Minni pallbílar - hver er bestur?

User avatar

Höfundur þráðar
EBG
Innlegg: 53
Skráður: 26.apr 2010, 21:48
Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá EBG » 26.apr 2010, 22:00

Jæja, ég er að velta því fyrir mér að losa mig við fólksbílinn minn og fá mér pallbíl í staðinn. Ég er semsagt í vandræðum með lán á bílnum og verð því að fá mér 2006, reyndar helst 2007 bíl, og þá er valið á milli 4. bíla í þessum verðflokki...

Nissan Navara
Izusu D-max
MMC L200
Toyota Hilux (Frekar í dýrari kantinum)

Er einhver sem gæti mælt með eða á móti einhverjum af ofangreindum bílum? Er komin einhver reynsla á þessa bíla hvað varðar viðhald og styrk?
Einnig þá uppá framtíðar not hvað varðar breytingar á bílnum og ferðalög í óbyggðum...?

Kv. Einn á byrjunarreit...


Kv.
Eyjólfur

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá jeepson » 26.apr 2010, 22:13

Er ekki isuzu D max að koma mjög vel út? maður hefur heyrt það. Þeir virðast ekki eyða neitt voða miklu.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
EBG
Innlegg: 53
Skráður: 26.apr 2010, 21:48
Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá EBG » 26.apr 2010, 22:16

Já ok, það hljómar strax vel ;)
Kv.
Eyjólfur


steinarxe
Innlegg: 195
Skráður: 09.mar 2010, 21:16
Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá steinarxe » 26.apr 2010, 22:58

Hiluxinn er held ég klárlega besti kosturinn, níðsterkur og bilunatíðni í lágmarki hefur maður heyrt. Held líka að þeir eigi bara að vera að eiða um 7 l/100!;)

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá JonHrafn » 26.apr 2010, 23:01

Diesel navaran er frekar þyrstur, fékk einn lánaðan í veiði, 17lítrar í 90% langkeyrslu ... á 33" dekkjum.

Hiluxinn er eini sem ég get mælt með af þessum lista.

User avatar

Höfundur þráðar
EBG
Innlegg: 53
Skráður: 26.apr 2010, 21:48
Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá EBG » 26.apr 2010, 23:09

já ok, helvíti er Navaran þyrst...

Mig langar klárlega mest í Hiluxinn en það er helvít dýrt að fá sér 2007 bílinn fyrir mig einsog er, á frekar lítið í milligjöf, ef ég gæti komist í 2006 bíl þá ætti ég að geta verið nær takmarkinu, en hann er auðvitað ekki með 3 lítra vélinni og sjálfskiptingunni...
Kv.
Eyjólfur

User avatar

ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá ssjo » 26.apr 2010, 23:20

Get alveg mælt með Hilux. Aðeins um eyðslutölurnar, ég er með 2007 bíl á 38" og hann fer niður fyrir 12 l/100 km í langkeyrslu á sumrin. Er annars að eyða svona 12-14 lítrum í blönduðum akstri.

User avatar

Höfundur þráðar
EBG
Innlegg: 53
Skráður: 26.apr 2010, 21:48
Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá EBG » 27.apr 2010, 06:54

Já það er greinilegt að ég verð að herða sultarólina og finna fé til að koma mér í Hilux... ég efast einhvernvegin um að það sé nokkur Hilux eigandi sem myndi taka sléttum skiptum á Octaviu 2007 og Hilux 2007...
Kv.
Eyjólfur


HHafdal
Innlegg: 128
Skráður: 18.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
Staðsetning: Vatnsleysuströnd

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá HHafdal » 27.apr 2010, 13:26

Sæll ég var með 2007 Hilux gæðabíll á "32 dekkjum var að eyða 9-10 í blandaðri keyrslu
14-15 með kerru Held að það sé ekki komin mikil reynsla á Isuzu D max en átti Gamlan
Crew cap með 3,i vélinni sem kom rosalega vel út nema boddýið riðgaði utan af honum.
Myndi veðja á Hilux ef ég ætti pening.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá birgthor » 27.apr 2010, 16:37

.
Síðast breytt af birgthor þann 15.jan 2022, 21:16, breytt 1 sinni samtals.
Kveðja, Birgir

User avatar

SIE
Innlegg: 36
Skráður: 06.apr 2010, 10:54
Fullt nafn: Sigurbjörn Einarsson

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá SIE » 27.apr 2010, 18:58

get litlu bætt við það sem hefur komið fram nema að Izusu D-max eyður talsvert miklu minna en Nissan Navara

það hefur enginn commentað á MMC L200, þekkir þá einhver?
SE

User avatar

Höfundur þráðar
EBG
Innlegg: 53
Skráður: 26.apr 2010, 21:48
Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá EBG » 27.apr 2010, 19:17

Já ég var einmitt að velta því fyrir mér hvort einhver þekkti þá eitthvað...
reyndar er einn svoleiðis í vinnuni, gæti kanski spurt þann sem er að nota hann hvernig hann er... hann er reyndar beinskiptur en ekki sjálfskiptur einsog ég var að spá í að fá mér.
Kv.
Eyjólfur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá Stebbi » 27.apr 2010, 19:19

Mér finnst allir bestir, svo þekki ég fullt af fóki sem á bíl og það er allt meira og minna ánægt með hann. Íslenska ánægjuvogin er mannskaðatæki og það á ekki að taka mark á henni í bílakaupum.

Hvað ætlarðu að breyta bílnum mikið ef þú skyldir breyta honum, ef þú ætlar í 38" þá eru bara 2 sem eru raunhæfur kostur, Hilux og L-200. Ef þú ætlar ekkert að breyta og skjögta um á 32" í veiði þá er fátt annað en viðhaldssögur sem geta hjálpað þér og að sjálfsögðu þín eigin ánægjuvog eftir reynsluakstur.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
EBG
Innlegg: 53
Skráður: 26.apr 2010, 21:48
Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá EBG » 27.apr 2010, 19:48

Ég skil þig, ég er nú ekki að spá í að fara alla leiðina í 38" á þessum sem ég er að stefna á núna, kanski á 35" breytingu á næstu misserum en ekki meira...
Kv.
Eyjólfur

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá jeepson » 27.apr 2010, 19:50

Mér skylst að D-max sé að að eyða um 8L á hundraði í langkeyrslu. En eins og ég segi þá hef ég bara heyrt þetta. En ég var að vinna hjá verktaka í bænum og þeir voru með 3 D-max 2 bssk og einn ssk þeir voru nú að koma mjög vel út. ég prufaði reyndar ekki ssk bílinn sem að þeir voru með en bsk bílarnir voru mjög fínir. Þessi hérna er að heilla mig mjög mikið. Ef maður nú bara ætti pening. En hinsvegar veit ég ekki hvað svona bíll á 35" er að eyða

http://www.bilasolur.is/CarDetails.aspx ... &schpage=2
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
EBG
Innlegg: 53
Skráður: 26.apr 2010, 21:48
Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá EBG » 27.apr 2010, 22:03

Já þessi er helvíti laglegur, en það er einsog þú segir, ef maður ætti nú bara pening...
En ég býst svosem ekki við að þessir bílar séu að eyða neitt mikið meira en Hiluxinn gerir á sömu dekkjum þar sem þeir eru gefnir upp með nánast sömu eyðslu í upplýsingum frá framleiðendum. Nú er bara að finna einhvern sem vill endilega losna við bílinn sinn og fá sér Skoda í staðinn :) hann er auðvitað alveg súper sparneytinn! ;)
Kv.
Eyjólfur


SverrirO
Innlegg: 74
Skráður: 01.feb 2010, 23:45
Fullt nafn: Sverrir Ormsson

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá SverrirO » 27.apr 2010, 23:27

er það ekki rétt hjá mér að l-200 vann sem besti pallbíllinn í sínum flokki?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá Stebbi » 27.apr 2010, 23:55

SverrirO wrote:er það ekki rétt hjá mér að l-200 vann sem besti pallbíllinn í sínum flokki?



Svo má ekki gleyma því að 35" breyttur L-200 í nýja boddýinu er lang flottasti bíllinn af öllum þessum fisksalabílum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá jeepcj7 » 28.apr 2010, 00:19

L-200 er nokkuð sterkur kostur að mínu mati fram og aftur drif stærri og sterkari en í hilux aftur lás sem bara virkar ekki eins og í hilux og bara skemmtilegir í notkun og umgengni en þetta er bara mitt mat.Þú verður bara að prófa og sjá hvað þér líst best á sjálfum og fara eftir því.Félagi minn er með 2007 L-200 á 35" sem er að eyða ca.9-10l í meðaleyðslu eldri bíllinn er ca.11-14 af minni reynslu.Sá yngri er að flestu leyti skemmtilegri ss.fjöðrun,beygjuradíusinn er frábær og aflið er nokkuð gott eða um 160 hö sem skilast bara mjög vel.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
EBG
Innlegg: 53
Skráður: 26.apr 2010, 21:48
Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá EBG » 28.apr 2010, 07:22

Já ok, frábært að fá svona innlegg, nú verð ég bara að fara og reynsluaka öllum bílunum til að sjá hver mér finnst skemmtilegastur :) En það er svosem ekki þar með sagt að ég fái bílinn sem ég er að leita að...
Kv.
Eyjólfur

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá Óskar - Einfari » 28.apr 2010, 12:18

Hilux ekki spurning.... Þeir eru þrælduglegir og flottir á 35" (reyndar hef ég ferðast með einni 35" NAVÖRU sem hefur staðið sig príðis vel en hún tekur ekki minni en 17" felgur) og ef maður vildi gera svoleiðis breytingu vel mætti setja 1:4,10 eða 1:4,56 hlutföll og torsen lása framan og aftan (nú eða loftlása... þeir eru bara svo skrambi dýrir í dag). Orginal fjöðrunin fannst mér bara merkilega góð í þann tíma sem ég átti minn bíl á fjöðrum að aftan. Það er til og búið að breyta gríðarlegu magni af þessum bílum víða í heiminum þannig að það er til aundalaust úrval af aukahlutum til breytinga eða skreytinga...... og það eru allar lausnir til hérna á klakanum til að breyta þessum bílum upp að 44" og búið að leysa öll vandamál sem tengjast breytingum á þessum bílum.

KV.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá HaffiTopp » 28.apr 2010, 13:40

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 00:03, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
EBG
Innlegg: 53
Skráður: 26.apr 2010, 21:48
Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá EBG » 28.apr 2010, 15:22

Já ok, ég prófaði L200 í morgun og svo einn Dmax í hádeginu. L200 bíllinn kom mér skemmtilega á óvart, ég held ða það sé kominn kubbur í hann en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Dmaxinn en ég fattaði svo eftir aksturinn að ég var að keyra bílinn með 130 hö vélinni sem var ekki að ná honum afstað... einnig var hann ekkert sérstaklega þægilegur eða fallegur að innan! Þá var L200 bíllinn strax miklu skárri kostur fyrir sama pening!

Ég verð bara að prufa Navara næst og sjá hvernig hann virkar, en ég er auðvitað búinn að testa Hiluxinn og langar mikið í en það er enginn 2007 bíll í mínum verðflokki...!

Ég er farinn að hallast að L200 bílnum þar sem hann er ekkert sérstaklega dýr og eyðir nú ekki miklu en ég ætla að sjá hvað Navaran býður uppá!
Kv.
Eyjólfur


Straumur
Innlegg: 109
Skráður: 02.feb 2010, 17:48
Fullt nafn: Kristján Logason

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá Straumur » 28.apr 2010, 18:39

D-Max er skelfilegur bíll, þvílíkur traktor og leiðinlegri aksturseiginleika finnur maður varla.

Gallar; Fjöðrunin er skelfileg, grjóthöst og leiðinleg, 'ógeðslegur að innan gæti alveg eins verið frá 1996. Fjórhjóladrifið er takkastýrt og skelfileg hönnun og ömurlegt að nota það. Svifaseinn

Kostir; Ágætis vinnsla með nýrri vélini

Navaran er alveg ágæt, með eyðsluna er það að segja að það verður að vera 2006 bíll eða eldri uppá eyðsluna, eftir þann tíma var settur mengunarbúnaður í bílinn og mokar hann eldsneyti í geggnum sig eftir það. Er annars þokkalega sparneytinn. Þæginlegur er góður kostur í þessu.

L200 bíllinn hef ég ekkert skoðað nem ég settist inní svoleiðis bíl og var það eins og að setjast í 1996 módel af Hilux, settist alveg í jörðina, og þarft kubb til að geta vera samkeppnishæfur við hina í afli.

Hiluxinn er klárlega toppurinn á ísjakanum, góð vél og skipting, lítil eyðsla, þéttur og fínn, þæginlegur í keyrslu og búið að leysa ll vandamál ef einhver eru við breytingar, borgar mest fyrir hann en selur hann líka hátt þegar þar að kemur, það er ekki svoleiðis hjá hinum enda ekki TOYOTA.

Þetta myndi því vera í þessari röð;

Hilux,
Navara,
D-MAX,
L200

Kv, Kristján
Síðast breytt af Straumur þann 14.maí 2010, 17:36, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
EBG
Innlegg: 53
Skráður: 26.apr 2010, 21:48
Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá EBG » 28.apr 2010, 19:29

Já þú segir það... Það væri ljúft að ná í einn Hilux en það er ólíkelgt að það gerist, ekki ef ég ætla að ná mér í sjálfskiptan Disel bíl, þá er Hiluxinn of dýr fyrir minn budget en hann er og verður það sem maður stefnir á í framtíðinni!

En eftir að hafa prófað Navara þá er hann orðinn líkelgasti kandidat og þá 2006 modelið til að ég hafi séns á því að skipta því sem næst slétt...
Kv.
Eyjólfur


Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá Arsaell » 29.apr 2010, 09:39

Sæll,
Ég hef átt "35 L200 núna í tæp 2 ár og hef lítið annað en gott um þá bíla að segja, eyða ekki miklu er að sjá hann í sirka 11-12,5 lítrum, mótorinn í honum togar ágætlega, sterkbyggður og fer hann bara nokkuð vel með mann á ferðalögum. Ég er reyndar með beinskiptan bíl svo að ég get lítið commentað á sjálfskiptinguna í honum.

Hef reyndar ekkert skoðað hina bílana að ráði nema D-Maxinn og kunni ég betur við L-200 bílinn. Ef þú ert að leita þér að upplýsingum um þessa bíla á netinu þá er hann seldur undir nafninu Mitsubishi Triton í Ástralíu og sem Mitsubishi Strada í Asíu. En bæði ástralarnir og asíubúarnir eru nokkuð duglegir við að breyta þeim og setja upplýsingar um það á netið.

User avatar

Höfundur þráðar
EBG
Innlegg: 53
Skráður: 26.apr 2010, 21:48
Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá EBG » 29.apr 2010, 13:56

Já ok, tékka á því
Kv.
Eyjólfur

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá jeepson » 29.apr 2010, 16:04

Straumur wrote:D-Max er skelfilegur bíll, þvílíkur traktor og leiðinlegri aksturseiginleika finnur maður varla.

Gallar; Fjöðrunin er skelfileg, grjóthöst og leiðinleg, 'ógeðslegur að innan gæti alveg eins verið frá 1996. Fjórhjóladrifið er takkastýrt og skelfileg hönnun og ömurlegt að nota það. Svifaseinn

Kostir; Ágætis vinnsla með nýrri vélini

Navaran er alveg ágæt, með eyðsluna er það að segja að það verður að vera 2006 bíll eða yngri uppá eyðsluna, eftir þann tíma var settur mengunarbúnaður í bílinn og mokar hann eldsneyti í geggnum sig eftir það. Er annars þokkalega sparneytinn. Þæginlegur er góður kostur í þessu.

L200 bíllinn hef ég ekkert skoðað nem ég settist inní svoleiðis bíl og var það eins og að setjast í 1996 módel af Hilux, settist alveg í jörðina, og þarft kubb til að geta vera samkeppnishæfur við hina í afli.

Hiluxinn er klárlega toppurinn á ísjakanum, góð vél og skipting, lítil eyðsla, þéttur og fínn, þæginlegur í keyrslu og búið að leysa ll vandamál ef einhver eru við breytingar, borgar mest fyrir hann en selur hann líka hátt þegar þar að kemur, það er ekki svoleiðis hjá hinum enda ekki TOYOTA.

Þetta myndi því vera í þessari röð;

Hilux,
Navara,
D-MAX,
L200

Kv, Kristján


Þessi er ég nú ekki alveg sammála. ég er búinn að keyra 2 D-max bíla og varð ekki var við að þeir hastir. hinsvegar er L200 bíllinn algjör tré hestur eins og eldri hiluxarnir. og virðist eyða of miklu miðað við kraftleysi. Ég neyddist einusinni til að keyra svona l200 07 eða 08 árgerð alveg heila 200km og ég hefði sennilega fengið meir þægindi og minni eyðslu MF 135... Enda vill ég ekki sjá mmc. Ég hef enga reynslu á hiluxinum nýja. En hann stóðs allavega ekki elg prófið sem að svíjar tóku. En mitt ráð til þínb EBG er að fara að prufa þessa bíla á bílasölum og sjá hvað heillar þig mest af þessu.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá Stebbi » 29.apr 2010, 18:07

Heilbrigðast fyrir svona ungan mann eins og þig er að gleyma þessu dísel sulli og láta aldraða leigubílstjóra um það. Ég á handa þér hinn fínasta vagn sem er ekki eins og verktakabíll í laginu og með það sem mestu máli skiptir V8 bensínvél.
Hjá réttum manni eins og þér erum við að tala um 17L innanbæjar og 12L úti á vegum og meira tog en í þessum grjótmulningsvélum sem þú ert að spá í. Og svo spillir verðið ekki ánægjuni og afgangurinn sem átti að fara í dvergvaxna vörubílinn með ljósavélini sér þér fyrir bensíni í nokkur ár.

Þegar þú sérð ljósið þá sendirðu mér bara skiló.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
EBG
Innlegg: 53
Skráður: 26.apr 2010, 21:48
Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá EBG » 29.apr 2010, 20:46

Hehe já ég væri alveg til í að kaupa mér eitthvað leiktæki með skemmtilega bensínvél en ég þarf að hafa drusluna eins sparneytna og ég get þar sem þetta á að vera eini bíllinn á heimilinu og ég þarf að keyra 100 km á dag til og frá vinnu... það er nú einusinni þessvegna sem ég fékk mér disel skoda!
Kv.
Eyjólfur


skf
Innlegg: 7
Skráður: 13.maí 2010, 17:29
Fullt nafn: Sæmundur K. Finnbogason

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá skf » 13.maí 2010, 17:44

Er einmitt að pæla í svona bílum - L200 eða D-max. Finnst hiluxinn og navara flottir en hreinlega of dýrir.
L200 finnst mér mjög laglegur, en að sitja í þessu er eins og í gömlum hilux - fer alveg með bakið á manni.
prófaði D-max á 35 um daginn, fínasti bíll. Rétt sem hefur verið sagt, þetta er ekki fallegur bíll að innan, en stóru brettakantarnir gera sitt. Persónulega er ég farinn að hallast að D-max.

Er þetta ekki allt að eyða circa 9-12 á hundraðið?

