Síða 1 af 1

Kippir í stýri á Patrol

Posted: 25.apr 2010, 21:00
frá Alpinus
Gott kvöld
ég er með Patrol '00. Setti ný dekk undir fyrir mánuði síðan, 33" og einnig stýridempara OME. Síðan þá hefur verið sláttur í stýriunu á honum alltaf í kringum 90-100km hraða. Hef látið ballansera þrisvar, hjólastilla og tékka hvort allt sé ekki á sínum stað og allt virðist í lagi. Þetta er alveg að fara með taugarnar í mér;)
Hvað er að??

Kveðja
Hansi

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 25.apr 2010, 21:03
frá Járni
Ertu alveg 100% öruggur á því að hjóla- og spindillegur séu í lagi?

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 25.apr 2010, 21:15
frá Alpinus
Sæll. Hjólalegur og spindillegur voru nýlega athugaðar hjá Stáli og Stönsum og þurfti bara herða aðeins á annari hjólalegunni. Ætti ég að fá annað álit annarsstaðar?

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 25.apr 2010, 21:26
frá Stebbi
Þarftu ekki bara stýfari stýrisdempara. Ég átti hilux sem lét ekki af stjórn á 35" ef að stýrisdemparinn var ekki nógu góður.

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 25.apr 2010, 21:31
frá Járni
Byrjaði þetta með nýju dekkjnum?

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 25.apr 2010, 22:09
frá Alpinus
Járni, já þetta byrjaði með nýju dekkjunum, sem eru reyndar framleidd 2007 en höfðu aldrei farið undir bíl. Keypt hjá Dekkverk Garðabæ.
Geta verið einhverjar ójöfnur í þeim?

Stebbi, nýi stýrisdemparinn er Old Man Emu... sem þykja nokkuð stýfir þó svo ég finni lítin sem engan mun frá því sem var fyrir.

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 25.apr 2010, 22:14
frá Járni
Það er útlit fyrir það, undarlegt að ekkert komi í ljós við jafnvægisstillingu á dekkjunum.

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 25.apr 2010, 22:16
frá birgthor
En hvernig eru allir krossarnir hjá þér?

Komdu svo endilega með svarið þegar það er fundið.


Kv. Biggi

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 25.apr 2010, 22:26
frá Alpinus
Veit ekki með krossa nema það að kallinn í hjólastillingunni fór yfir allt saman og sagði allt i himnalagi. Það er kominn skoðunartími á bílinn og ég fer alltaf í Frumherja, þeir ættu að finna ef eitthvað er í ólagi.

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 25.apr 2010, 22:29
frá Izan
Sæll

Pattinn er leiðinlega viðkvæmur fyrir minnstu sliti eða veseni í framhjólastellinu. Minn hefur látið svona og lætur af og til en ég er búinn að gera allskyns hluti til að klóra í bakkann. Allt hefur haft jákvæð áhrif en ekkert hefur lagað þetta.

Það sem ég er búinn að gera er að skipta út stífufóðringum fyrir plastfóðringar (stál og stansar) sem eru mun stýfari en original. Ég skipti um allar spindillegur og herti þær skv sérhæfðum Nissan bifvélavirkja. Það sem gerist með þær að að þær ferðast svo stutt í notkun að þær grafa inn í sætið för sem létta á þeim þegar dekkin snúa beint fram. Það þarf annaðhvort að taka pólitíska ákvörðun um að skipta þeim út óháð ástandi og setja þær gömlu í varahlutakassann eða opna þær og kanna hvort botninn sé ekki 100% réttur allan hringinn. Gæti verið hægt að vikta hvort það þyngir eða léttir á beygjunni við það þar sem dekkin snúa fram.

Mér finnst ekki snigðugt að herða mikið á hjólalegum sem hafa verið í bíl í einhvern tíma. Ef þær eru að losna er líklegast að þær séu að fara og ef Patrol framhjólalega fer tekur hún nafið á svipstundu með sér og það kostar augun úr að endurnýja.

Ég er ekki kominn lengra en það er mikill munur hjá mér eftir dekkjum. Ég nota hann stundum á 35" slitnum sumardekkjum en þá er hann skelfilegur. Hristist eins og enginn sé morgundagurinn.

Ég myndi í þínum sporum athuga með að fá original Patrol stýrisdempara. Ég veit til þess að svona vandamál hafi nánast heyrt sögunni til með því að setja hann undir aftur og ef þú hefur tekið hann úr bílnum í lagi ættirðu að prófa hann aftur.

Er mögulleiki að felgurnar sitji ekki rétt á bremsudisknum. Þú veist að Patrolinn er með pínulítið stærri felgumiðju heldur en aðrir jeppar. Hugsanlegt er að eitthvað sé ekki í standi þarna. Það má líka prófa að herða felgurnar öðruvísi en eftir bókinni. Fyrst puttaskrúfarðu felgurnar að disknum og síðan gengurðu hringinn og herðir lítið í einu. Svona ferðu nokkra hringi þar til felgan er fullhert.

Kv Jón Garðar

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 26.apr 2010, 18:21
frá Alpinus
Takk Jón
Ég lét skipta um stífufóðringar (plast Stál og...) fyrir ca20,000km síðan. Þeir skiptu líka um framhjólalegurnar fyrir ári síðan og hafa þeir þurft að herða þær síðan þá og nýlega reyndar. Getur verið að endingin sé bara eitt ár á þessu hjá þeim? Ég spurði þá um að athuga sérstaklega með spindillegurnar en þeir sögðu þær í fínasta lagi. Stýrisdemparinn er nýr í honum OME og ég er ekki frá því að þetta hafi byrjað eftir að hann fór í (nokkrar vikur síðan). Ég leitaði að dempara út um allt en hvergi til nema í Benna og IH. Það var þá bara um Benna að velja því orginal frá IH sem kostar ekki nema 59,000kr. og því augljóst að ekki yrði af því. Alveg merkilegt miðað við hvað það er mikil jeppamenning hér á landi hvað úrval í vara og aukahlutum er lélegt. Demparinn var þó í lagi sem fór undan og spurning um að skella honum undir til að prófa. Eitt er víst að þetta er að gera mig óðan;)

Smá 'off-topic' hérna:
Minn helsti veikleiki í þessu jepparugli er að ég get lítið gert sjálfur og er því háður misgóðum viðgerðamönnum hverju sinni. Ef maður hefði einhverja aðstöðu gæti maður fiktað eitthvað við þetta kannski.
Ég hef stundum farið með bílinn til Friðriks Ólafs varðandi vélarhluti að annað því tengdu og þeir tala og láta eins og þeir séu með allt á hreinu varðandi þessa bíla og mér hefur fundist þjónustan alveg ágæt. Hef verið að spá í að láta þá þjónusta bílinn frá A-Ö, allt á einum stað. Þeir eru dýrari en nota yfirleitt orginal hluti sem er betra, er það ekki?
Hver er ykkar reynsla af þeim?

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 26.apr 2010, 20:17
frá birgthor
Ég mæli með því að þú látir S.S. Gísla sjá um bílinn eða Kjartan Gutta. Þetta eru virkilega vandaðir menn með mikla reynslu af jeppum, þannig geta þeir oft verið fljótari en aðrir með bílinn og ná þá svipuðu verði.

Kv Biggi

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 26.apr 2010, 20:59
frá frikki
er á 44 patta og var að slást við jeppaveiki hun hvarf eins og dögg fyrir sólu með nyjum styrisdempara sem var keiptur í stál og stönsum og svo sagði mér góður maður að framhjólin ættu að vera ca 2 gr utskeif (það litið að dekkin slittni ekki misjafnt).

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 26.apr 2010, 21:16
frá Alpinus
Ég hringdi í Stál og Stansa forðum til að spyrja um stýrisdempara og var sagt að það þyrfti sérsmíði til að koma þeim fyrir í Patrol. Ég sá því fyrir mér óþarfa kostnað því þetta væri eitt af fáu sem ég gæti gert sjálfur og keypti því frekar OME, sem allir voru búnir að segja mér að væri svo frábær vara. Er með svoleiðis dempara undir bílnum sem ég er alveg sáttur við.

Kjartan Gutti, hvar er hann?

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 27.apr 2010, 16:44
frá birgthor
Flugumýri í Mosfellsbæ síminn er 5666257

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 28.jún 2010, 20:44
frá Alpinus
Allt við það sama hérna ennþá. Kippirnir koma alltaf í kringum 90km hraða... en þeir virðast aðeins koma þegar þurrt er í veðri, þegar blautt er úti er bílinn alveg til friðs. Er búinn að ballansera þrisvar (borga einu sinni) og nenni ekki meira í þeim málum.

Veit einhver hvað það þýðir?

Ballanstangar gúmmíin öðrum megin að framan eru orðin ansi morkin.

kkv

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 28.jún 2010, 21:27
frá Stebbi
Eru þessi dekk frá Dekkverk ekki bara einhverjir gallagripir. Varstu búin að prufa önnur dekk?

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 28.jún 2010, 22:45
frá Járni
Ertu búinn að fá einhvern verkstæðiskallinn með þér í bíltúr?

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 28.jún 2010, 22:56
frá Geiri
Er ekki viss hvort það sé málið hjá þér en ég er með terrano á 33" á álfelgum og miðju gatið er aðeins rúmt og ég finn allan mun á því hvernig felgurnar eru hertar undir bílinn, sem semsagt í kross og lítið í einu. Maður hefur séð allan gang á því á verkstæðum hvernig það er gert, hef séð menn full herða eina og fara síðan hringinn. Bara smá pæling.Það er oft gott að byrja á því ódýrasta.

