vesen með patrol hásingu


Höfundur þráðar
hrappatappi
Innlegg: 123
Skráður: 11.feb 2010, 22:13
Fullt nafn: Hjalti Melsted

vesen með patrol hásingu

Postfrá hrappatappi » 13.mar 2010, 21:34

Sælir.

ég er í smá vandræðum. Málið er að ég er með '86 patrol með gömlu littlu hásingunni að framan
og núna er ég að spá í einhverja læsingu í hana..

Mig langar helst ekki í loftlás þannig að þá langar mig að vita hvort menn hafi verið að nota no-spin í þetta (ef það er þá til í þessa hásingu) eða hvort menn hafi verið bara að sjóða þetta. ?

kv Hjalti kr



User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: vesen með patrol hásingu

Postfrá JonHrafn » 13.mar 2010, 21:38

Miklar umræður um læsingar hérna.. http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=178 m.a. plúsar og mínusar við að sjóða mismunadrifið.


Höfundur þráðar
hrappatappi
Innlegg: 123
Skráður: 11.feb 2010, 22:13
Fullt nafn: Hjalti Melsted

Re: vesen með patrol hásingu

Postfrá hrappatappi » 14.mar 2010, 12:24

Sælir.

Já. Ég er búin að lesa þessa umræðu og kynnt mér alla kosti og galla þess að vera með soðið drif, no-spin eða loftlás.

Það sem ég er í raun að spyrja um er hvort menn viti hvort þetta sé yfir höfuð fáanlegt í þessa hásingu.
Ég er búin að spyrja nokkra fróðari menn en mig um þetta og það virðist engin vita þetta með vissu.

Kv. Hjalti Kr.

User avatar

TF3HTH
Innlegg: 127
Skráður: 01.feb 2010, 14:57
Fullt nafn: Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Re: vesen með patrol hásingu

Postfrá TF3HTH » 14.mar 2010, 13:48

Ég er 99% viss um að þetta drif heiti C200 og er 29 rillu. Af google að dæma virðist ekki vera neitt annað en ARB í boði. Las þó einhverstaðar getgátur um að læsingar í R200 drif (afturdrif) passi. T.d.

https://www.4x4parts.com/catalog/r200a- ... p-292.html

http://www.purenissan.com/r200a_lsd.htm

(líklega sama læsingin)

En svo er spurning hversu spennandi það er að vera með diskalæsingu að framan?

-haffi


Höfundur þráðar
hrappatappi
Innlegg: 123
Skráður: 11.feb 2010, 22:13
Fullt nafn: Hjalti Melsted

Re: vesen með patrol hásingu

Postfrá hrappatappi » 15.mar 2010, 21:53

Sælir..

Já diskalás kemur ekki til greina..

Og eginlega ARB ekki heldur út af því hvað kostnaðurinn gæti farið uppí hingað kominn.

Ég þakka svörin strákar en ég læt líklegast verða af því bara að sjóða þetta dót, það er kreppa og allt það.

Kv. Hjalti Kr.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: vesen með patrol hásingu

Postfrá jeepcj7 » 16.mar 2010, 14:10

Ég átti svona stuttan Patta í denn og endaði á að sjóða að framan og setja dana 44 með nospin að aftan.Stefnan var svo að þegar þetta pínu litla framdrif myndi brotna að skipta drifkúlunni út fyrir dana 44 kúlu sem var nokkuð gert af hérna áður fyrr.En þetta litla drif bara brotnaði aldrei þannig að ég gerði ekki neitt í þessu,innri öxlarnir sem notaðir eru í svona dana/patrol aðgerð voru smíðaðir hér á landi og hertir.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
hrappatappi
Innlegg: 123
Skráður: 11.feb 2010, 22:13
Fullt nafn: Hjalti Melsted

Re: vesen með patrol hásingu

Postfrá hrappatappi » 17.mar 2010, 12:57

jeepcj7 wrote:Ég átti svona stuttan Patta í denn og endaði á að sjóða að framan og setja dana 44 með nospin að aftan.Stefnan var svo að þegar þetta pínu litla framdrif myndi brotna að skipta drifkúlunni út fyrir dana 44 kúlu sem var nokkuð gert af hérna áður fyrr.En þetta litla drif bara brotnaði aldrei þannig að ég gerði ekki neitt í þessu,innri öxlarnir sem notaðir eru í svona dana/patrol aðgerð voru smíðaðir hér á landi og hertir.


Já þetta finnst mér gaman að heyra.. :)

Þetta er einmitt svipuð pæling hjá mér þ.e.a.s. að vera ekki að eiða neitt allof mikklu púðri í þessa hásingu þar sem það er greinilegt að hún er mjög lítið notuð, og lítið til af henni í dag. Svo skipti ég bara um draslið komplett þegar þetta brotnar.

Ég þakka svörin.

Kv, Hjalti Kr.

User avatar

jhp
Innlegg: 62
Skráður: 15.mar 2010, 23:02
Fullt nafn: Jón Halldór pétursson
Bíltegund: Wrangler
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: vesen með patrol hásingu

Postfrá jhp » 17.mar 2010, 14:01

Og afhverju eru þið á móti diskalás að framan?

Hann er nú mun betri en engin lás.
Jeep Wrangler TJ "37
Ford F-250 6.0 "37

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: vesen með patrol hásingu

Postfrá jeepcj7 » 17.mar 2010, 19:41

Það er alveg rétt diskalás er betri en enginn lás og ef hann fæst fyrir lítið er svo sem í lagi að nota hann,en verð á diskalás nýjum er ekki svo mikið lægra en á td. nospin eða gírlæsingu en alltaf sama vinnan og kostnaðurinn að stilla inn að það borgar sig varla ef menn eru svo ekki ánægðir með virknina.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 23 gestir