Dísel Musso spurningar.


Höfundur þráðar
JLS
Innlegg: 87
Skráður: 31.jan 2012, 21:15
Fullt nafn: Jens Líndal

Dísel Musso spurningar.

Postfrá JLS » 26.sep 2012, 22:33

Sæl öll. Ég er með 1997 árg af Musso 602el sem þjáist af krabba í grind ásamt ýmsu öðru og er ansi mikill pakki að fá á hann skoðun svo að til stendur að rífann eftir að númerin verða kippt af honum.

Þessi bíll er með OM602 900 vél og er hún með eftirá setta túrbínu sem B Benna setti í. Ég veit til að búið er að skifta um vél í bílnum svo að ég veit ekkert úr hverju vélin er sem er í honum, en OM602 900 ætti að segja einhverjum eitthvað :)

En mig langar að vita hvort einhver munur sé á OM602 original turbo og OM602 án túrbo, og voru Musso með om602 eða om662 eða bæði, þetta er alger flækja :)

Bíllinn hjá mér er á 3,83 hlutföllum og sjálfskiftur, original dekkjum og er á 3000 sn/min á 100km/h sem mér þykir svona fullmikið, skiftingin er held ég M Benz en veit einhver hvað skiftingin heitir annað en benz skifting :)

Og er millikassinn eitthvað gíraður upp eða niður eins og til dæmis Land Rover eða er hann bara beint í gegn fyrir utan láa drifið?

Miklar pælingar hjá mér um málefni sem búið er að ræða út og suður eins og til dæmis patrol en ég hef ekki enn fundið fullnægjandi svör á google og þar svo þið megið endilega ausa úr viskubrunnum ykkar :)

Kv :)




ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: Dísel Musso spurningar.

Postfrá ARG22 » 26.sep 2012, 23:39

Sæll Jens
Ég á SY Musso 2.9 TD sjálfskiptan original turbo bíl árgerð 1998
Það vill svo til að ég er ný búinn að gera mótorinn upp í honum ekinn 250Þ ástæðan var mjög fín sprunga í slíf sem varð til þess að sauð alloft á honum.
Allavega BBenna flutti inn mjög marga svona bíla en af einhverjum orsökum voru fyrstu 3-4 árin þ.e 1996-2000 árgerðirnar mjög fáir ef einhverjir original turbo. mótorinn sem ég gerði upp í mínum heitir OM662 LA en LA stendur fyrir original turbo og það er töluverður munur á þeim.
Fyrir það fyrsta eru smurolíusprautarar í kjallaranum sem spreuta olíu upp undir stimpla, stangarlegur eru sérhertar og sverari(annar litur á þeim) og líklega sveifarlegurnar líka. Þjappan er önnur og lægri í turbo og það er öðruvísi kambás sem heldur ventlum opnum lengur. Olíuverkið er líka sett upp á annan hátt sem ég kann ekki.

OM602 er eftir því sem mér skilst heitið á þessum vélum sem eru original smíðaðar hjá Mercedes. Það sem kemur original frá Mercedes í þessum vélum í Musso er heddið sjálft, vacumdælan framan á vélinni og svo er olíuverkið frá Bosch með spíssum og slíku, þá eru ýmsir nemar original Benz. Annað er steypt í Kóreu og merkt þannig en ég veit ekki hvort þeir eru að nota sömu málmana og Þjóðverjarnir en mér skilst á reyndari mönnum í Benz að Kóreubúarnir hafi betrumbætt hitt og þetta.

Sjálfskiptingin er original smíðuð af Benz fram til 1999 en þá kom í þessa bíla BTRA rafstýrð skipting (veit ekki hvar smíðuð) sem er betri en Benz skiptingin og bilar víst síður.
Millikassinn er frá Borg Warner og er eftir því sem mér skilst beint út nema í lága drifinu.
Minn kom original með 3.54 hlutfalli og var þá í c.a 110km/klst í 3000snún en vinnslusviðið á þessum mótorum er best frá 2100-2800 snúningum þ.e þá er hann að Torka mest og eyða minnst og hef ég það uppúr töflum úr service manual
Í dag er ég með 4.56 hlufall og 36" dekk sem gefur að á 2800 snúningum er hann á 90-95km/klst

Kv Aron Guðnason


Til baka á “SsangYong-Daewoo”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir