunni sem ég átti bílinn, fór norður og hitamælirinn var að stíga í brekkunum þó bíllinn væri óhlaðinn svo að nýr kassi var keyptur um leið og ég kom í bæinn og það vandamál var úr sögunni. Kassinn kostaði 30 þúsund hjá Benna.
- Skipti um kúplingu eftir mánuð, sem reyndist vera óþarfi, hún snuðaði þegar bíllinn var orðinn heitur vegna þess að pedalinn var vitlaust stilltur. Gerði þó þann feil að skipta ekki um kúplingsgaffal á sama tíma og brotnaði gaffallinn ári síðar af þreytu.
- Tvívegis skipt um gúmmí í öllu bremsukerfinu. Eitthvað sem líklega orsakaðist af vitlausum bremsuvökva sem fyrri eigandi hefur sett á og gúmmíin þoldu ekki. Gúmmí í bæði höfuðdælu og dælum niðri við hjól bólgnuðu út og allt sat fast, höfuðdælan festist svo skemmtilega að bíllinn komst ekki nema stuttan spöl áður en allt var orðið fast og hann var ekki keyranlegur nema í lága drifinu. Vandamál reyndist að fá varahluti í höfuðdæluna svo að eftir að hafa fengið höfuðdælu á partasölu og gúmmíin í henni urðu jafn bólgin á hálfu ári þá dauðhreinsaði ég bremsukerfið, blés hverjum einasta dropa af vökva úr lögnum og öllum dælum og skolaði í gegn heilum lítra af DOT3 bremsuvökva, mixaði svo höfuðdælu úr Hilux þar sem vonlaust var að fá varahluti í þessa tegund af höfuðdælu sem var í bílnum.
- Skipti um gírkassa vegna þess að 5. gírinn hætti að virka, losnaði splitti sem hélt tannhjóli uppi á öxlinum og ég ákvað að skipta um kassann frekar en að laga þetta því hann lak olíu.
- Tvívegis tekið túrbínuna úr til að liðka upp wastegate lokann. Þessi loki er mjög gjarn á að festast og þá fer túrbínublásturinn upp úr öllu en vinnslan minnkar og eyðslan eykst. Þá er fátt annað til ráða en að losa membruna frá og sprauta á þetta WD40 eða sambærilegu efni og liðka þetta vel upp. Klukkutíma aðgerð.


Höfundur þráðar
Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Val á Musso.

Postfrá Offari » 10.sep 2014, 20:31

Ég held að valið verði sjálfskipti bíllinn því gírkassinn týndi öllum gírum neima þeim fjórða


Til baka á “SsangYong-Daewoo”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir