Síða 1 af 1

Musso 2,9 dísel og 3,2 bensín

Posted: 20.jún 2012, 11:52
frá jk2
Sælir
Nú er ég að spá í að versla mér Musso. Er að kíkja á tvo bíla.
Annar er 2,9 dísel og hinn er 3,2 bensín.
Báðir eru sjálfskiptir og á 35".
Langaði að forvitnast um eyðsluna á þeim? Hef heyrt gróusögur um geðveika eyðslu á bensín bílnum innanbæjar, alveg tölur upp í 20+.
Bíllin verður hugsaður sem eini bíllin á heimilinu þannig að væri gott að heyra bæði innanbæjar og langkeyrslu tölur

kv.
JK

Re: Musso 2,9 dísel og 3,2 bensín

Posted: 20.jún 2012, 11:55
frá Hjörturinn
Sælir.

Foreldrar áttu musso með svona bensín vél (3,2) og eyddi hann nú bara eðlilega miðað við allt (kannski 14-15L), og í langkeyrslu var eyðslan mjög hófleg.
Málið er bara að þessi mótor vinnur svo rosalega skemmtilega að ég trúi alveg að menn geti fengið hann til að eyða 20 innanbæjar á milli ljósa.
Þessi bíll var á 32" dekkjum og mokaðist rosalega vel áfram.

Edit: man hann eyddi alveg 18-19 þegar við fengum hann fyrst, skánaði eftir að hafa farið til Benna aftur.

Re: Musso 2,9 dísel og 3,2 bensín

Posted: 20.jún 2012, 19:08
frá kjartanbj
2.9 bíllinn eyðir allavega muuun minna, pabbi átti 3.2 bíl á 35" og hann gat drukkið vel

ég hef hinsvegar átt 2stk 2.9 dísel bíla og þeir eyddu báðir 10l alveg sama hvernig maður keyrir þetta

Re: Musso 2,9 dísel og 3,2 bensín

Posted: 22.jún 2012, 13:26
frá Gormur
Ég átti svona beinskiptann eðalvagn á 38" í 6 ár og eyðslan var svona kringum 12-13 á hundraðið.