Síða 1 af 2

Hiti terrano dísel

Posted: 09.júl 2011, 20:25
frá Rúnarinn
Er að lenda í því á terranóinu hjá mér að hann er að hita sig, aðallega þegar ég fer upp langar brekkur ( kambana og uppúr hvalfjarðargöngunum) og hef stundum lent í því að hann lyftir nálinni aðeins þegar einhver aukaþyngd er kominn í hann hef ég tekið eftir annað slagið.
Hann er á 37" sjálfskiptur á hlutföllum og ég er búinn lækka vatnskassan eins neðarlega og ég get, búinn að skipta 2svar um vatnslás, orginal og óorginal. vatnsdælu og vatnskassa.
Er samt aðeins að hita sig yfir miðju, hann er ekki að leka vatni og ég þarf aldrei að bætta vatni á hann.

Er einhver sem hefur verið að lenda í þessu veseni með sinn bíll??

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 09.júl 2011, 20:47
frá jeepson
Er ekki bara loft inná kerfinu?

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 09.júl 2011, 22:17
frá jongunnar
EF að vatnskassinn, vatnsdælan og vatnlásinn eru ný þá myndi ég ath hvort að kúplingin í viftuspaðanum sé nokkuð ónýt.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 09.júl 2011, 23:13
frá Geiri
Er með terrano 99 sjálfskiptan disel á 33" og hann er að gera það sama, í löngum brekkum er hann að hita sig yfir miðju.Ég held að þetta sé að hluta til rafmagnsviftuni að kenna eða skynjaranum sem stýrir henni, ég hef ekki séð né heyrt hana fara í gang þó bíllin byrji að hitna. En ef þú tekur plöggið að skynjaranum fer hún í gang þannig ég ætlaði að útbúa mér rofa á lögnina að skynjara og sjá hvort ég geti ekki kveikt handvirkt á viftunni og vona að það virki.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 09.júl 2011, 23:20
frá Geiri
jongunnar wrote:EF að vatnskassinn, vatnsdælan og vatnlásinn eru ný þá myndi ég ath hvort að kúplingin í viftuspaðanum sé nokkuð ónýt.


Kúplingin er föst á dæluni þannig að ef hann er með nýja dælu er hann með nýja kúplingu

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 10.júl 2011, 01:36
frá Rúnarinn
Geiri wrote:Er með terrano 99 sjálfskiptan disel á 33" og hann er að gera það sama, í löngum brekkum er hann að hita sig yfir miðju.Ég held að þetta sé að hluta til rafmagnsviftuni að kenna eða skynjaranum sem stýrir henni, ég hef ekki séð né heyrt hana fara í gang þó bíllin byrji að hitna. En ef þú tekur plöggið að skynjaranum fer hún í gang þannig ég ætlaði að útbúa mér rofa á lögnina að skynjara og sjá hvort ég geti ekki kveikt handvirkt á viftunni og vona að það virki.


ég er búinn að tengja rofa en það breytti engu hann hitar sig samt.
tók einmitt líka eftir því að hún fór aldrei í gang né heyrði í henni, en þegar hún er í gangi þá heyrir maður blásturinn frá henni.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 10.júl 2011, 12:55
frá Sævar Örn
Þegar hann hitnar svona, kólnar miðstöðin? Vonandi ekki...

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 10.júl 2011, 13:11
frá Geiri
Nei miðstöðinn kólnar ekki (allavega hjá mér)

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 10.júl 2011, 13:14
frá Rúnarinn
miðstöðin blæs heitu og kólnar ekkert, svo það er ekki loft inna kerfinu

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 10.júl 2011, 13:19
frá Sævar Örn
Þá myndi eg rífa grillið framanaf bílnum, finna einhverja fína brekku(ártúnsbrekku) og sprauta upp á fullu ferðinni, dúndra inn á plan hjá N1 og rífa í handbremsuna og helst stökkva út á ferð og þreifa á kassanum öllum, þar sem hann er kaldur lengur en 15sek er hann stíflaður.



Sumir spara sér þetta og vita að kassi sem er eldri en 8 ára er pottþétt stíflaður að einhverju leyti og skipta einfaldlega um hann.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 10.júl 2011, 13:56
frá Rúnarinn
Það er ársgamal kassi í honum og það breytti engu þegar ég skipti um hann svo efast um að það sé hann

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 13.júl 2011, 09:57
frá Rúnarinn
Er einhver með beinskiptan Terrano sem lætur svona???
ég er að spá hvort skiptinginn gæti verið að valda þessu.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 16.nóv 2011, 10:39
frá Clone451
Ég er búinn að sjá svipað hjá mér (33", ssk, 2000). Hitnar í löngum brekkum (meira í heitu veðri) og hitnar mikið ef verið er að draga.

Búinn að fara í gegnum allann pakkann, ný vatnsdæla, heddpakkning, vatnskassi... Þetta minnkaði við heddpakkningarskiptin og minnkaði meira við vatnskassaskiptin en kemur samt fyrir ef aðstæður eru þannig.

Mig er farið að gruna að þetta sé skiptingin. Eiginlega það eina sem er eftir...

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 16.nóv 2011, 10:57
frá Hagalín
Svona bara skot út í loftið.
Eru menn með nýjan kælivökva á bílunum hjá sér.
Gæti það ekki stundum verið vandamálið, ónýtur frostlögur.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 16.nóv 2011, 11:06
frá Izan
Sæll

Taktu húddið af og farðu á rúntinn og athugaðu hvort þú náir að hita hann.

Kv Jón Garðar

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 16.nóv 2011, 11:12
frá Þorri
Ég myndi setja auka kælir á skiptinguna ef þið eruð ekki komnir með hann nú þegar þar sem hækkun á mótorhita skilar sér í hækkun á hitanum á sjálfskiptiolíunni.
Ef allt er nýtt í kælikerfinu og ekkert loft er þá ekki vatnskassinn bara of lítill? Spurning hvort hægt sé að fá þykkari kassa svo má líka ath með smurolíukælir það getur munað helling um að kæla hana. Ég man ekki hvort það er slíkur kælir orginal í þeim.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 16.nóv 2011, 12:26
frá Egill
Sælir félagar
Ég átti ´99 terrano á 33" sjsk. og hann hitnaði í löngum brekkum með fellihýsið en aldrei þannig að hann færi á rauða. þegar nálin var kominn vel uppfyrir miðju heyrði ég að rafmagnsviftan fór í gang og hélt hitanum niðri.

Kveðja Egill

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 16.nóv 2011, 21:55
frá Rúnarinn
ég varð aldrei var við að rafmagnsviftan færi í gang hjá mér þegar hann fór yfir miðjuna
og þó ég hafi tengd hana í gegnum rofa þá munaði litlu um hvort hún væri í gangi eða ekki.
En mig var líka byrjað að gruna skiptinguna en finnst það samt svolítið hæpið.

Ég lét lesa af honum fyrir mig og var búinn að keyra hann langkeyrslu og vélinn full heit þá var hitastigið á kælivatninu 83C og nálinn rétt fyrir neðan miðju einsog hún á að vera.
Svo þegar hann er að hitna hjá mér þá er hann kannski rétt yfir 100c.( bara ágiskun)

Hef svo líka heyrt það frá fleirum að það sé svolítið líflegur í þeim hitamælirinn í áreynslu.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 17.nóv 2011, 09:24
frá ofursuzuki
Sælir félagar, ég átti 2000 árg. af Terrano 33" breyttum á orginal hlutföllum og varð aldrei var við þetta vandamál. Eitt er ég ekki að fatta hjá ykkur en það er þessi rafmagnsvifta sem þið eruð að tala um. Í þessum sem ég átti var venjuleg vifta með kúplingu en ekki rafmagnsvifta en það er hinsvegar lítil vifta fyrir kælinguna á sjálfskiptingunni og ef hún er að fara í gang hjá ykkur þá er skiptingin að hitna en það á ekki að hafa neitt með hitann á vélinni að gera þar sem þetta er sjálfstæður kælir. Eru þetta ekki allt dísil túrbó bílar? hafið þið eitthvað pælt í afgashitanum og er búið að eiga eitthvað við olíuverk í þeim, því eins og menn kannski þekkja er hægt að búa til vandamál með því.
Kannski þið verðið að taka stóra bróður Patrol á þetta og stækka kassana og svera pústið. Eina hita vesenið sem ég man eftir hjá mér var að við mikið álag eða langa keyrslu í miklum hita þá sjóðhitnaði stokkurinn á milli framsætana svo að varla varð líft í bílnum fyrir hita en þar var bara á ferð hiti frá pústinu sem segir manni að afgashitinn hafi verið nokkuð hár en aldrei sá ég hitamælinn hreyfast neitt að ráði við þetta, kannski tæpa nálarbreidd ef það var þá svo mikið.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 19.nóv 2011, 21:25
frá Rúnarinn
Þessi vifta er fyrir framan vatnskassan h/m og held ég að hún sé fyrir AC. Var þannig í bíll hjá félaga mínum en ég er ekki með AC í mínum þess vegna tengdi ég hana í gegnum rofa.

Það er kælir við hliðinna á viftunni og ég held að hann sé fyrir skiptinguna.
Svo er líka viðvörunarljós fyrir hitan á skiptingunni í mælaborðinu og það hefur aldrei komið þegar bílinn hitnar svo þess vegna finnst mér það vera hæpið að það sé hún.

Svo er spurning hvort beinskiptu bílarnir séu að gera svipað.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 25.jan 2012, 18:48
frá Skemill
Sælir, er með Terrano sjálfskiptan árg. 2001 og lenti einmitt líka í þessu í haust. Hann byrjaði að hita sig efst í Kömbunum og missti einnig afl í nokkrar mínútur, svo allt í einu tók hann við sér aftur.
Þeir hjá Frikka Ó lásu af honum en fundu ekki neitt. Núna er hinsvegar sjálfskiptingin að stríða mér, þungur af stað öðru hverju (þarf mikla inngjöf) þannig að kanski tengist þetta eitthvað?

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 10.maí 2012, 03:28
frá íbbi
er með 33" 99 árg tdi,

með kerru þá stígur nálin upp í brekkum, en alltaf á sama stað og er svo fljót niður niður aftur, tek líka eftir að þegar ég fer niður brekkur og sleppi gjöfini þá fer hitamælirinn undir miðju.

eftir mikið erfiði t.d bílakerru upp heiðabrekkur tja eða göngin t.d þá heldur hann yfirleitt fullu afli þangað til seinyustu metrana þá fer hann að missa aflið, ég hef kennt afgashita um

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 10.maí 2012, 09:42
frá Rúnarinn
Ég fékk lánað tölvu og tengdi við hann og stóð hann bara þangð til að nálin fór upp. Þegar hann er í hægagangi og nálinn er fyrir neðan miðju þá sýnir tölvan að hitinn sé 83° þegar ég stóð hann og nálin var á miðju og rétt yfir var hann í um 90°.
Var líka búinn að heyra að nálinn væri frekar lífleg í þessum bílum.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 10.maí 2012, 16:50
frá StefánDal
Þar sem að þetta vandamál virðist einskorðast við sjálfskiptu týpuna þá myndi ég hiklaust splæsa í auka sjálfskiptikæli.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 06.aug 2014, 11:42
frá Rúnarinn
Hefur einhver látið setja stærri vatnskassa í terranóinn hjá sér???

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 06.aug 2014, 12:36
frá olei
Terranoinn hjá mér (á 42" dekkjum) var með hitavandamál. Nálin steig talsvert upp fyrir miðju á dóli upp Kambana og fór alveg upp að rauða strikinu ef maður var að flýta sér. Í fjallaferð gerðist þetta ítrekað undir fullu álagi og nálin nartaði í rauða strikið á mælinum. Það sauð ekki á honum enda þarf sennilega yfir 120c° til þess. Ég vaktaði hann og sló af, ella hefði örugglega soðið á honum miðað við hversu hratt nálin steig upp.

Þannig að ég var kominn að því að fara að leita mér að stærri vatnskassa, rafmagnsviftum, blævængjum og stórum dósaborum til að gata framendann á honum.

En, við rannsókn sá ég að það vantaði smá bleðil á trekkhlífina. Þetta er svona 5 cm renningur sem smellist á hlífina og myndar hálfhring neðan við viftuspaðann. Fékk svona renning og smellti honum í og eftir það er nálin bara á miðjunni undir álagi. Tók brekkuna upp frá Nesjavöllum á fullu gasi til að prófa og hann fór örlítið upp fyrir miðju sem ég tel vera fullkomlega eðlilegt. Ég spái því að hann verði til friðs í snjókeyrslu en það á eftir að láta reyna á það. Ég hef engar áhyggjur þó að nálin fari talsvert ofar en að miðju svo framarlega sem það er smá bútur eftir að rauða strikinu í mælinum.

Semsagt, þetta trekkhlífarmál er mjög krítískt í þessum bílum. Áður var jú megnið af trekkhlífinni til staðar og maður hefði talið að þetta ætti að virka.

Þessi bíll er beinskiptur með original vatnskassa úr sjálfskiptum 99 bíl - elementið er nýlegt og úr kopar.
En þessi bíll er ekkert boddíhækkaður og kælikerfið allt original (eftir að bleðillinn var settur í trekkhlífina).
Kælikerfið í þessum bílum virðist því ráða vel við mikið álag ef það er bara í lagi.

Mig grunar að vandræðin hjá þér tengist boddíhækkun og að viftukúplingin fái ekki nægilega heitt loft frá kassanum.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 06.aug 2014, 13:59
frá jongud
Sævar Örn wrote:Þá myndi eg rífa grillið framanaf bílnum, finna einhverja fína brekku(ártúnsbrekku) og sprauta upp á fullu ferðinni, dúndra inn á plan hjá N1 og rífa í handbremsuna og helst stökkva út á ferð og þreifa á kassanum öllum, þar sem hann er kaldur lengur en 15sek er hann stíflaður.

Sumir spara sér þetta og vita að kassi sem er eldri en 8 ára er pottþétt stíflaður að einhverju leyti og skipta einfaldlega um hann.


Það er mun gáfulegra að reyna að finna einhvern græjusjúkling sem á innrauðan hitamæli (byssu) og fá hann til að mæla hitastigið á vatnskassanum meðan bíllinn er að hitna.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 06.aug 2014, 14:50
frá villi58
Sævar Örn wrote:Þá myndi eg rífa grillið framanaf bílnum, finna einhverja fína brekku(ártúnsbrekku) og sprauta upp á fullu ferðinni, dúndra inn á plan hjá N1 og rífa í handbremsuna og helst stökkva út á ferð og þreifa á kassanum öllum, þar sem hann er kaldur lengur en 15sek er hann stíflaður.



Sumir spara sér þetta og vita að kassi sem er eldri en 8 ára er pottþétt stíflaður að einhverju leyti og skipta einfaldlega um hann.

Er ekki ástæðan að vatnskassar stíflast að ekki er hugsað um að skipta um vökva eins og kemur fram í lesningu á frostlögsbrúsunum, endingartíminn 3-5 ár fer eftir tegund.
Það er svolítið gremjulegt að menn séu að eyðileggja kassa vegna trassaskapar við vökvaskipti eins og mælt er með að gera. Vatnskassinn hjá mér er að verða 25 ára og ekkert sjáanlegt sem gefur tilefni til að skipta honum út, en aðstæður eru misjafnar t.d. selta sem menn ösla í meira og minna allann veturinn og veldur tæringu, en bara að utan vegna seltunar.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 07.aug 2014, 13:41
frá Rúnarinn
Trekkhlífinn hefur alltaf verið til staðar og það skipti engu máli hvort neðri hlutinn væri á eða ekki nálinn fór alltaf jafn hátt.
En núna hinsvegar finnst mér hann vera missa afl þegar hann nálinn er kominn vel upp, missir samt ekki vatn af sér og er eðlilegur inná milli.

En eitt sem þú bendir á Óli er hvort silicone kúplinginn nái að hitna nóg þá fór ég að spá hvort trekkhlífinn sjálf er ekki nægilega stór, er hálfgert písl miða við í BMW eða hún ekki nægilega nálægt vatnskassanum??

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 07.aug 2014, 14:37
frá villi58
Sakar ekki að bæta renningum við trekkhlífina og prufa, eins skoða viftuna hvort hún sé að vinna vinnuna sína.
Hef séð hvernig sílikonið verður eftir mörg ár, svört leðja sem gerir örugglega ekki það sem hún á að gera.
Það er eins með viftur og annað í bílum, sílikon verður ónýtt eins og olía á mótor ef ekki sé skipt á réttum tíma, eftir því sem þetta verður eldra þarf að skipta örar.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 07.aug 2014, 14:41
frá olei
Smelltu nokkrum myndum af kassanum og trekkhlífinni, kannski já augu betur en auga?

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 07.aug 2014, 18:43
frá Navigatoramadeus
veit varla hvort ég þori að pósta þessu....

þar sem þetta eru turbo diesel vélar, hvort millikælirinn sé mettaður af olíudrullu og hættur að kæla skolloftið nægilega.

hver gráða af auknum skolloftshita bætir ca 2-3 gráðum við afgashita og við fullt álag hitnar túrbínan vel, hitar skolloftið þ.a.l. meira svo afgasið hitnar meira og með því kælivatnið og nettur vítahringur verður til.

þrífa kælinn eða fá nýjan/stærri, aukalega gætu einhverjir hirt einhver hestöfl í leiðinni.

bara mín fimm cent fyrst það er búið að fara hringinn á kælikerfinu.

annað ef vélarnar eru ekki að ofhitna/sjóða hvort mælarnir séu bara svona ólínulegir, ekki ósvipað og sumir eldsneytismælar sem margir kannast við að fyrsti 1/4 sé ekki jafn síðasta 1/4 á tanki í lítrum talið.

setja sendinn í pott, hita og vera með annan góðan mæli til viðmiðunar og sjá hvernig mælirinn í bílnum hegðar sér.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 11.aug 2014, 11:57
frá svarti sambo
Sæll.
Ég er með beinsk. Terrano 2,7TDI árg.2002 og 33" breyttann. Hann hreyfir aldrei hitamælirinn við aukið álag, er alltaf bara rétt fyrir neðan miðju, hvort sem að ég er að draga hjólhýsi eða ekki, en þegar að ég er t.d. að draga hjólhýsið, þá virðist einhver vifta eða einhvað sem tengist ábyggilega aircondition-inu fara í gang reglulega. Þar sem að ég hef aldrei þurft að spá neitt í þessa vél, fyrir utan að skifta um síur, olíur og svo þetta hefbundna, þá veit ég ekki mikið um þennann vélbúnað til frásagnar. Svo er þetta bara konubíllinn. En maður verður vel var við þetta hljóð sem kemur reglulega, hvað sem það er sem fer í gang og fer líka í gang fyrst eftir gangsetningu. Þetta getur varla verið viftan, þar sem að þetta fer í gang fyrst eftir gangsetningu og þá er vélin köld.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 13.aug 2014, 17:36
frá Rúnarinn
Image

Mældi ca 5cm frá vatnskassa að viftuspaðanum.

Image

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 15.aug 2014, 02:58
frá olei
Jæja, ég var full sigurreifur hér að ofan, meira um það seinna.

Þetta lítur eitthvað svipað út og í mínum bíl Rúnar, hér er mynd af þessu í original útfærslu -reyndar hallar kramið í honum líklega heldur meira en original. Ef hlífin er heil að neðan hjá þér þá er þetta varla vandamálið.
IMGP1221.JPG
IMGP1221.JPG (159.92 KiB) Viewed 22306 times


Ég átti leið upp Hellisheiðina í fyrradag í nærri 20 stiga lofthita, nánast logn, glampandi sól og nýtt malbik, hitinn við veg líklega nærri 30° (hitamælirinn í bílnum er ekki marktækur skynjarinn er fyrir framan rafgeiminn í bili) Þá mundi sem betur fer eftir þessum vangaveltum hér þegar mér var litið á hitamælinn fyrir neðan efstu beygjuna. Þá blasti þetta við:
IMGP1215.JPG
IMGP1215.JPG (99.42 KiB) Viewed 22306 times


Ég tók tækifærinu fengins hendi og stóð hann áfram upp. Svona leit þetta út þegar ég var kominn upp á jafnsléttu fyrir ofan kambana, þetta er eins og ég sá hann í snjónum í vetur:
IMGP1219.JPG
IMGP1219.JPG (104.08 KiB) Viewed 22306 times


Síðan hélt ég náttúrulega áfram áleiðis í bæinn og var bara í 5 gír á jafnri gjöf þegar ég tók eftir því að bíllinn bætti skyndilega við sig og jók ferðina án þess að ég gerði neitt. Til að halda sama hraða þurfti ég að slaka talsvert á olíugjöfinni. Þessi mynd er tekin nokkrum sekúndum eftir að hann bætti við sig, hitinn greinilega kominn svolítið niður.
IMGP1220.JPG
IMGP1220.JPG (94.83 KiB) Viewed 22306 times


Það er semsé ekki nóg kæling í bílnum hjá mér þó að hann hafi stórskánað við að fá restina af trekkhlífinni (sjá fyrri póst hér ofar). Og mér dettur helst í hug að vélartölvan minnki eldsneytismagnið ef vélin er orðin visst heit til að hlífa henni við ofhitun. Ég tók ekki eftir því þegar hún gerði það í kömbunum, en tók mjög greinilega eftir því þegar aflið kom inn aftur og það gerðist eftir 1-2km akstur á jafnsléttunni ofan við kambana. Mjög greinilegt í beinskiptum bíl þegar hann bætti við sig eins og hendi væri veifað. Þessi skyndilega breyting útilokar kenningar um aflleysi vegna t.d afgashita og þar sem aðrir hér að ofan nefna það sama þá líklegast að þetta sé yfirhitavörn í tölvunni.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 15.aug 2014, 12:46
frá svarti sambo
Þar sem að ég þekki ekki neytt sj.sk. Terrano, þá langar mig að koma með smá ágiskun. Ef að olían á skiftingunni fer í gegnum vatnskassann að hluta til, er hún þá ekki að hita kælivatnið upp eftir kælingu, og vélin er að fá of heitt vatn inná sig. Þetta hitavesen, virðist nefnilega einskorðast svolítið við sj.sk. bíla. Hef heyrt að þetta geti verið vandamál í t.d. F350, og menn eru að tengja frammhjá þessum hluta, og setja stærri kælir fyrir skiftingarnar. Ætla sjálfur að gera það líka á mínum Ford. Það er líka hægt að fá svokallaðann rörahitamælir, eins og er notaður á glussakerfum og sjá manual hitann á sj.sk.vökvanum. Þessir mælar eru til hjá t.d. Barka og Landvélum, og eru með gormi á baki, til festingar utan um rör. Minnir að þeir séu ekki dýrir.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 15.aug 2014, 21:49
frá íbbi
hafandi verið með 2 ssk og einn bsk,

báðir ssk bílarnir létu svona. og voru alveg í stíl. en bsk bíllinn hreyfði aldrei mælir

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 15.aug 2014, 21:56
frá villi58
Þá held ég að sé komin niðurstaða í þetta hitavandamál, kanski best að setja sér kælir fyrir sjálfsskiptinguna og hafa hann frekar stærri en minni. Þetta virðist einskorðast við sjálskipta bíla sem er trúlegt.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 15.aug 2014, 23:06
frá ellisnorra
Til að leggja auka orð í belg með auka sjálfskiptikæli, vilja skiptingarnar ekki fá vökvann volgan inná sig? Ef tengt væri alveg framhjá vatnskassaspíralnum og fenginn stór kælir þá gæti vökvinn verið kominn niður undir útilofthita, er það gott?
Er ekki sniðugt að taka út af skiptingu, inn á auka kæli og svo aftur inn á vatnskassann á bílnum, orignal leiðina áður en það fer inn á skiptingu? Bara pæling.

Re: Hiti terrano dísel

Posted: 15.aug 2014, 23:14
frá olei
Bíllinn minn er beinskiptur þannig að ekki er það sjálfskiptingin sem er að trufla hann.

Sjálfskiptur Terrano er með kælispíral inn í vatnskassann, sem vissulega gæti ýtt undir þetta vandamál í brekkum. Á móti er hann líka með sjálfskiptikælir fyrir framan vatnskassann og á þeim kælir er rafmagnsvifta sem er hitastýrð frá ECU og ætti að vega upp á móti þegar hún fer í gang.