Síða 1 af 1

Rúður og Samlæsing hætt að virka í patrol

Posted: 28.mar 2010, 23:25
frá andrig
Daginn,
Ég er með 94' árg Nissan Patrol
og um daginn hættu rúðurnar og samlæsinginn að virka hjá mér.
Kannast einhver við þetta vandamál?
Er eitthvað öryggi einhverstaðar, finn ekki neitt.
andri þór.
s: 661-1310

Re: Rúður og Samlæsing hætt að virka í patrol

Posted: 29.mar 2010, 08:51
frá gudbjarni
Sæll

Lenti í því sama. Veit ekki hvort vandinn hjá þér sé á sama stað og hjá mér. Rakti rafmagnslagnir og komst að því að það var brunninn vír inn í tengi þar sem allir vírarnir úr hurðinni koma inn í brettið. Þú kemst að þessu tengi með því að taka plasthlífina af inn í bíl undir mælaborðinu við hurðina.