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 28.jún 2010, 23:03
frá Brjótur
Sælir ég er nýbúinn að eiga við svona ófögnuð og það sem að var að hjá mér var þverstífan að framan, gúmmí við hásinguna búið svo að þar lét ég renna nælonfóðringu í staðinn og virkar flott en höggin hurfu ekki, þá tók ég eftir því að hinn endinn á þessari sömu stífu var orðinn losaralegur en þar er einhver lega, svo ég henti henni úr og stífaði þetta líka með nælonfóðringu og núna er allt í þessu flotta lagi :)

kveðja Helgi

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 29.jún 2010, 20:06
frá Alpinus
Kannski eru dekkin gölluð, hef ekki fundið önnur til að prófa, hef ekki fengið neinn verkstæðiskall á rúntinn ennþá og þverstífan skal athuguð.

Takk fyrir!

Kkv
Hansi

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 29.jún 2010, 20:14
frá Sævar Örn
Athugaðu líka varðandi hjólastillinguna, margir stilla bílana bara eftir því sem framleiðandi gefur upp, það er ekkert að marka eftir að bílnum hefur verið breytt, þ.e. amk. ekki toeið, millibil framhjólanna.

Þegar sett eru stærri og breiðari dekk á að setja hjólin örlítið meira innskeif en á orginal dekkjunum, c.a. 0.03-7° og á stærri dekkjum jafnvel ennþá meira.

Þegar við stillum breytta jeppa á bílaverkstæði þá förum við alltaf í vandlegann prufutúr og hættum ekki fyrr en bíllinn er farinn að vera eðlilegur í stýrinu, þ.e. svo lengi sem hjólastillingin hefur með það að gera.

Þegar jeppi er keyrður á malbiki, yfirleitt í afturdrifi þá dragast framhjólin örlítið aftur, við það að dragast aftur verður örlítil útskeifni, því eru framhjólin fest örlítið innskeif svo þau verði sem næst núlli þegar bílnum er ekið. Því breiðari og viðnámsfrekari sem dekkin eru, því innskeifari þurfa þau að vera stillt.

kv. Sævar

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 29.jún 2010, 20:23
frá Alpinus
Sævar, hvaða verkstæði er þetta sem þú talar um?
Maður þarf að fara þangað sem menn þekkja eitthvað til jeppabreytinga. Er það ekki?

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 29.jún 2010, 21:53
frá Járni
Þú skalt endilega fá einhvern með þér í bíltúr til að finna þessa kippi sem þú talar um. Það þýðir lítið að giska endalaust á þetta, á meðan vanur maður áttar sig strax á því hvur vandinn er. Ég býst nú við að menn séu tilbúnir til að kíkja með þér einn stuttann hring til að átta sig á vandamálinu með þér.

Sambandi við menn sem eru vanir að eiga við jéppa myndi ég mæla með Stáli og Stönsum ásamt ArticTrucks. Svo auðvitað umboðinu og umboðsverkstæðunum.
Þar eru menn sem eiga við þessa bíla alla daga.

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 29.jún 2010, 22:35
frá Hlynurh
Bíltak ehf. Hrísmýri 2a Selfossi mæli með þeim fór með hiluxinn eftir hásingarvæðingu þangað og hann kom til baka eins og meðalfólksbíll í stýri og ekki svo dýrir kallin sem á verkstæðið er jeppakall sjálfur þannig fínt að tala við hann

kv Hlynur

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 30.jún 2010, 19:05
frá Sævar Örn
Bílaverkstæði Högna í Hafnarfirði, höfum m.a. verið að breyta jeppum og hækka upp og þess háttar og alltaf fylgir töluverð hugsun til að halda aksturseiginleikum góðum, og á slíku verkstæði er vönduð hjólastilligræja eiginlega möst.

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 30.jún 2010, 21:12
frá Alpinus
Fínar upplýsingar hérna. Ég mun tékka á þessum verkstæðum þegar fram í sækir. Ég fer yfirleitt ekki á verkstæði nema einhver hafi mælt með þvi á einn eða annan hátt.

Járni, ég hef aðallega verslað við Stál og Stansa og BFÓ og hef ekkert yfir þeim að kvarta. Kiddi Bergs á Selfossi veit líka meira en margur þegar kemur að þessum bílum. AT fær hinsvegar mun aldrei fá krónu úr mínum vasa. Ég get fengið tvö dekk lánuð sem ég veit að eru í lagi og ætla að setja þau undir að framan og ef ekkert lagast þá fæ ég einhvern í bíltúr með mér.

Þetta mun hafast á endanum;)

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 25.júl 2010, 16:16
frá junni
Er komin niðurstaða í vandamálið Hans.
Kv. Júníus

Re: Kippir í stýri á Patrol

Posted: 26.júl 2010, 11:59
frá Alpinus
Nei, ekki enn. Ég hef ekki tíma til að eltast meira við þessa vitleysu. Er búinn að kanna allt sem hægt er. Setti önnur dekk undir og lagaðist hann þá aðeins við það, sem segir að dekkin sem ég keypti eru kannski bara léleg vara. Þau voru reyndar rúmlega 2ja ára gömul en höfður aldrei verið notuð...