musso turbo pælingar


Höfundur þráðar
runar7
Innlegg: 169
Skráður: 06.nóv 2012, 15:58
Fullt nafn: Rúnar Hlöðversson

musso turbo pælingar

Postfrá runar7 » 13.aug 2013, 03:34

sælir, ég er með musso 602 bíl einn þessara bíla sem að bílabúð benna setti aftermarket turbinur í og hún er ekki að virka neitt hjá mér, finnst billinn hjá mér á 33'' vera að virka minna heldur enn 35'' grandlux sem ég fékk að prófa, hvað getið þið snillingarnir mælt með á ég að fara að skippta um turbinu eða á ég að breita þessari eitthvað ætla að fara að kaupa mér psi mæli og sjá hvað hann vill segja mér skemmtilegt á morgun enn allar hugmyndir eru vel þegnar.




Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: musso turbo pælingar

Postfrá Þorri » 13.aug 2013, 09:12

'96 bíllinn minn er einmitt svona aftermarket turbo en hann er núna kominn með túrbínu úr yngri bíl. Ég get ekki sagt að ég finni mikinn mun ef þá nokkurn. Ég veit reyndar ekki hvað stt túrbínan var að blása mikið orginal en ég var að láta hana blása 14-16 psi. sama og ég læt garrett kvikindið gera. Þær virka eiginlega eins koma inn á sama tíma og gera sömu hluti. Ég fann meiri mun við að bæta við olíuverkið en að hækka túrbóþrýsting. Var að vísu búinn að hækka hann áður en ég fiktaði í verkinu en þá fyrst skilaði þessi aukni þrýstingur einhverju. Heddpakkningin fór í mínum þegar hann var kominn í 250 þús. það var fyrsta við hald á mótor frá upphafi (fyrir utan leka vatnsdælu og glóðarkerti) þá var búið að keyra 40 þús. eftir að ég skrúfaði upp verkið og bínuna og nú er búið að keyra 25 þús. eftir heddpakningarskipti. Þessi bíll er mest á 35" dekkjum en á 38" á veturna sjálfskiptur og meðorginal 4.56 drifhlutföllin.

User avatar

draugsii
Innlegg: 299
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: musso turbo pælingar

Postfrá draugsii » 13.aug 2013, 10:14

ef að bíllinn er ennþá með orginal loftsíuboxið þá gæti verið sniðugt að skoða það aðeins. Bíllinn hjá pabba var svona túrbínan virtist ekki gera neitt, við rifum þetta plastbox úr honum og smíðuðum stikki úr áli í staðin og bíllinn allt annar
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: musso turbo pælingar

Postfrá Þorri » 13.aug 2013, 10:54

ef að bíllinn er ennþá með orginal loftsíuboxið þá gæti verið sniðugt að skoða það aðeins. Bíllinn hjá pabba var svona túrbínan virtist ekki gera neitt, við rifum þetta plastbox úr honum og smíðuðum stikki úr áli í staðin og bíllinn allt annar


Nákvæmlega. Ég lenti í þessu boxið fór að leka þetta er orginal loftsíuboxið límt saman. Ég smíðaði nýtt úr ryðfríu stáli og þrýstingurinn hækkaði helling.


Höfundur þráðar
runar7
Innlegg: 169
Skráður: 06.nóv 2012, 15:58
Fullt nafn: Rúnar Hlöðversson

Re: musso turbo pælingar

Postfrá runar7 » 13.aug 2013, 17:09

Skrufudu thid sjalfir upp i oliuverkinnu eda hvad, og hvernig er thad gert

User avatar

draugsii
Innlegg: 299
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: musso turbo pælingar

Postfrá draugsii » 13.aug 2013, 23:09

20130813_201917-1878346727.jpg

svona var smíðað í staðinn fyrir plastruslið sem er þarna orginal, þekki ekki hvernig maður skrúfar upp í olíuverkinu en það getur varla verið mjög flókið
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar


myrkvi
Innlegg: 6
Skráður: 05.mar 2014, 20:57
Fullt nafn: Agnar Friðrik Agnarsson

Re: musso turbo pælingar

Postfrá myrkvi » 25.maí 2014, 22:18

Þorri wrote:' Ég fann meiri mun við að bæta við olíuverkið en að hækka túrbóþrýsting. Var að vísu búinn að hækka hann áður en ég fiktaði í verkinu en þá fyrst skilaði þessi aukni þrýstingur einhverju.


Hvernig skrúfaðirðu upp í olíuverkinu??


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: musso turbo pælingar

Postfrá baldur » 26.maí 2014, 13:39

Olíuverkið er algjörlega flöskuhálsinn á þessum vélum og tilgangslaust er að hækka túrbínublásturinn þegar það er ekki einusinni hægt að stilla olíuverkið þannig að vélin reyki þegar túrbínan er byrjuð að blása.

Það er lok aftaná olíuverkinu og þar á bakvið eru 5 eða 6 skrúfur sem stilla hvernig governorinn virkar. Það eru til leiðbeiningar á internetinu sem fjalla um þetta en þær eru því miður allar misvísandi eða einfaldlega rangar. Þetta eru mjög flókin og leiðinleg olíuverk, algjör viðbjóður að fá þetta til að virka rétt þar sem allar þessar skrúfur virka saman, ef þú breytir einni þá hættir allt að virka og þú þarft að eiga við fleiri til að ná jafnvægi á kerfið aftur.

Vandamálið er að gangráðurinn (e: governor) er sett af nokkrum gormum og örmum ásamt einu pari af miðsóknarkraftslóðum. Þessi mekaník vinnur öll saman og stjórnar stöðunni á tannstönginni (e: rack) sem snýr magnstillingarslífunum á pumpunum.
Þessi gangráður ræður hægagangshraða, ásamt því að móta magnkúrfu (verkið byrjar að draga úr olíunni eftir hámarkstork snúning til að vélin reyki ekki þar) og hámarkssnúningi. Öll þessi virkni er fengin fram í einum gangráði sem er fyrir vikið viðkvæm mekaník sem erfitt er að stilla.
Vandamál #1 er að það er engin ein skrúfa sem stillir hversu langt stöngin fer á botngjöf og hefur ekki áhrif á neitt annað.
Ef þú strekkir á skrúfunni sem hefur mest áhrif á botngjöf þá hættir vélin að geta gengið hægagang (gengur 3000-5000rpm hægagang), það kemur ójafnvægi á gangráðinn og þá þarf að stilla allar hinar skrúfurnar og jafnvel snúa pumpunum ofaná verkinu til að ná fullkomnu jafnvægi aftur.

Það er samt heilmikið upp úr því að hafa að fikta í stillingunum á verkinu ef það var eitthvað vanstillt fyrir, en ég mæli með því að hafa verkið bara opið á meðan verið er að prófa og hafa dall undir til að taka við olíunni þegar sett er í gang. Þeas, það þarf að setja í gang og prófa hvort vélin gengur hægagang og hvort hún skilar sér aftur í hægagang ef hún er þanin upp í 3000 og svoleiðis. Gera bara litlar breytingar í einu og prófa eftir hverja breytingu.

Eitthvað af nothæfum upplýsingum í þessum þræði hérna: http://www.superturbodiesel.com/std/Thr ... mps?page=5
Hafið bara í huga að fyrsti pósturinn í þræðinum er allur vitlaus, alls ekki lesa hann, það eina gagnlega í honum eru myndirnar af olíuverkinu. Mussoinn er með M olíuverk, ekki MW, og þessi olíuverk eiga ekkert sameiginlegt nema að þetta eru línuolíuverk. Fyrsti pósturinn þarna fjallar um MW verk en talar eins og þær upplýsingar eigi við M verkin líka, sem þær gera alls ekki.

Það eru nokkur fyrirtæki sem hafa verið að selja high performance olíuverk á þessar vélar, með stækkaðar pumpur. Eftir því sem ég kemst næst eru þau öll í Svíþjóð og Finnlandi. Verðið á svoleiðis verki er um 9000kr sænskar (sirka 180 þúsund isk plús sendingarkostnaður til Íslands og hæsti virðisaukaskattur í heimi = um 300 þúsund kall sem er gangverðið á heilum svona bíl)

Ég er annars að gæla við það að setja í bílinn minn tölvuolíuverk úr 98 árgerð af Benz 250 turbodiesel. (með OM605 turbo vél). Það er vél sem skilar 150 hestöflum original og er með stærri pumpur og laust við þennan ógeðslega mekaníska gangráð og komið með yndislegan tölvubúnað sem gerir bara það sem honum er sagt. Og já, með réttu túrbínunni gefur möguleika á 250 hestöflum og enginn svartur reykur. Með upprunalegu túrbínunni eru það sennilega um 170 hestöfl max.

User avatar

stjani39
Innlegg: 65
Skráður: 12.des 2011, 13:23
Fullt nafn: Kristján Guðmundsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: musso turbo pælingar

Postfrá stjani39 » 06.nóv 2014, 13:33

Baldur hvaða olíuverk er það???? tölvuolíuverk úr 98 árgerð
Musso, 1998, 3.0L OM 606 TD, 35", 12000 punda spil.
Stjáni


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: musso turbo pælingar

Postfrá baldur » 11.nóv 2014, 14:15

Það er M olíuverk eins og í Mussonum, bara með stærri pumpum, brattari knasti og tölvustýrðum magnstilli. Kemur í 97-98 árgerð af Benz með OM605 turbo vél.


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: musso turbo pælingar

Postfrá Grímur Gísla » 12.nóv 2014, 18:30

Þessir stækka dælur í olíuverki.
http://www.dieselkontor.de/product_info ... ts_id=3933
Spurning hvort að þurfi að skipta um spíssa líka.


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: musso turbo pælingar

Postfrá baldur » 15.des 2014, 12:15



Til baka á “SsangYong-Daewoo”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir