Síða 1 af 1

Patrol hlutföll

Posted: 08.feb 2012, 13:15
frá Óskar - Einfari
Sælir

Ef það er rétt skilið hjá mér að Patrol Y60 og einhverjar útgáfur að Y61 noti sama kamp og pinion að framan og aftan að þá eru hérna hugsanlega nýjir möguleikar á hlutföllum:

5.857 fyrir H233B
5.571 fyrir H233B
5.142 fyrir H233B
4.875 fyrir H233B
4.625 fyrir H233B

Bæði 4x4parts og ruggedrocksoffroad virðast vera með flest sömu hlutföllin er reggedrocks er yfirleitt aðeins dýrar. Sumstaðar tekur hann framm sérstaklega að hlutfall sé "standard rotation" ég veit bara ekki hvort það þýði endilega að hin séu reverse??? kanski þekkir það einhver betur. Mig grunar að þettu séu allt orginal nissan hlutföll því þau eru öll merkt NISMO sem er held ég aukahlutaframeliðandi Nissan.... svona svipað og TRD hjá Toyota.

Einhverjir Y61 bílar eru með H260 afturdrifi, ég hef ekki getað fundið þessi hlutföll fyrir það drif. Það er náttúrulega líka möguleiki á að finna þarna hlutföll í fleiri nissan jeppa.

Ég keypti sjálfur frá þeim 4.875 hlutfall fyrir nokkru síðan til að nota í patrol afturhásingu sem ég setti undir hiluxinn hjá mér kassin sem hlutföllin voru í var merktur Nissan.... datt í hug að deila þessu ef þetta gæti nýst einhverjum öðrum.
Patrol afturhásing undir hilux

Kv.
Óskar Andri

Re: Patrol hlutföll

Posted: 08.feb 2012, 18:10
frá olei
Y60 og 61 eru með reverse drif (yfir-pinion) að framan. Ég sé ekkert slíkt hlutfall á síðunum. Því miður!

Re: Patrol hlutföll

Posted: 08.feb 2012, 18:47
frá Óskar - Einfari
Það sökkar... ég sendi nú samt fyrirspurn á þá báða... ef nissan eru sjálfir að framleiða þessi hlutföll hlýtur að vera hægt að fá þetta í framdrif líka... sjáum hvað þeir segja...

Re: Patrol hlutföll

Posted: 08.feb 2012, 19:01
frá olei
Flott, fróðlegt að vita hvað þeir segja um málið.
5.14 hlutfallið virðist vera NISMO, lægri drifin Superior.

Líklega eru þessi hlutföll ætluð fyrir einhverja týpu með minni framdrif en Patrolinn. Það er síðan hliðarverkun að þau passa í hann að aftan og óvíst að nokkuð framhlutfall sé til í H233B reverse á móti þessum.

Re: Patrol hlutföll

Posted: 08.feb 2012, 20:32
frá Óskar - Einfari
Komið eitt svar... 4x4parts eiga 4.875 í reverse cut... ansi öflugt verð á þessu...

Hello Askar,

Thank you for your interest in our product. We have 4.875 for H233B with
reverse cut $850.00
If you wish to order please let us know.

Regards,

Mike
Automotive Customizers
www.4x4parts.com
954-971-3510

Re: Patrol hlutföll

Posted: 08.feb 2012, 22:20
frá StefánDal
Gaman að skoða þessar myndir hjá þér Askar. Líka hin albúmin:)

Re: Patrol hlutföll

Posted: 11.feb 2012, 16:50
frá Kölski
Hef verið að spá og spögulera. Ég var að skoða 44" patrolbreytinguna hjá AT og þeir eru að setja drifhlutföll (5,13:1)
Þeir eiga ekki nema í framdrifið og vita ekkert hvenar það kemur meira. Vitið þið hvar er hægt að nálgast þessi hlutföll annarstaðar. ???? Og er kanski einhver hérna sem er með þessi hlutföll í hjá sér og getur deilt hvernig honum líkar við þetta. ?

Re: Patrol hlutföll

Posted: 11.feb 2012, 21:26
frá Óskar - Einfari
StefánDal wrote:Gaman að skoða þessar myndir hjá þér Askar. Líka hin albúmin:)


Takk

Re: Patrol hlutföll

Posted: 24.apr 2012, 23:27
frá Atlasinn
spurning ? er möguleiki að fá 5.88 hlutföll í gömlu y60 hásingarnar bæði aftan og framan vegna þess að á þessum link skist mér að það sé bara til afturdrif ??

kv Ægir Gunnarsson

Re: Patrol hlutföll

Posted: 25.apr 2012, 09:48
frá Brjótur
það eru sömu drif í y60 og y61 og þar af leiðandi samkvæmt svarinu sem Óskar fékk þá er það hægt.

Úpps leiðrétting las ekki nógu vel sorry :( ekki hægt

Re: Patrol hlutföll

Posted: 25.apr 2012, 11:12
frá LFS
nema fara i þessa breytingu og notast þa við 2 afturdrif

http://www.patrol-gr.net/trucs116.php

Re: Patrol hlutföll

Posted: 25.sep 2013, 20:30
frá fritz82
Sælir vinir, er með Patrol Y60 1993 árgerðina á 35". Ætla að breyta honum fyrir 38" eða 44". A maður að fara i 38 eða 44. Þarf eg að lengja i drifsköftum og styrisstöng fyrir 38" breytinguna s.s. 10 cm upp a fjöðrun, er það ekki nóg ?
Hlutfall 5.42 í 38" er fínt er það ekki ?

Re: Patrol hlutföll

Posted: 25.sep 2013, 20:31
frá fritz82
Sælir vinir, er með Patrol Y60 1993 árgerðina á 35". Ætla að breyta honum fyrir 38" eða 44". A maður að fara i 38 eða 44. Þarf eg að lengja i drifsköftum og styrisstöng fyrir 38" breytinguna s.s. 10 cm upp a fjöðrun, er það ekki nóg ?
Hlutfall 5.42 í 38" er fínt er það ekki ?

Re: Patrol hlutföll

Posted: 25.sep 2013, 20:36
frá olei
5,13 í Patrol að aftan:
https://ruggedrocksoffroad.com/nissan-p ... jekmdj3j67

5,13 í Patrol að framan - reverse
https://ruggedrocksoffroad.com/nissan-p ... jekmdj3j67

$330 stykkið - það hefur sést verra.

Re: Patrol hlutföll

Posted: 23.mar 2014, 21:14
frá Ásgeir Þór
Hvernig er að panta af þessari síðu og tolla og svoleiðis ætli maður næði þessu til landsins á um en 100þús ?

Re: Patrol hlutföll

Posted: 06.okt 2014, 03:06
frá gummiwrx
178tus hingad komid med sendingu og toll. gegnum shopusa.

208tus ef flytur sjalfur. har sendinga kostnadur til islands

Re: Patrol hlutföll

Posted: 02.jan 2018, 16:58
frá olei
Ég var að taka til í bókamerkjahrúgunni í netvafranum hjá mér og þá rakst ég á þetta hér og mundi eftir þessari umræðu...
https://ruggedrocksoffroad.com/nissan-p ... _1354.html

Ég sé að þeir Kaliforníu búar eru að selja 5,13 - 5,57 og 5,89 drifhlutföll í Nissan Patrol (233b) bæði reverse og venjulegt á $265 stykkið. Settið (bæði fram og aftur) ætti að geta skilað sér til íslands á rétt tæpan 100 þús kall með VSK.