Síða 1 af 1
Drifloku spurning
Posted: 27.apr 2011, 15:33
frá jeepson
Sælir spjallverjar nær og fjær. Ég var að skipta um driflokurnar í pattanum mínum. Og skipti reyndar bara um eina og hálfa loku. Ég semsagt skipti um komplett loku öðrumegin og bara hubbinn. Semsagt ytri hlutan hinumegin En þegar ég skrúfaði innri hlutan af þeim megin sem að þurfti að skipta um alla lokuna þá tók ég eftir því að það var engin pakning á milli. Hvernig er það, eiga ekki að vera pakningar á milli loku og hjólnafs?? Það er pakning á milli innri og ytri hluta lokunar. En engin pakning sjáanleg þar sem að innri hlutinn er boltaður uppá. Fynst þetta frekar skrítið.
Með fyrirfram þökk Gísli.
Re: Drifloku spurning
Posted: 27.apr 2011, 18:14
frá Izan
Sæll
Ég verð bara að segja eins og er að ég er bara alls ekki að skilja hvað þú ert að fara!
Ertu með manual lokur eða original Patrol auto/manual?
Kv Jón Garðar
Re: Drifloku spurning
Posted: 27.apr 2011, 18:24
frá Sævar Örn
Hæhæ, upphaflega eru pakkningar á öllum samskeytum í driflokunni, en þær fara yfirleitt fyrir lítið þegar þetta er tekið sundur og yfirleitt betra að nota þær ekki heldur en nota þær krumpaðar og ljótar.
Mæli með RTV Silicone gasket maker algjört töfraefni til að þétta milli samanhertra hluta. Setja þunna skán á dauðhreinsað yfirborð og leyfa að sitja c.a. 10 mín og herða svo saman.
Re: Drifloku spurning
Posted: 27.apr 2011, 18:25
frá jeepson
Ég er með manual lokur. Mig vantar semsagt að vita hvort að það eigi öruglega ekki að vera pakning á á lokuni. Eða semsagt eins sést á myndinni hér fyrir neðan. Á myndinni sést rauð pakning og lokan skrúfuð þarna utan á. Vona að þú skiljir þetta betur núna :)

Re: Drifloku spurning
Posted: 27.apr 2011, 19:01
frá AgnarBen
Ég hef aldrei notað pakkningu á mínum Patrolum, þétti bara með einhverju góðu efni eins og Sævar bendir á. Aðalatriðið er að koma í veg fyrir að vatn komist inn í þetta.
Re: Drifloku spurning
Posted: 27.apr 2011, 19:02
frá Sævar Örn
Það á að vera pakkning, veit ekki hvort hún fáist stök á íslandi, efa það. Útlenskar búðir eru duglegri að hafa svona smáhluti og service kit til á lager
En óþörf pakkning ef þú notar bara samskeitakítti á milli svínvirkar og hef notað það á alla mína bíla og þetta er oft notað í vinnunni akkurat í þetta. Oft sett á milli pakkninga líka sem eru illa farnar t.d. vatnsdælupakkningar osf.v
Re: Drifloku spurning
Posted: 27.apr 2011, 19:57
frá jeepson
Já ég setti þetta nú saman pakninga laust. En smíða þá sjálfsagt pakningu eða set lím á þetta síðar. Ég hef líka smurt gamlar pakningar upp með koppafeiti. Og gerði það á ytrihlutan á lokuni. Svo bjó ég til pakningu á ytri hlutan á hinni lokuni úr mjólkurfernu. Það er hægt að fá pakningarnar stakar í ytri hlutan hjá umboðinu. En ég er ekki að fara að borga 6þús fyrir eina pakningu þegar efnið í hana kostar 50kall eða eitthvað álíkað.. Hvar fæ ég RTV Silicone gasket maker Sævar???
Re: Drifloku spurning
Posted: 27.apr 2011, 20:10
frá Izan
Sæll
Ertu viss um að þetta sé patrol?
Nei nei, ég skil alveg hvað þú ert að fara nokkurnveginn en málið er að ég er bara með auto/hand lokur og þar er bara ein samsetning. Hún hinsvegar er akkúrat þarna þar sem myndin sýnir rauða pakkningu en í lokunni minni er O-hringur sem fer í rauf í lokuhúsinu. Ef ekkert er svoleiðis að finna í þinni loku, er þá ekki bara til einvhersstaðar pakkning á þetta t.d. hjá BBBenna. ef ég skil þetta rétt seldu þeir manual lokur á þessa bíla frá Warn eða eitthvað svoleiðis og það gætu hafa verið pakkningar með þeim. Er það ekki rétt skilið hjá mér að þetta er þar sem lokan og hjólnafið/leguhúsið mætast? Þá ætti að vera sama pakkning með öllum lokum á Patrol óháð því hvaða tegund lokan er nema að það sé O-hringur.
Kv Jón Garðar
Re: Drifloku spurning
Posted: 27.apr 2011, 20:22
frá jeepson
jú þetta er semsagt innri hlutinn af lokuni sem fer á hjólfanið. Til að geta geta tekið allavega þessar manual lokur sem eru á mínum bíl af. Þá þarf fyrst að skrúfa ytrihlutan af. og svo innri hlutan. Kjánalegt sýstem. lokurnarmínar líta nákvæmlega svona út

Re: Drifloku spurning
Posted: 27.apr 2011, 23:58
frá AgnarBen
Já Superwinch, handónýtar lokur. Dugðu stutt í mínum 44" 2001 Patrol og henti ég þeim úr fyrir flangsa frá Ægi.
Re: Drifloku spurning
Posted: 28.apr 2011, 08:10
frá jeepson
Já ég ætla að sjá hvernig þessar verða. Ég þreif alla feiti úr þeim og setti ssk olíu í staðin. mér skylst að lokurnar eigi ekki að svíkja þá. En pabbai talaði um að warn lokurnar voru þær bestu sem að maður fékk í gömlu góðu daga.
Re: Drifloku spurning
Posted: 29.apr 2011, 13:11
frá Alpinus
Flestar lokur eru framleiddar fyrir óbreytta eða lítið breytta bíla og ef þær eyðileggjast á 44" dekkjum þá finnst mér það persónulega ekkert skrítið.
Ég er með lokur frá AVM sem heita HP (High Performance) og og eiga duga max fyrir 37" á meðan AVM venjulegar duga fyrir 35"max.
Superwinch er sama og AVM. Það segir Bílab Benna a.m.k.
Varðandi þessar pakkningar þá sögðu Stál og Stansar vera að selja þær (ca 2ár siðan) Þeir eru með AVM síðast þegar ég vissi. Þeir sögðu líka að best væri að sulla smá gírolíu í lokurnar.
Mig langar líka að vita hvað þetta RTV silicone fæst!
Re: Drifloku spurning
Posted: 29.apr 2011, 16:21
frá Sævar Örn
N1, rauð túpa
Re: Drifloku spurning
Posted: 29.apr 2011, 19:19
frá jeepson
Ok takk. Ég kíki á þetta þegar ég kem í bæinn :)
Re: Drifloku spurning
Posted: 29.apr 2011, 20:40
frá Kalli
AgnarBen wrote:Já Superwinch, handónýtar lokur. Dugðu stutt í mínum 44" 2001 Patrol og henti ég þeim úr fyrir flangsa frá Ægi.
Hjartanlega sammála AgnarBen að þessar Superwinch eru algert drasl.
Kiddi Bergs á Selfossi selur mjög sterkar Driflokur í Pattana.
kv. Kalli
Re: Drifloku spurning
Posted: 29.apr 2011, 21:52
frá jeepcj7
Þetta er alveg pakkning dauðans virkar meira að segja sem pústpakkning,þarft ekkert nema svona og svo heddpakkningu til að taka upp vél.Fæst mjög víða td húsasmiðjunni.

Re: Drifloku spurning
Posted: 29.apr 2011, 22:07
frá Kiddi
Alpinus wrote:Flestar lokur eru framleiddar fyrir óbreytta eða lítið breytta bíla og ef þær eyðileggjast á 44" dekkjum þá finnst mér það persónulega ekkert skrítið.
Ég er með lokur frá AVM sem heita HP (High Performance) og og eiga duga max fyrir 37" á meðan AVM venjulegar duga fyrir 35"max.
Superwinch er sama og AVM. Það segir Bílab Benna a.m.k.
Varðandi þessar pakkningar þá sögðu Stál og Stansar vera að selja þær (ca 2ár siðan) Þeir eru með AVM síðast þegar ég vissi. Þeir sögðu líka að best væri að sulla smá gírolíu í lokurnar.
Mig langar líka að vita hvað þetta RTV silicone fæst!
Þetta er nú ekki alveg svona einfalt. Það er ekki hægt að yfirfæra dekkjastærðarviðmið frá löndum þar sem mesta notkunin er þar sem mikið grip er, t.d. grjót (USA) yfir í okkar notkum þar sem grip er yfirleitt mikið, mikið minna. Þegar það eru til lokur sem halda 44" dekkjum þá er það bara mjög einfalt að þær lokur sem gera það ekki eru... drasl!
Re: Drifloku spurning
Posted: 30.apr 2011, 01:28
frá jeepson
Flott svör og góða komment hjá ykkur strákar. Hvað lokur mælið þið með og hvaða lokur er hann kiddi að selja???
Re: Drifloku spurning
Posted: 30.apr 2011, 17:10
frá Alpinus
Síðast er ég vissi var Kiddi B að selja AVM lokur sem er sama og Superwinch(draslið). Ef hann er komin með eitthvað nýtt og betra þá væri ég til í að skoða það.
