Vökvastýri Musso


Höfundur þráðar
HHafdal
Innlegg: 128
Skráður: 18.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
Staðsetning: Vatnsleysuströnd

Vökvastýri Musso

Postfrá HHafdal » 25.aug 2010, 21:28

Nú vantar mig enn og aftur upplýsingar Vökvastýrið hjá mér er orðið full þungt fyrir minn smekk. Það var ekki svona mér var bent á að liðka og smyrja upp skaftið og dragliðinn í skaftinu sem liggur frá ratti í maskínu.gerði það samviskusamlega en enginn breyting nú er spurning hvort er það dælan eða maskínan sem er að stríða mér og hvernig útiloka ég hvort fyrir sig .Er þetta kannski þekkt vandamál
Gott ef einhver gæti ausið úr viskubrunninum og stytt mér leiðina.

Kveðja Dóri sem kemst það þó hann fari hægt.



User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Vökvastýri Musso

Postfrá Járni » 25.aug 2010, 21:37

Hvernig er vökvinn? Um að gera að skipta honum út ef hann er orðinn lélegur. Ég veit að það eitt og sér gæti bjargað þessu.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Vökvastýri Musso

Postfrá Sævar Örn » 25.aug 2010, 23:09

Lekur stýrið hvergi?

hvorki maskína né dæla?

mjög, mjög algengt að sjá lekna stýrismaskínu á musso og það eru yfirleitt sprungnar pakkdósir út úr tannstönginni og þar með fellur þrýstingur
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Vökvastýri Musso

Postfrá Grímur Gísla » 26.aug 2010, 05:30

Ég myndi prófa að taka dragliðinn úr. Losa hann af stýrisvélinni og svo losa hann frá stýsisstönginni. Prófa svo hvort að hjöruliðirnir séu liðugir. Ég lenti í því að ein björginn var riðguð og stíf og þá virkaði stýrið þannig að það varð þungt að snúa því til vinstri og svo varð það létt og svo þungt.

User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: Vökvastýri Musso

Postfrá arni87 » 26.aug 2010, 05:51

Sæll, ég lenti í því að minn Musso varð þungur í stíri, en ástæðan fyrir því var einfaldlega fúnar hosur við kælielement.
Það varð kattliðugt við að skifta út hosunum við kælielementið :D
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


Höfundur þráðar
HHafdal
Innlegg: 128
Skráður: 18.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
Staðsetning: Vatnsleysuströnd

Re: Vökvastýri Musso

Postfrá HHafdal » 26.aug 2010, 10:16

Takk nú hef ég eitthvað að skoða hann lekur ekki vökvanum gæti verið orðinn gamall eins þarf ég að ath með skaftið en við lauslega skoðun virðist það vera í lagi.
En rosagott að fá svona fín viðbrögð frá ykkur.

User avatar

aellert
Innlegg: 6
Skráður: 25.aug 2010, 21:42
Fullt nafn: Arnar E Ragnarsson

Re: Vökvastýri Musso

Postfrá aellert » 15.nóv 2010, 09:05

Þetta er að öllum líkindum krossarnir í skaftinu sem liggur frá ratti í maskínu, þeir eru slegnir úr og fást nýjir í Fálkanum og kjörnað aftur fyrir.


Höfundur þráðar
HHafdal
Innlegg: 128
Skráður: 18.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
Staðsetning: Vatnsleysuströnd

Re: Vökvastýri Musso

Postfrá HHafdal » 15.nóv 2010, 22:35

Mikið rétt þetta voru hjöruliðskrossarnir tók skaftið úr og ein björgin var föst náði að liðka hana með smá nuddi og allt virkar fínt.


Til baka á “SsangYong-Daewoo”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir