Muzzostælar-pendl á gjöf


Höfundur þráðar
Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Muzzostælar-pendl á gjöf

Postfrá Navigatoramadeus » 04.nóv 2012, 20:06

sælir spjallverjar,

maður ætti líklega að kynna sig fyrst þetta er minn fyrsti póstur hérna;

ég heiti Jón Ingi, er 39 ára nemi í Vélskólanum og klára vélfræðing næsta vetur en vinn á sumrin á Bifreiðaverkstæði Kópavogs.
Bý á Álftanesi og reyni að kafa þegar tími gefst.

ég er með ágætisvagn, 2005 árgerð af Muzzo, 2,9 dísel sem er með netta stæla sem lýsa sér þannig;

á keyrslu 1800-2500rpm ca og um hálfri inngjöf svona pendlar mótorinn aðeins, maður bæði finnur það og sést á snúningshraðamælinum að það svona tikkar ekki alveg 100% áfram heldur hikar hann örlítið og heldur svo áfram.

ef ég gef aðeins meira inn hverfur þetta eða amk minnkar mikið en fer í taugarnar á mér.

ég er búinn að skipta um hráolíusíu og spyrja ýmsa ráða en engin afgerandi svör nema hjá verkstæði Benna, þar kannaðist einn
við þetta (er í bílnum hans) og sagði ýmislegt hafa verið reynt varðandi olíuverk og spíssa en ekki dugað.

Billinn er fínn í gang, hægagangur góður og eyðslan 8,5-10 l/100km, (bsk).

á einhver ráð eða pælingar ?

annars eitt sem ég er ánægður með, setti í hann mótorhitara um daginn frá DEFA (N1), element sett í blokkina og tengt í 230V (550W), kostaði um 13þkr og var um klst að setja í ásamt að skipta um kælivökva, þetta heldur honum um 50°C svo þegar ég starta á morgnana er hann volgur, get sett miðstöðina strax á heitt.

mbk.
Jón Ingi




S.G.Sveinsson
Innlegg: 62
Skráður: 18.okt 2011, 20:57
Fullt nafn: Sveinn Guðberg Sveinsson

Re: Muzzostælar-pendl á gjöf

Postfrá S.G.Sveinsson » 04.nóv 2012, 20:24

ég ætla að byrja á að taka það fram að ég þekki EKKERT inná mússó en það hafa aðrir bíla sýnt svipuð einkeni. Þeggar að vélinn sem í þessu tilfelli er með common rail (bíst ég við) er að pendla það er það jú vélar tölvan sem er að stýra olíu magninu (þó að þú sért að stiga á pedala gefur hann vélinni bara merki sem hún reynir svo að bregðast við) það sem ég myndi byrja á að gera er að reyna að fá lánaða (ekki alltaf svo auðvelt en ódyrara en að kaupa) aðra vélar tölvu. Ef einkeni fara ekki er hægt að hugsa um hluti einsog EGR ventir (sérstakleg ef að það er búið að chipa) svo getur líka verið bliaður knastásskinjari eða sveifaráskijari (fer eftir því hvor er í bílnum).
Ef ég er bara allveg útti á þekju og 2005 Músso er með mekanýst olíu verg það myndimaður skoða gangráð og því um líkt.

Þetta er allavegna það sem ég myndi skoða en þeggar maður er komin með svona mikið af skinjurum eisog er í nýjum bílum þá eru greingartölvurnar mun gáfaðri en ég ........

Ps svo er líka aftaf möguleiki á að pedalastöðuskijarinn sé farinn að billa það hefur víst gerst í eithverjum bílum.....
Mercedes Benz 230CE 1983 (farinn)
Land Rover 90 1987 fyrst dísel svo bensín V8 svo dísel aftur
Toyota Corolla XLI 1996
Land Rover Discovery 1997 fornaður á altari uppgerðar
Renault Megane 2003
Sími 8216406


Höfundur þráðar
Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Muzzostælar-pendl á gjöf

Postfrá Navigatoramadeus » 04.nóv 2012, 21:02

Sæll Sveinn og takk fyrir svar.

Muzzo er með gammeldags olíuverk (ein af ástæðum þess að ég valdi hann) svo það er mest lítið af skynjurum og alveg laus við common-rail.

Gangráður er góð tillaga, held þetta sé með sogstýringu og spurning hvort sé leki eða óhreinindi í einhverjum pung/rofa ?

þarf að gefa mér tíma í leit en er að vonast til að einhver hér hafi átt við þetta að stríða og fundið lausnina svo ég geti sparað mér
leitina :)


dorimake
Innlegg: 26
Skráður: 19.feb 2010, 10:12
Fullt nafn: Halldór Guðmundsson

Re: Muzzostælar-pendl á gjöf

Postfrá dorimake » 04.nóv 2012, 23:26

blessaður ég á musso 2000 var með svona vandamál mér var bent á að setja demmpara á gjöfina við olíuverrkið sem ég gerði og lagaðist hann helling sló reyndar seint af fyrst til að byrja með en varð svo ok kv dóri mussó


S.G.Sveinsson
Innlegg: 62
Skráður: 18.okt 2011, 20:57
Fullt nafn: Sveinn Guðberg Sveinsson