...já, og að tala um "okkar notkun" og setja alla jeppamenn á Íslandi undir sama hatt... er það svo einfalt?
Re: Drifloku spurning
Posted: 30.apr 2011, 17:23
frá Kiddi
Alpinus wrote:Síðast er ég vissi var Kiddi B að selja AVM lokur sem er sama og Superwinch(draslið). Ef hann er komin með eitthvað nýtt og betra þá væri ég til í að skoða það.
...já, og að tala um "okkar notkun" og setja alla jeppamenn á Íslandi undir sama hatt... er það svo einfalt?
Þú vilt semsagt meina, að þar sem allir jeppamenn á Íslandi eru ekki eins, þá sé það ekki skrýtið að driflokur gefi sig á 38-44" dekkjum, þar sem þær eru uppgefnar fyrir "35" max", þegar til eru driflokur sem gefa sig ekki á 44" dekkjum? Ef við beitum sömu rökhugsun, ættu þá ekki velflestir Patrolar á Íslandi að vera með sundursnúna öxla og drif, þar sem þeir eru smíðaðir til að aka á 33" dekkjum?
Re: Drifloku spurning
Posted: 30.apr 2011, 23:23
frá Alpinus
Kiddi wrote:Alpinus wrote:Síðast er ég vissi var Kiddi B að selja AVM lokur sem er sama og Superwinch(draslið). Ef hann er komin með eitthvað nýtt og betra þá væri ég til í að skoða það.
...já, og að tala um "okkar notkun" og setja alla jeppamenn á Íslandi undir sama hatt... er það svo einfalt?
Þú vilt semsagt meina, að þar sem allir jeppamenn á Íslandi eru ekki eins, þá sé það ekki skrýtið að driflokur gefi sig á 38-44" dekkjum, þar sem þær eru uppgefnar fyrir "35" max", þegar til eru driflokur sem gefa sig ekki á 44" dekkjum? Ef við beitum sömu rökhugsun, ættu þá ekki velflestir Patrolar á Íslandi að vera með sundursnúna öxla og drif, þar sem þeir eru smíðaðir til að aka á 33" dekkjum?
...nei, það er ekki það sem ég er að meina. Ef það eru til driflokur sem þola 44" dekk þá er það fínt. Nú er tímabært að hætta þessu því þessi þráður var nú ekki stofnaður fyrir þetta þras. (vá fullt af þ í þessari setningu;)
Re: Drifloku spurning
Posted: 01.maí 2011, 00:37
frá Izan
Sæll
Ég skal bara mæla með original Patrol lokunum þessum auto/hand. Ég er með svoleiðis undir pattanum mínum og þær hafa verið þar að ég best veit frá upphafi. Bíllinn er ekinn 350þ km og ef þetta er rétt hjá mér finnst mér það alveg viðunandi ending. Það er séns að það hafi einu sinni verið skipt um þær en það stendur hvergi í bókum með bílnum.
Við höfum áður rætt um það hvernig þessar lokur eru festar og þannig virka þær vel. Þessar lokur hafa einhvern stimpil á sér vegna þess að menn eru að hjakkast á þeim í Auto og það þola engvar auto lokur að það sé hjakkast á þeim.
"Lokan" sem Renniverkstæði Ægis smíðar er líka ljómandi góð og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þvi að hún bili.
Kv Jón Garðar
Re: Drifloku spurning
Posted: 01.maí 2011, 01:27
frá jeepson
Izan wrote:Sæll
"Lokan" sem Renniverkstæði Ægis smíðar er líka ljómandi góð og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þvi að hún bili.
Kv Jón Garðar
Ægis flangsarnir kosta líka alveg heilan hellvídas helling. :/ En það væri voða fínt að fá að vita hvort að það sé til einhverjar lokur sem eru betri en superwinch sem passa pottþétt í patrol. ;ér skylst að warn lokur séu ekki til fyrir patrol.
Re: Drifloku spurning
Posted: 01.maí 2011, 11:41
frá Kalli
Izan wrote:Sæll
Ég skal bara mæla með original Patrol lokunum þessum auto/hand. Ég er með svoleiðis undir pattanum mínum og þær hafa verið þar að ég best veit frá upphafi. Bíllinn er ekinn 350þ km og ef þetta er rétt hjá mér finnst mér það alveg viðunandi ending. Það er séns að það hafi einu sinni verið skipt um þær en það stendur hvergi í bókum með bílnum.
Við höfum áður rætt um það hvernig þessar lokur eru festar og þannig virka þær vel. Þessar lokur hafa einhvern stimpil á sér vegna þess að menn eru að hjakkast á þeim í Auto og það þola engvar auto lokur að það sé hjakkast á þeim.
"Lokan" sem Renniverkstæði Ægis smíðar er líka ljómandi góð og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þvi að hún bili.
Kv Jón Garðar
Kiddi Bergs á Selfossi S: 8924030. sem er með Original Patrol lokur.
kv. Kalli