Síða 1 af 1

Bremsur í Musso

Posted: 16.feb 2013, 02:17
frá arni87
Hefur einhver skift út frammbremsum í Musso?

Ég er alltaf að skifta um fleig og spennu sem halda dælunum á sínum stað.
Þær setjast rétt, en svo virðast þær fara fljótt úr sætinu og dælurnar skrölta lausar í felgunum með tilheyrandi skrölti og óðarfa sliti á felgum og dælum.

Svo er pæling hvaða dælur væri gott og "auðvelt" að setja í staðinn.
Þá er ég aðalega að spá í dælum sem ganga á boltum.

Re: Bremsur í Musso

Posted: 15.júl 2013, 23:50
frá toni guggu
sæll ég var að lesa þennan póst hjá þér og veit ekki hvort þú ert búin að gera eitthvað í þessu með frambremsurnar á mussónum, en ég fékk framdælur í minn úr musso sport og dælurnar eru boltaðar á kjálkana þannig að þú verður að fá þá líka.

kv Toni.

Re: Bremsur í Musso

Posted: 16.júl 2013, 00:03
frá arni87
Frábært.
Var einhver smýðavinna við það?

Það er lýklega ódýrara en það sem er á dagskrá hjá mér fyrir veturinn.
Ég var kominn á að setja Wilwood bremsur í hann, var búinn að fynna dælur sem boltast beint í götin á Musso.

Re: Bremsur í Musso

Posted: 16.júl 2013, 11:29
frá toni guggu
Sæll. Nei engin smíðavinna kjálkarnir passa beint við þetta tekur í mesta lagi klukkutíma að skifta um dælur en fáðu bremsuslöngurnar með því þær passa ekki úr gömlu dælunum í þær nýju.

kv Toni.

Re: Bremsur í Musso

Posted: 16.júl 2013, 19:07
frá arni87
Frábært.
Takk fyrir þetta.