Re: Muzzostælar-pendl á gjöf

Postfrá S.G.Sveinsson » 04.nóv 2012, 23:43

Það eru allar líkur á að þú sér með Boss VE olíuverk (hafa í gengum tíðinna verið afar vinsæli í smáar díselvélar )
Á þeim olíuverkum er innbigður klepara gangráður og til að komast að sjálfum gangráðnum þarf að rífa verkið í spað eisog gert var í VST 203. Það er möguleiki að það sé vakum mebra ofanáverkinu það væri ábigilega heila ráð að skoða hana en muna að merkja allt ROSALEGA vel því það er ekkert auðvelt að finna hvar maður hefur gert mistök í samsetnigu síðar meir.
Mercedes Benz 230CE 1983 (farinn)
Land Rover 90 1987 fyrst dísel svo bensín V8 svo dísel aftur
Toyota Corolla XLI 1996
Land Rover Discovery 1997 fornaður á altari uppgerðar
Renault Megane 2003
Sími 8216406


Höfundur þráðar
Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Muzzostælar-pendl á gjöf

Postfrá Navigatoramadeus » 02.jan 2013, 00:11

sælir og takk fyrir svör,

ég reif flest í spað nema verkið og smurði, það er dempari aftan við verkið en hann er ónýtur, fór í Benna og þar var jafnónýtur dempari í nýjum umbúðum svo ég afþakkaði hann pent, ætla að sjá hvort þeir vilji ekki panta (fattaði það núna að ég hefði átt að skrifa niður partanúmerið þegar ég var með demparann í höndunum) nýjan fyrir mig og sjá hvort þetta lagist ekki.

veit kannski einhver hvar þessi dempari fæst ?

mbk.
Jón Ingi

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Muzzostælar-pendl á gjöf

Postfrá Stebbi » 02.jan 2013, 01:52

Gætir prufað Öskju. Er þetta ekki annars OM602 í þessu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Muzzostælar-pendl á gjöf

Postfrá Navigatoramadeus » 05.jan 2013, 17:43

ku heita OM662LA þessir mótorar, gætu verið sama og þú segir en ég pantaði demparann frá Benna, ekki að taka sénsinn að sé eitthvað frábrugðinn, læt vita hvort nýr dempari breyti einhverju.

mbk.
Jón Ingi

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Muzzostælar-pendl á gjöf

Postfrá HaffiTopp » 05.jan 2013, 17:50

S.G.Sveinsson wrote:Það eru allar líkur á að þú sér með Boss VE olíuverk (hafa í gengum tíðinna verið afar vinsæli í smáar díselvélar )
Á þeim olíuverkum er innbigður klepara gangráður og til að komast að sjálfum gangráðnum þarf að rífa verkið í spað eisog gert var í VST 203. Það er möguleiki að það sé vakum mebra ofanáverkinu það væri ábigilega heila ráð að skoða hana en muna að merkja allt ROSALEGA vel því það er ekkert auðvelt að finna hvar maður hefur gert mistök í samsetnigu síðar meir.


http://gnarlodious.com/Vanagon/Bosch_Pump/-Rebuild

Soldið flókin þessi olíuverk :/


guðbjörg h
Innlegg: 2
Skráður: 30.des 2012, 00:07
Fullt nafn: Vésteinn Finnsson

Re: Muzzostælar-pendl á gjöf

Postfrá guðbjörg h » 07.jan 2013, 12:09

Nokkur smá atriði
neðan við spíssarörin á olíuverkinu er plata skrúfuð með ca 5 skrúfum ekki taka þær en þar er líka dálítið stór hetta ef maður tekur hana þá er stilliskrúfa þar á bak við sem á víst að virka á þetta en það er bara 1 fjórði úr hring kanski hálfur í hvora átt ekki allveg viss og svo muna hver staðan var en bsk bílarnir eru viðkvæmari á minn gamla setti ég gorm á gjöfina með þokkalegum árangri
svo er gott að setja forsíu á olíulögnina og nota stundum spíssahreinsir svo er ekki bannað að tölvu lesa til að vita hvort rofa dótið sé í lagi veit ekki hvort þeir tengjast þessu
þekki ekki rofa dótið í bsk en það er slatti í ssk
bara smá innlegg
kv vesteinn


Höfundur þráðar
Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Muzzostælar-pendl á gjöf

Postfrá Navigatoramadeus » 06.júl 2013, 21:28

jæja, það er loksins búið að finna út úr þessu vezeni og það var nú ekki flókið þegar maður loksins fann svarið.

það er einsog minnst var á; plata á hliðinni á olíuverkinu fest með fimm skrúfum, hjá Benna fæst svona plata með áföstum segli, það er lítið mál að skipta þessum plötum út og viti menn, pendlið horfið og er þess ekki saknað :)

einhverjir könnuðust við þessa plötu sem "hægagangs-plötuna" en þar sem hægagangurinn var fínn í bílnum var ég ekki að fara í lausn á vandamáli sem ekki var til staðar, held að einhver misskilningur sé í gangi nema það sé hjá mér :)

eftir að hafa talað við nokkur verkstæði var það hjá Musso Partasölunni í hafnarfirði sem loksins fengust góð svör og vil ég þakka þeim mæta manni fyrir fróðleik á færibandi :)


Höfundur þráðar
Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Muzzostælar-pendl á gjöf

Postfrá Navigatoramadeus » 04.des 2016, 20:20

Svona til fróðleiks þá hrundi diskalæsingin í afturdrifinu í sumar og þegar var búið að skipta því út fór pendlið 100%, sennilega hefur þessi læsing verið að smá læsa og opna og þannig myndað svona "pendl" !


Til baka á “SsangYong-Daewoo”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir