Síða 2 af 2

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 15.aug 2014, 23:27
frá villi58
elliofur wrote:Til að leggja auka orð í belg með auka sjálfskiptikæli, vilja skiptingarnar ekki fá vökvann volgan inná sig? Ef tengt væri alveg framhjá vatnskassaspíralnum og fenginn stór kælir þá gæti vökvinn verið kominn niður undir útilofthita, er það gott?
Er ekki sniðugt að taka út af skiptingu, inn á auka kæli og svo aftur inn á vatnskassann á bílnum, orignal leiðina áður en það fer inn á skiptingu? Bara pæling.

Jú Elli það er rétt, þarf að hugsa dæmið til enda.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 16.aug 2014, 01:01
frá svarti sambo
Góð ábending Elli. Þannig þarf það að vera, ef það á að nota elimentið í vatnskassanum. Nú veit ég ekki röðina í Terrano-inum. En Kjartann í Mosó, var að benda mér á að aftengja spíralinn í vatnkassanum á Fordinum, þar sem að hann á það til að stíflast. Ljónin tóku líka undir það, þegar að ég nefndi það við þá. Skyldist að það væri aðalega vegna sverleika spíralins, á eftir að skoða þetta betur hjá mér í fordinum. Ég veit það til dæmis að, ef mótþrýstingurinn til kælis fyrir skiftinguna verður of mikill í Fordinum, þá opnar bypasslokinn á skiftingunni og hleypir olíunni framhjá kælir, frekar en að sprengja lagnir o.s.fr.

hummm. Fór allt í einu að spá í það, varðandi sj.sk. bílana á landsbyggðinni. Þeir ná yfirleitt aldrei eða varla að lyfta hitamælir á milli staða, þar sem að vegalengdirnar eru svo stuttar. Ég þarf til dæmis að láta mína bíla ganga lausagang, þegar að maður er að skjótast einhvað inn, til að ná upp síðasta starti og annað slagið að setja hleðslutæki á geyma, til að þurfa ekki að vera í því að skifta um geyma, þar sem að þeir yrðu alltaf hálf tómir. Síðan byrjar þessi spírall í vatnkassanum ekki að virka sem hitari, fyrr en lásinn er búinn að opna. Það er sennilega betra að setja hitastýrðan bypass loka á milli lagnanna til kælisins og láta hann stjórna því hvort að vökvinn þurfi kælingu eða ekki. Passa bara að hann sé normali close, þannig að ef hann missir straum, þá fer olían í gegnum kælinn. Eða nota hitastýrðan loka með þreifun, eins og er notað í kælikerfum. Veit bara ekki hvort að þeir þoli gauraganginn. Svo er hægt að nota svona termostat: http://store.sure-electronics.com/dc-te11434 og tengja segulloka við termostatið. Þá fær maður þetta allt beint í æð.


Óli, er ekki bara dekkjastærðin orðin of mikil fyrir orginal kæla, þar sem að afgas og álag er orðið það mikið, miðað við venjulegan búnað, og fyrir það sem bíllinn er hannaður fyrir ?

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 16.aug 2014, 15:49
frá svarti sambo
Rakst á þetta:
LNG-708-4739P6.jpg
LNG-708-4739P6.jpg (43.25 KiB) Viewed 21427 times

External thermal bypass for large coolers used in cold climates (32 degree -). Installs in cooler line. Includes bypass only! Use on 5/16" & 3/8" line sizes ONLY!! Opens fully at approx. 180 +-. This by pass is included in the Tru-Cool 4739 cooler. Add to the 47391 or any other cooler with 3/8" or 5/16" line. / 708-4739P6 / UPC 621859000111.

Þetta myndi flýta fyrir hitun á vökvanum og controla betur hitastigið fyrir skiftinguna, fyrir utan það að, þá er maður búinn að aftengja hita sambandið á milli kælikerfis vélar og skiftingar. Ætti að vera betra fyrir skiftinguna og vélina.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 17.aug 2014, 14:07
frá olei
svarti sambo wrote:
Óli, er ekki bara dekkjastærðin orðin of mikil fyrir orginal kæla, þar sem að afgas og álag er orðið það mikið, miðað við venjulegan búnað, og fyrir það sem bíllinn er hannaður fyrir ?


Gæti trúað því að álagið á vél og kælikerfi í bílnum mínum upp brekkur sé svipað og í original bíl með stórt fellihýsi í afturendanum. Það virðist passa nokkuð við reynslu annarra hér á þræðinum. Annars tók eftir því um daginn að hann kælir sig betur ef maður er duglegur að skipta niður og lætur hann snúast vel í stað þess að hanga í gírunum upp brekkur. Við það snýst náttúrulega kæliviftan hraðar og vatnsdælan. Svo veit ég ekkert hvort að termóviftan er í topplagi þó að hún virki greinilega eitthvað.

Á eftir að skoða þetta betur, veit líka að framstuðarinn blokkar vind gegnum kassann í núverandi útfærslu. Hún á eftir að breytast þegar spilið fer á hann. Þar sem stuðarinn verður áfram talsvert frá kassanum held ég að það skipti mjög litlu máli í þungum snjóakstri, hraðinn þar á svona bíl er ekki það mikill. Svo eru sjálfskiptingapælingar í gangi líka, þannig að þegar það er komið heim og saman þarf að taka stöðuna upp á nýtt og sjá hvað hann gerir. Nær öruggt að það þarf eitthvað að efla kælinguna.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 17.aug 2014, 14:55
frá svarti sambo
olei wrote:
svarti sambo wrote:
Óli, er ekki bara dekkjastærðin orðin of mikil fyrir orginal kæla, þar sem að afgas og álag er orðið það mikið, miðað við venjulegan búnað, og fyrir það sem bíllinn er hannaður fyrir ?


Gæti trúað því að álagið á vél og kælikerfi í bílnum mínum upp brekkur sé svipað og í original bíl með stórt fellihýsi í afturendanum. Það virðist passa nokkuð við reynslu annarra hér á þræðinum. Annars tók eftir því um daginn að hann kælir sig betur ef maður er duglegur að skipta niður og lætur hann snúast vel í stað þess að hanga í gírunum upp brekkur. Við það snýst náttúrulega kæliviftan hraðar og vatnsdælan. Svo veit ég ekkert hvort að termóviftan er í topplagi þó að hún virki greinilega eitthvað.

Á eftir að skoða þetta betur, veit líka að framstuðarinn blokkar vind gegnum kassann í núverandi útfærslu. Hún á eftir að breytast þegar spilið fer á hann. Þar sem stuðarinn verður áfram talsvert frá kassanum held ég að það skipti mjög litlu máli í þungum snjóakstri, hraðinn þar á svona bíl er ekki það mikill. Svo eru sjálfskiptingapælingar í gangi líka, þannig að þegar það er komið heim og saman þarf að taka stöðuna upp á nýtt og sjá hvað hann gerir. Nær öruggt að það þarf eitthvað að efla kælinguna.


Nú veit ég svo sem ekki hvernig þú keyrir þinn Terrano, en ég læt minn alltaf vera á milli 2200-2700 sn/min í akstri, hvort sem að ég er með hjólhýsi eða ekki, þá er líka túrbínan á fínum snúning. Finnst hann vinna best þannig, bæði undir álagi eða ekki, og er hann þá aðeins sprækari, þar sem að það veitir ekki af því. Einnig er ég duglegur að skifta niður í brekkum, þar sem að vélaraflið er ekki það mikið í þessum bílum. Mættu vera sprækari. Þetta virðist ganga svona, með t.d. hjólhýsi sem er ca: 1,5-2tonn að þyngd og 33" breytingu. Veit ekki betur en að allar viftur séu í lagi á mínum bíl og hef ekki hugmynd um hlutföllin. En hlutföllin virðast í lagi.
Miðað við myndina hér að ofan, þá finnst mér þú ekki vera að nota nema hluta af viftuspaðanum. Minn skylningur á varmafræðinni er sá, ef spaðinn er ekki allur inní trekkhlífinni, þá minnkar kæligetan. Þá fer spaðinn að senda loftið meira til hliðar, en ekki á vélina sjálfa. Hvernig er rokið fyrir aftan spaða, þegar að hann er að vinna. Ég myndi lengja trekkhlífina aftar. Skrúfa bara plastrenning aftaná trekkhlífina, úr t.d. gömlu kerruplastbretti.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 17.aug 2014, 17:02
frá olei
Það er hugsanlegt að hallinn á vélinni spilli fyrir - annars er eins og áður sagði þetta bara original, engin boddýhækkun.
Í bili er ekkert vandamál á ferðinni þó að hann hitni svona upp kambana, staðinn í botni í 4 gír á heitasta degi sumarsins. Næst skipti ég bara niður.

Það er snjókeyrslan sem ég hef áhyggjur af, en þá verður að öllum líkindum 20° kaldara eða meira en í þessu tilviki.

En segðu mér, ertu viss um að þinn bíll hitni ekkert á svona degi með hjólhýsið aftaní upp brattar langar brekkur?

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 17.aug 2014, 17:09
frá solemio
Snýr viftuspaðinn rétt?

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 17.aug 2014, 18:32
frá svarti sambo
olei wrote:Það er hugsanlegt að hallinn á vélinni spilli fyrir - annars er eins og áður sagði þetta bara original, engin boddýhækkun.
Í bili er ekkert vandamál á ferðinni þó að hann hitni svona upp kambana, staðinn í botni í 4 gír á heitasta degi sumarsins. Næst skipti ég bara niður.

Það er snjókeyrslan sem ég hef áhyggjur af, en þá verður að öllum líkindum 20° kaldara eða meira en í þessu tilviki.

En segðu mér, ertu viss um að þinn bíll hitni ekkert á svona degi með hjólhýsið aftaní upp brattar langar brekkur?


Fór Norður á Akureyri og til Sigló kringum versló með hjólhýsið aftaní, þessa hefbundnu leið frá Borgarnesi. Hitamælirinn var alltaf eins, þar sem að maður leit á hann reglulega, þegar að maður heyrði í einhverri viftu fara í gang. Ég man svo sem ekki hver umhverfishitinn var, en giska á 15-20°C og lítill vindur, og þetta var alltaf eins á heiðum og í brekkum. Það var svo einhvað svalara á heimleiðinni og mikill vindur, sem býr til mikið álag vegna hýsisins. Fór strákagöngsleiðina til baka. Finn mikinn mun á logni og einhverjum vindi, þegar húsið er aftaní. Finnst hann varla hafa vélarafl í rokin (13-15 m/sek), með hjólhýsið aftaní. En varð að láta þetta duga, þar sem að Fordinn er á skurðarborðinu.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 17.aug 2014, 19:33
frá Rúnarinn
Mælirinn hjá mér hefur alltaf farið jafnhátt og á fyrstu myndinni hjá þér Óli og í sumar fór hann einsog mynd 2, alveg undir rauða.
Var þá að fara upp heiði fyrir vestan með tjaldvagn í eftirdragi og var með hann á gjöf á leiðinni upp og svo alltí einu fann ég einsog hann væri að missa úr og snúningur að mér fannst fara niður, gaf svo aftur í og þá heyri ég hvar viftan fór í gang og hitamælirinn fór rólega að síga niður, var búinn að vera á 2500-3000 snúningum í töluverðan tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fer svona hátt upp og fyrsta sinn sem ég heyri í viftunni almennilega.

Þess vegna fannst mér líklegt einsog þú bendir á að silikone kúplinginn væri ekki að hitna nóg, eða kannski að viftan sé ekki nógu nálægt vatnskassanum? Mældi frá vatnskassa að viftu ca 5cm.

En með viftuspaðan þá minnir mig að hann passi bara á einn veg, Óli gætiru mælt að ganni fjarlægðinna frá vatnskassa að viftuspaðanum hvort hún sé svipuð?

