Kippir í stýri á Patrol

User avatar

Höfundur þráðar
Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: Kippir í stýri á Patrol

Postfrá Alpinus » 29.jún 2010, 20:06

Kannski eru dekkin gölluð, hef ekki fundið önnur til að prófa, hef ekki fengið neinn verkstæðiskall á rúntinn ennþá og þverstífan skal athuguð.

Takk fyrir!

Kkv
Hansi



User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Kippir í stýri á Patrol

Postfrá Sævar Örn » 29.jún 2010, 20:14

Athugaðu líka varðandi hjólastillinguna, margir stilla bílana bara eftir því sem framleiðandi gefur upp, það er ekkert að marka eftir að bílnum hefur verið breytt, þ.e. amk. ekki toeið, millibil framhjólanna.

Þegar sett eru stærri og breiðari dekk á að setja hjólin örlítið meira innskeif en á orginal dekkjunum, c.a. 0.03-7° og á stærri dekkjum jafnvel ennþá meira.

Þegar við stillum breytta jeppa á bílaverkstæði þá förum við alltaf í vandlegann prufutúr og hættum ekki fyrr en bíllinn er farinn að vera eðlilegur í stýrinu, þ.e. svo lengi sem hjólastillingin hefur með það að gera.

Þegar jeppi er keyrður á malbiki, yfirleitt í afturdrifi þá dragast framhjólin örlítið aftur, við það að dragast aftur verður örlítil útskeifni, því eru framhjólin fest örlítið innskeif svo þau verði sem næst núlli þegar bílnum er ekið. Því breiðari og viðnámsfrekari sem dekkin eru, því innskeifari þurfa þau að vera stillt.

kv. Sævar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: Kippir í stýri á Patrol

Postfrá Alpinus » 29.jún 2010, 20:23

Sævar, hvaða verkstæði er þetta sem þú talar um?
Maður þarf að fara þangað sem menn þekkja eitthvað til jeppabreytinga. Er það ekki?

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Kippir í stýri á Patrol

Postfrá Járni » 29.jún 2010, 21:53

Þú skalt endilega fá einhvern með þér í bíltúr til að finna þessa kippi sem þú talar um. Það þýðir lítið að giska endalaust á þetta, á meðan vanur maður áttar sig strax á því hvur vandinn er. Ég býst nú við að menn séu tilbúnir til að kíkja með þér einn stuttann hring til að átta sig á vandamálinu með þér.

Sambandi við menn sem eru vanir að eiga við jéppa myndi ég mæla með Stáli og Stönsum ásamt ArticTrucks. Svo auðvitað umboðinu og umboðsverkstæðunum.
Þar eru menn sem eiga við þessa bíla alla daga.
Land Rover Defender 130 38"


Hlynurh
Innlegg: 120
Skráður: 21.mar 2010, 20:08
Fullt nafn: Hlynur Hilmarsson

Re: Kippir í stýri á Patrol

Postfrá Hlynurh » 29.jún 2010, 22:35

Bíltak ehf. Hrísmýri 2a Selfossi mæli með þeim fór með hiluxinn eftir hásingarvæðingu þangað og hann kom til baka eins og meðalfólksbíll í stýri og ekki svo dýrir kallin sem á verkstæðið er jeppakall sjálfur þannig fínt að tala við hann

kv Hlynur

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Kippir í stýri á Patrol

Postfrá Sævar Örn » 30.jún 2010, 19:05

Bílaverkstæði Högna í Hafnarfirði, höfum m.a. verið að breyta jeppum og hækka upp og þess háttar og alltaf fylgir töluverð hugsun til að halda aksturseiginleikum góðum, og á slíku verkstæði er vönduð hjólastilligræja eiginlega möst.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: Kippir í stýri á Patrol

Postfrá Alpinus » 30.jún 2010, 21:12

Fínar upplýsingar hérna. Ég mun tékka á þessum verkstæðum þegar fram í sækir. Ég fer yfirleitt ekki á verkstæði nema einhver hafi mælt með þvi á einn eða annan hátt.

Járni, ég hef aðallega verslað við Stál og Stansa og BFÓ og hef ekkert yfir þeim að kvarta. Kiddi Bergs á Selfossi veit líka meira en margur þegar kemur að þessum bílum. AT fær hinsvegar mun aldrei fá krónu úr mínum vasa. Ég get fengið tvö dekk lánuð sem ég veit að eru í lagi og ætla að setja þau undir að framan og ef ekkert lagast þá fæ ég einhvern í bíltúr með mér.

Þetta mun hafast á endanum;)


junni
Innlegg: 11
Skráður: 12.maí 2010, 09:46
Fullt nafn: Júníus Guðjónsson

Re: Kippir í stýri á Patrol

Postfrá junni » 25.júl 2010, 16:16

Er komin niðurstaða í vandamálið Hans.
Kv. Júníus

User avatar

Höfundur þráðar
Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: Kippir í stýri á Patrol

Postfrá Alpinus » 26.júl 2010, 11:59

Nei, ekki enn. Ég hef ekki tíma til að eltast meira við þessa vitleysu. Er búinn að kanna allt sem hægt er. Setti önnur dekk undir og lagaðist hann þá aðeins við það, sem segir að dekkin sem ég keypti eru kannski bara léleg vara. Þau voru reyndar rúmlega 2ja ára gömul en höfður aldrei verið notuð...


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir