Síða 1 af 1

Framhjólalegur í Terrano.

Posted: 14.nóv 2011, 22:46
frá major
Góðan dag.

Hvað segja menn um framhjólalegur í 33" breyttum Terrano (búið að skipta út sjálfvirkum fyrir handvirkar) er það eðlilegt að þurfa að herða upp á þeim á 3. -4. mánaða fresti, eða er eitthvað annað að gefa sig. Virðist vera verra hægra megin hjá mér. Luma menn á einhverjum ráðleggingum varðandi þetta??

Re: Framhjólalegur í Terrano.

Posted: 14.nóv 2011, 22:52
frá HaffiTopp
Sitthvor hluturinn drifloka og hjólalega. Hvort ertu að tala um annars?
Kv. Haffi

Re: Framhjólalegur í Terrano.

Posted: 14.nóv 2011, 22:54
frá major
Búið að skipta út lokunum, þarf stöðugt að herða upp á legunum.

Re: Framhjólalegur í Terrano.

Posted: 14.nóv 2011, 23:11
frá Sævar Örn
Ég hjólastilli kannski að meðaltali 2 terranóa í mánuði og 100% af þeim eru með slag í hjólalegum sem þó er hægt að herða upp á.

Hef órasjaldan skipt um legurnar en það virðist endalaust vera hægt að herða á þeim.

Re: Framhjólalegur í Terrano.

Posted: 15.nóv 2011, 00:45
frá Freyr
Handvirkar/sjálfvirkar lokur skipta akkúrat engu máli gagnvart hjólalegunum. Þetta er heldur oft sem þú ert að herða á þeim. Ég veðja á að legustútarnir séu lélegir og þeir séu ástæðan fyrir þessu.

Freyr

Re: Framhjólalegur í Terrano.

Posted: 15.nóv 2011, 00:51
frá Forsetinn
Skoðaðu legustútana, kannski eru legurnar orðnar of rúmar, legubakkarnir slitnir eða bara vitlaust hert uppá legunni. Nóg af feiti?

Varðandi hjólastillingar þá eiga þessir bílar það til að gliðna á klöfum og gott að setja styrkingu á milli klafa....

Re: Framhjólalegur í Terrano.

Posted: 15.nóv 2011, 08:07
frá Tómas Þröstur
Ekki ég myndi ég herða upp á hjóllegu sem komið er los á heldur skifta út legum. Eins og maðurinn sagði pay now or pay later - Í það minnsta rifa í sundur og þrífa og skoða og skifta um feiti.