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 19.aug 2014, 11:24
frá svarti sambo
Þar sem að ég þurfti að skjótast með hjólhýsið suður í yfirhalningu, þá ákvað ég að gera smá test á bílnum hjá mér, út af þessari umræðu. Þegar að ég var að fara upp höfðann með hjólhýsið ( milli ólafsvíkur og Grundarfjarðar), þá var ég að láta vélina snúast á milli 2800-3300 sn/min og engin breyting á vatnshita. Síðan þegar að ég fór yfir vatnaheiði, þá ákvað ég að pína vélina aðeins og lét hana vera á milli 2000-2500 sn/min, en engin breyting varð á vatnshitanum og lofthiti var 15°C. Hélt svo áfram suður og lofthiti var kominn í 21°C þegar að ég var kominn í Borgarnes, enn var hitamælirinn eðlilegur (rétt fyrir neðan miðju). Á leiðinni heim (til baka aftur), ákvað ég að fara yfir Fróðárheiði, þar sem að brekkan upp heiðina er ca:2-3km og engin breyting var á hitamælinum þar heldur. Var í fjórða gír upp heiðina á 90 km/klst og 2200-2300 sn/min. Eina breytingin sem ég sá í þessari tilraun minni, var eyðslan og ég heyrði í viftunni fara í gang með hjólhýsið, en ekki án hjólhýsisins. Ef það hefur verið einhver breyting á hitamælinum, þá hefur hún ekki verið meiri en breidd nálarinnar. Aldrei séð mælirinn fara yfir miðju, nema þegar vatnsdælan fór að leka. Fór ekki einu sinni yfir miðju, þegar að það var farið að vanta vatn á kerfið og miðstöðin var dottin út, eitt haustið. Man ekki hvað ég þurfti að bæta mörgum lítrum á hann, þegar að konan var á honum og mælirinn fór uppá rautt, þegar að dælan hrundi. Ég er að vísu með nýrri bíl, en verið er að vitna í hérna. Veit ekki hvort að það breyti einhverju. Hann er 2002 árg. bsk. og ekinn 136.000km. Rétt tilkeyrður.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 20.aug 2014, 17:22
frá Rúnarinn
Spurning um að reyna stækka trekkhlífina meira þannig að spaðinn verður alveg inni eða færa vatnskassan nær, spurning um hvað hann megi fara nálægt vatnskassanum, þekki þið það eitthvað??

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 20.aug 2014, 19:45
frá villi58
Það ætti að vera í lagi ef þú kemur reimunum á og kanski svona rúmlega það.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 21.nóv 2014, 21:50
frá Rúnarinn
Fann þetta þar sem einhver er að lenda í því sama og það virðist hafa verið vatnsdælan, setti einhverja ástralska dælu staðinn og þá varð allt gott.

http://www.4wdaction.com.au/forum/viewt ... 83&t=49565

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 22.nóv 2014, 15:16
frá svarti sambo
Ef að bilið á milli dæluhjóls og dæluhús verður of mikið t.d. vegna slits, þá byrjar dælan bara að sulla í sjálfri sér og afköstin verða lítil. Bilið þarf að vera svona 50-70/100 til að dælan virki almennilega.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 01.sep 2015, 08:36
frá olei
Jæja, þá er maður aftur farinn að huga að jeppanum - fer ekki að koma vetur annars?

Ég ætla að stinga að ykkur einni vangaveltu um hitavandamál í Terrano 2.7 diesel.
Getur verið að hitakúplingarnar sem fylgja þessum eftirmarkaðs vatnsdælum séu vandamálið? Ég var að plokka vatnsdæluna úr bílnum hjá mér og sé að það er ekki original vatnsdæla í honum - og þar með ekki heldur original viftukúpling náttúrulega því þetta kemur saman í einum klump.

Mér dettur í hug að flestir sem þurfa að skipta um vatnsdæluna í Terrano svitni við prísana hjá umboðinu og kaupi dæluna annarsstaðar? Ég gerði það í öðrum bíl sem ég átti , keypti það ódýrasta sem til var (AB varahlutir). Sú dæla leit öðruvísi út en original dælan. Dæluhjólið í original dælunni er steypt og ansi virðulegt að sjá en hjólið í nýju dælunni var bara stansaður spaði úr ryðfríu stáli. Kannski er kúplingin í sama dúr.. ??

Er einhver hér með hitavandamál í Terrano 2.7 með original NIssan vatnsdæluna (og þar með viftukúplinguna)?

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 01.sep 2015, 08:58
frá olei
Rúnarinn wrote:Fann þetta þar sem einhver er að lenda í því sama og það virðist hafa verið vatnsdælan, setti einhverja ástralska dælu staðinn og þá varð allt gott.

http://www.4wdaction.com.au/forum/viewt ... 83&t=49565" onclick="window.open(this.href);return false;

Var ekki þessi gaur með einhverja eftirmarkaðs-vatnsdælu?
Originally Posted by offroadjack
Hey buddy, guess what....it was the water pump/visco fan clutch which is one thing, never seen anything like it before, but anyway the pump has been replaced but probably an aftermarket one as there are 2 different pumps. We got the one that was made for the oz conditions and makes a hell of a difference! The old pump was new BUT not the Australian version visco clutch on it. Went for a drive and climbed the big hill on full throttle and it climbed up to just over half and that's where it stayed which is good!

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 01.sep 2015, 09:02
frá svarti sambo
Ég er ekki lengur með orginal dælu. Ég fékk mína í bílanaust á sínum tíma, og hún virtist alveg eins og orginalinn. Hún er búin að vera í bílnum í mörg ár, og ekkert hitavesen á þeim bíl.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 01.sep 2015, 12:54
frá olei
Ok, hugsanlega eru fleiri en ein gerð af eftirmarkaðs vatnsdælum í Terrano 2.7.. e.t.v misgóðar?

Það er einhver skýring á þessu hitabulli....

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 01.sep 2015, 19:07
frá olei
Hér eru patrolmenn að leysa hitavandamál með því að skipta um /bæta við sílikon olíu á viftukúplingarnar. Nánar tiltekið, einhver ágætur fjölvísindamaður í Queensland Ástralíu sem hefur marga fjöruna sopið:
http://www.patrol4x4.com/forum/diy-modi ... eco-55192/

Hér er hellingur af kjöti um viftukúplingar, nánar tiltekið að hressa við viftukúplingu í Toyota Hi-lux með ljómandi skýringum á því hvernig hún virkar.
http://neuralfibre.com/paul/4wd/tuning- ... fan-clutch

Ég slátraði kúplingunni í bílnum hjá mér, hann er hvort eð er stopp og númerslaus í bili.
Illu heilli virðist þetta vera fremur heimsk og ódýr gerð af svona viftukúplingu - allavega samanborið við Toyota kúplinguna á hlekknum hér að ofan - trúlega ræður hér máltækið sem kaninn notar gjarnan - you get what you pay for! Þ.e.a.s þessi kúpling er mjög sennilega framleidd af svöngum börnum neðarlega í Asíu fyrir eftirmarkað á Nissan hlutum.

Image

Image

Image

Image

Image

Ég prófaði hitafjöðrina og hún virkar, opnar gatið sem er í jaðri miðju kúlplingarinnar - blátt á myndunum. Þetta virkar eins og hliðarrúða í gömlum Land Rover. Mér sýnist fremur lítið gums á þessu og planið er að hreinsa það allt í burtu og smella á þetta eins og 30-40ml af fersku sílokon gumsi sem Toyota.is ætlar að selja mér.

Því miður kemur árangurinn - ef einhver verður - ekki nærri strax í ljós því eins og áður sagði er bíllinn númerslaus og fremur erfitt að testa hvort hitavandamálið sé leyst við þær kringumstæður.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 01.sep 2015, 19:52
frá ellisnorra
Einhver myndi nú bara gegnumbolta þetta. Hafa þetta fast eins og á gömlu bílunum. Væntanlega fer meiri orka í að snúa viftunni en það fer þá minni orka í að skipta um hedd/pakkningu/mótor.
Vissulega mjög sveitó leið og að einhverra mati skítamix, gæfulegra væri að redda þessu original eða reyna með einhverjum hætti að laga þetta.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 01.sep 2015, 21:22
frá olei
Gengur ekki að festa þetta, spaðarnir á þessum termoviftum blása svo mikið að það er eins og Boeing í flugtaki ef þeir snúast alltaf á fullu. Svo endist svona Terranómótor lengur en sólin og aldrei heddavesen þannig að þar vinnst ekkert. Planið er náttúrulega að laga þetta, það verður ekki hætt fyrr! :)

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 02.sep 2015, 12:31
frá Rúnarinn
Spurning um hvort þetta geti bara verið málið að þetta stafi af aftermarket dælu.

En hann hefur alltaf frá því að ég eignaðist hann lyft nálinn aðeins yfir miðju. Tapar ekki af sér vatni og allt virkar.

Þetta er víst líka í óbreyttum bílum að gerast við álag í lengri tíma og engum virðist meint af þessu.

Heyrði af einum sem skipti um heddpakkningu og lét fara yfir heddið og það breytti víst litlu. :)

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 28.sep 2015, 02:57
frá olei
Jæja, smá update.
Það eru (eða voru?) til þrjár þykktir af viftu-silicone frá Toyota; 3000, 6000 og 10000 cst - sem er þykkast. Því miður átti Toyota á Íslandi ekkert nema 3000 cst, þynnsta efnið. Ég notaði eina og hálfa túbu af því í viftukúplinguna á myndunum hér að ofan, það var greinilega þynnra en stöffið sem var þar fyrir. Ég er viss um það þetta var nógur skammtur á kúplinguna, mun meira en var þar fyrir.

Niðurstaðan úr þessu var sú að hitavandamálið versnaði frekar en hitt ef eitthvað var, en ég er svosem ekki viss um það til eða frá. Kannski virkar ekki tvímálmfjöðrin í þessari kúplingu í raun þó að hún virtist gera það þegar ég smellti hitabyssu á hana - þá opnaði hún við u.þ.b 60°c Og kannski var þetta glundur sem ég fékk of þunnt. Allavega þá snarhitnaði bíllinn í svokallaðri Hárlaugsstaðabrekku (milli Þjórsár og Landvegamóta) með kerru aftan í. Þegar ég var kominn upp þá hoppaði ég út og þreifaði á vatnskassanum og hann var sjóðheitur neðst!

Hvað um það:
Af því að ég var að skipta um olíuverk í bílnum og þurfti að rífa talsvert frá mér til að komast að því - þá ákvað ég að skipta út bæði vatnsdælunni (og þar með samfastri viftukúplingunni náttúrulega) og vatnskassanum. Dælan sem ég setti í var keypt fyrir 4-5 árum í AB varahlutum og Vatnskassinn er original úr ssk. 1999 Terrano - átti þetta dót á lager í varahlutabílnum. Við þetta lagaðist hitavandamálið mjög verulega. Það er kannski of snemmt að hrósa sigri en ég stóð bílinn í botni upp Kambana og trampaði ítrekað á bremsunum til að auka nú enn álagið og lengja tímann sem mótorinn var undir fullu álagi. Í þetta skipti reis nálin bara örlítið upp fyrir miðju og var vel fyrir neðan 3/4. Efst í kömbunum rúllaði ég út í kant og tékkaði á hitastiginu á vatnskassanum og ég gat haldið um botninn á honum, ríflega 40°c sennilega.

Nú er það spurningin - hvort var það nú viftukúplingin/vatnsdælan sem var úr leik, eða var það kannski vatnskassinn sem var í bílnum. Sá kassi er með "nýju" elementi úr eir/kopar sem Vatnskassalagerinn setti í hann fyrir nokkrum árum. Original elementið í þessum bílum er úr áli.

Þó að ég nenni því ekki, er ég alvarlega að spá í að skipta aftur um vatnskassa og heimsækja Kambana - svona fyrir vísindin. Ef eitthvað vottar fyrir hitavandamáli þá er ljóst að þetta element er drasl.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 28.sep 2015, 10:22
frá svarti sambo
Ég myndi veðja að kúplingin hafi verið vandamálið að stærstum hluta. Vissulega er álkassinn heppilegri til varmaflutnings, heldur en koparkassi.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 28.sep 2015, 20:47
frá ellisnorra
Ég á mjög góðan álkassa ef einhvern vantar.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 01.okt 2015, 04:14
frá olei
Jæja, af því að fleiri virðast vera í hitavandamálum með Terrano ákvað ég að girða mig í brók og finna út hvort það var viftukúplingin eða vatnskassinn sem lagaði hitavandamálið í mínum bíl.

Ég tók því original álkassann úr og setti "gamla" vatnskassann í aftur. Þ.e.a.s þann sem hefur verið í bílnum og er með nýju "kopar" elementi frá leifunum af Vatnskassalagernum sáluga. Svo var farið í Kambana. Ég tók eftir því þegar ég nálgaðist Hveragerði að hitamælirinn var greinilega hærri á vegkeyrslunni en með hinum kassanum. Síðan þurfti ekki meira en neðstu brekkuna og smá bremsur til að senda hitamælinn í hæstu hæðir. Eftir það var nú bara miðstöðin sett á fullt og dólað upp til að geta snúið við aftur. Semsagt - alveg sama niðurstaða og var með hinni viftukúplingunni/vatnsdælunni sem ég var að æfa mig með áður. (eins og lesa má um hér ofar á þræðinum)

Hvað sem öðru líður er ljóst að þetta element kælir mun verr en original 1999 módelið sem búið er að aka tæp 300 þús. Ég held að þetta test sé ágætlega marktækt, svipað veður og hiti og þegar ég fór um daginn með hinn kassann. Allavega er þetta element alveg greinilega einfært um að búa til hitavandamál þar sem engin ættu að vera.

Þeir sem eru í hitavandræðum í Terrano ættu því að athuga hvort að það sé lélegt eftirmarkaðs element í vatnskassanum hjá þeim.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 04.okt 2015, 16:11
frá olei
Þetta vatnskassamál er furðulegt. Sérstaklega þegar haft er í huga að kopar hefur nærri tvöfalda varmaleiðni á við ál. Lengi vel voru allir vatnskassar smíðaðir úr kopar, eða þar til fyrir um 30 árum þegar japaninn fann upp aðferðir til að smíða nothæf ál-element. Á móti kemur að tengingin á ribbunum við pípurnar í koparkössunum er misjöfn, stundum lóðað með tini sem hefur miklu lægri varmaleiðni.

Ég tók botnana af þessum koparkassa sem kælir illa og sá ekkert athugavert við hann. Tandurhreinn að innan og engar pípur stíflaðar. Sást í gegnum þær allar. Þetta er 2. raða kassi sem er örlítið þynnri en álkassinn. Og það eru ekki alveg jafn þéttar raðirnar í honum. 64 raðir á móti 70.

Álkassinn -sem eins og áður sagði er orlítið þykkari (32mm vs 30) er ekki hefðbundinn tveggja raða kassi. Maður sér gegnum áfyllingarstútinn að það er ein pípuröð í honum. Pípurnar eru semsagt kannski 3x32mm á móti 3x10 í tvöfalda kassanum. Talsverður munur á því en erfitt að fullyrða að það ríði baggamun hvað snertir varmaleiðnina.

Eftir smá gúggl rakst ég á grein þar sem vísað var í rannsókn sem var gerð á mörgum vatnskössum og þeir voru testaðir. Niðurstaðan var sú að efnið skipti minna máli en hvernig kassinn er hannaður og hvernig frágangurinn er. Original Calsonic kassinn í Nissan er greinilega nokkrum gæðaflokkum ofar en þetta koparelement.

Semsagt: varist eftirlíkingar.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 04.okt 2015, 19:10
frá ellisnorra
Athyglisvert.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 06.nóv 2015, 09:11
frá Rúnarinn
Myndi halda það miða við tilraunir þínar að það þurfi stærri vatnskassa. Ég skipti um kassa í mínum á sínum tíma og fékk nýjan frá þeim í Grettir.

Yrði spurning um að sjá hvað kostar að fá stærri, 3ja raða kassa frá þeim.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 06.nóv 2015, 17:19
frá ellisnorra
Þegar ég setti svona vél í hiluxinn minn þá keypti ég nýjan kassa fyrir bensín hilux, þannig pössuðu stútarnir á kassanum fyrir mótorinn. Ég glímdi aldrei við hitavandamál.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 07.nóv 2015, 14:27
frá olei
Rúnarinn wrote:Myndi halda það miða við tilraunir þínar að það þurfi stærri vatnskassa. Ég skipti um kassa í mínum á sínum tíma og fékk nýjan frá þeim í Grettir.

Yrði spurning um að sjá hvað kostar að fá stærri, 3ja raða kassa frá þeim.

Kúfurinn af þessu hitavandamáli fór þegar ég setti original vatnskassa í bílinn. Hvað gerist þegar ég kemst í þungan snjó í meðvindi á eftir að koma í ljós.

Eftir þessar tilraunir er ljóst að menn ættu að hugsa sig vel og vandlega um áður en þeir skipta original vatnskassanum út fyrir eitthvað annað í þessum bílum. Af því að það virðist kæla mjög vel miðað við stærð - hver veit í hvaða gæðaflokki elementin frá Gretti eða Stjörnublikk eða hverjum sem er ... eru?

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 08.nóv 2015, 21:25
frá Rúnarinn
Það var orginal vatnskassi í honum sem ég skipti út þar sem ég hélt að hann væri stíflaður, en var svo ekki.

Breyttist voða lítið við það. En hafa ekki menn verið að setja 3ja raða vatnskassa í bílanna til að ná betri kælingu við átak og álag.