Síða 1 af 1

að koma y60 kassa á 3.3l

Posted: 18.júl 2011, 19:25
frá LFS
getur einhver svarað mer þvi hvort að millikassin af y60 pattanum eða girkassinn passi við 3.3l vélina/gírkassan ? er að setja hana i pattan hja mer og þarf að fá utakið ur millikassanum fyrir miðju en það er farþegameginn á gamla dótinu !

Re: að koma y60 kassa á 3.3l

Posted: 19.júl 2011, 02:34
frá Brjótur
Millikassinn er eins í Y60 og Y61 boddýinu, og gírkassinn passar ekki, þarft kassa úr 4.2 eða 3.0 eða sjálfskiftingu
úr 3.0.

kveðja Helgi

Re: að koma y60 kassa á 3.3l

Posted: 19.júl 2011, 12:20
frá Izan
Sæll

Er þetta með drifskaftið eina áhyggjuefnið því að ef það er vandamálið er kannski ekkert vandamál. Ég er nokkuð viss um að drifskaftið geti verið á ská undir bílnum.

Ég þekki gömlu 3.3 vélina ekkert en ég er nokkuð viss um að hún er bæði endingagóð og vinnur ásættanlega og ef það er komin á hana túrbína er þetta fínasta jeppavél. Mér þætti ótrúlegt að eitthvað úr Y60 eða Y61 passaði á gamla kramið en ég veit það samt ekki.

Ég myndi alls ekki nota gírkassann af 2.8 vélinni, jafnvel þó að hann passaði. Hann er allt of veikur. Það er einn huggulega breyttur Patrol svona gamall með 2 gírkassa og eigandinn sagði mér að það eru til 2 gerðir af gírkössum af þessari vél með missverum úttaksöxli að mig minnir og sá grennri væri ekki mjög sterkur, allavega ekki sem aftari kassi.

Ef þú kemur stóra 4,2 kassanum á mótorinn ertu kominn með fínann stórann nýtískukassa með yfirgír og alles og millikassinn þinn passar beint aftan á hann. Þá þarftu ekki að hugsa um handbremsuvesen eða neitt í þeim dúr.

Ef það þarf að smíða eitthvað saman gætirðu fundið kassa af gömlu vélinni og látið smíða á milli hans og 4,2 patrol gírkassans og þá er lóló þér leyst um aldur og æfi.

Kv Jón Garðar

Re: að koma y60 kassa á 3.3l

Posted: 19.júl 2011, 13:31
frá LFS
best væri að nota original millikassan uppa hraðamælirinn handbremsuna og endinguna á hjöruliðskrossunum ! en ja eg er heitur fyrir logir fyrst maður er að gera þettað a annað borð !

Re: að koma y60 kassa á 3.3l

Posted: 19.júl 2011, 20:28
frá Brjótur
Millikassinn er eins í þessum bílum 2.8 3.0 og 4.2 en gírkassinn úr 2.8 passar ekki á 4.2 3.3 og 3.0 ok?
kveðja Helgi

Re: að koma y60 kassa á 3.3l

Posted: 19.júl 2011, 22:29
frá LFS
já en eg er að leitast við að koma þessu á sd33t 89 árgerðina af 3.3l velinni vantar að koma original ´millikassana þar a eg a girkassan sem fylgir 3.3l velinni en vantar að koma millikassanum þar a það væri mjog goð lausn ef það væri hægt þo það kostaði logir þar a milli !

Re: að koma y60 kassa á 3.3l

Posted: 19.júl 2011, 22:40
frá stjanib
Þeir hjá Renniverkstæði Ægis geta örugglega hjálpað þér við þetta. Þeir smíðuðu fyrir mig plötu og múffu til að setja patrol millikassa á GM 4l80 skiptingu...

Re: að koma y60 kassa á 3.3l

Posted: 20.júl 2011, 21:13
frá Brjótur
Já það sem ég er að reyna að segja þér, er að þú notar kassann af 3,3 vélinni og millkassinn af 2.8 þar aftan á, það er sami millikassi í þessum bílum 2.8 3.0 3.3 og 4.2, það er bara gírkassinn í 2,8 sem ekki gengur í þessu dæmi, og svo er einfalt að smíða milligír úr öðrum millikassa , með því að taka framdrifs unitið af honum og smíða lok og einn öxul í gegnum kassann ok?

kveðja Helgi

Re: að koma y60 kassa á 3.3l

Posted: 20.júl 2011, 21:39
frá LFS
ja okey eg eg misskildi þettað einhvað en það snilld ef þettað er bolt on dæmi eg þakka ykkur fyrir svörin þa finn eg mer y60 millikassan og græja þettað þakka !

Re: að koma y60 kassa á 3.3l

Posted: 23.jan 2015, 14:01
frá Rauðhetta
Sælir

ég var í sömu pælingum þ.e setja 2.8 millikassann aftan á 3.3 gírkassann, en þeir eru hreint ekki eins, nema að öxullinn er jafn sver, er einhver sem smíðar og selur milliplötu í þetta?

KV Kristján

Re: að koma y60 kassa á 3.3l

Posted: 23.jan 2015, 20:40
frá Hermann
ég er að sétja svo mótor í patrolinn hjá mér y60 ég er með 3.3 gírkassan og millikassan lika difskaftið lítur að meiga vera aðeins út á hlið eins og það má halla upp orgnal...... ég ætla reina að prófa það en ef það er vonlaust bara titringur prófar maður bara eitthvað nýtt ..... með handbremsuna maður kaupir bara lengir barka

Re: að koma y60 kassa á 3.3l

Posted: 24.jan 2015, 20:10
frá Rauðhetta
Já það er hægt, held að skaftinu sé alveg sama hvort það hallar niður eða út á hlið, en málið er að ég ætla að reyna að koma fyrir lógír, þannig að millikassinn af 3.3 verður að fara