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá HaffiTopp » 13.maí 2010, 20:23

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 00:05, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
EBG
Innlegg: 53
Skráður: 26.apr 2010, 21:48
Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá EBG » 13.maí 2010, 21:31

Já ég er eigilega kominn á þá niðurstöðu að fá mér L200... vantar bara að finna mér bíl með yfirbyggingu á pallinum þar sem þetta þarf að notast sem fjölskyldu og ferða bíll. Það kostar helling að kaupa sona yfirbyggingu á pallinn!
Kv.
Eyjólfur

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá JonHrafn » 13.maí 2010, 22:08

skf wrote:Er einmitt að pæla í svona bílum - L200 eða D-max. Finnst hiluxinn og navara flottir en hreinlega of dýrir.
L200 finnst mér mjög laglegur, en að sitja í þessu er eins og í gömlum hilux - fer alveg með bakið á manni.
prófaði D-max á 35 um daginn, fínasti bíll. Rétt sem hefur verið sagt, þetta er ekki fallegur bíll að innan, en stóru brettakantarnir gera sitt. Persónulega er ég farinn að hallast að D-max.

Er þetta ekki allt að eyða circa 9-12 á hundraðið?


Navaran er að eyða mun meira. 17lítrum í laaangkeyrslu á 33", rugl.


skf
Innlegg: 7
Skráður: 13.maí 2010, 17:29
Fullt nafn: Sæmundur K. Finnbogason

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá skf » 14.maí 2010, 09:57

17l/100 er eins og óbreyttur grand cherokee! Þá getur maður gleymt Navara held ég.

L200 eru fallegri og fínn kraftur með kubb.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá Stebbi » 14.maí 2010, 17:48

skf wrote:17l/100 er eins og óbreyttur grand cherokee! Þá getur maður gleymt Navara held ég.


Grandinn minn er með 10-13 úti á vegi enda gengur hann ekki á hvalspiki, bara hreinræktuðu sprengifimu bensíni. Dísel jeppi sem eyðir 17 á hundraðið í langkeyrslu er annað hvort bilaður, ónýtur eða bæði.
Síðast breytt af Stebbi þann 14.maí 2010, 23:28, breytt 1 sinni samtals.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Straumur
Innlegg: 109
Skráður: 02.feb 2010, 17:48
Fullt nafn: Kristján Logason

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá Straumur » 14.maí 2010, 18:51

Straumur wrote:Navaran er alveg ágæt, með eyðsluna er það að segja að það verður að vera 2006 bíll eða eldri uppá eyðsluna, eftir þann tíma var settur mengunarbúnaður í bílinn og mokar hann eldsneyti í geggnum sig eftir það. Er annars þokkalega sparneytinn. Þæginlegur er góður kostur í þessu.


Þrátt fyrir það er 17 lítrar á óbreyttum díslebíl eitthvað skrýtið, vitlaus mæling, verið að fara eftir vitlausri eyðslutölvu eða bíllinn hrikalega pirraður.

Kv, Kristján

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá Stebbi » 14.maí 2010, 23:30

Straumur wrote:Þrátt fyrir það er 17 lítrar á óbreyttum díslebíl eitthvað skrýtið, vitlaus mæling, verið að fara eftir vitlausri eyðslutölvu eða bíllinn hrikalega pirraður.

Kv, Kristján


Það hlýtur að vera pirringur, konan mín eyðir geðveikt þegar hún er pirruð.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


TT144
Innlegg: 1
Skráður: 20.feb 2010, 23:54
Fullt nafn: Þorleifur Olsen

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá TT144 » 15.maí 2010, 21:21

d max er að koma mjög vel út í eiðslu og viðhaldi er með d max 07 búið að aka 160þ og er þetta vinnuþjarkur er alltaf með hlass á frammhjólonum (tönn), navara væri búinn að vera miða við þessa notkun og er hann með óníta vél. isussu er að gera það gott í þessarivinnu sem hann er i

User avatar

Höfundur þráðar
EBG
Innlegg: 53
Skráður: 26.apr 2010, 21:48
Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Minni pallbílar - hver er bestur?

Postfrá EBG » 15.maí 2010, 21:32

Ok, hann þarf svosem ekki að þola slíka notkun... :) en það er allavega ágætt að vita að þetta endist eitthvað...

Annars gæti ég verið að fara að taka 900° snúning og enda hugsanlega á gömlum Ranger sem ég get fengið á kúk og kanil... það verður áhugavert að sjá hvort á haugur sé að virka eitthvað og hvort hann nái skoðun!
Kv.
Eyjólfur


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 28 gestir