.
Re: Klikk í startara
Er ný búinn að lenda í því sama. Reyndist skortur á jörð. Virkaði fínt upp á borði en klikkaði bara í honum þegar hann var í bílnum. Reif startarann í frumeindir og pússaði öll samskeyti á honum og skrúfaði hann í aftur og hefur hann ekki klikkað síðan.
Kv. Smári.
Kv. Smári.
Re: Klikk í startara
Það vantar stóra strauminn frá rafgeymunum niður á startara. Klikkið kemur frá segulspólunni þegar hún skellur í "on" stöðu en það er enginn straumur til staðar til að leiða í mótorinn. Til að sannreyna þetta setur þú startkapal frá + á geymi inn á stóra + pólinn á startaranum og prófar svo að starta.
Freyr
Freyr
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Klikk í startara
Lenti í svipuðu með gamlan daihatsu sem ég átti fyrir mörgum árum síðan þá vantaði jarðsambandið milli boddý og vélar.
Þú prufar það með startkapli milli -póls á rafgeymi og vélar.
Kv. Þorri
Þú prufar það með startkapli milli -póls á rafgeymi og vélar.
Kv. Þorri
Re: Klikk í startara
En að allt öðru Kalli ertu til í setja inn mynd af svefnaðstöðunni í Patrol hjá þér ;)
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim
Re: Klikk í startara
Kalli wrote:Freyr wrote:Það vantar stóra strauminn frá rafgeymunum niður á startara. Klikkið kemur frá segulspólunni þegar hún skellur í "on" stöðu en það er enginn straumur til staðar til að leiða í mótorinn. Til að sannreyna þetta setur þú startkapal frá + á geymi inn á stóra + pólinn á startaranum og prófar svo að starta.
Freyr
Þetta var rétt hjá þér Freyr takk fyrir kærlega gott að geta skotið inn bilanagreiningu hér inn en hvar finnur maður svona kapal til sölu ?
kv. Siggi og Kalli
Byrja á að skoða tengingarnarþar sem kapallinn fer á startara og á geymi og eins öryggi/fusable link ef það er svoleiðis á leiðinni, meiri líkur á svoleiðis veseni en að kapallinn sjálfur sé ónýtur.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur