Síða 1 af 1
Ískur í rúðuþurrkum í Terrano
Posted: 14.apr 2011, 10:41
frá thor_man
Í vetur fór að bera á tísti í rúðuþurrkubúnaðinum og núna er þetta orðið að stöðugu skerandi ískri við notkun. Hafa Terranoeigendur hér kynnst þessu? Er þetta helst í öxlunum út eða öðrum hlutum. Hvernig er að komast að þessu? hef ekki enn sett mig í gírinn til að líta nánar á þetta, manualinn á netinu er frekar lélegur þegar kemur að þessu atriði, þurrkukerfinu öllu.
Re: Ískur í rúðuþurrkum í Terrano
Posted: 14.apr 2011, 11:02
frá Rúnarinn
Þetta er í þurrkuspindlunum, ég sprautaði wd40 á spindlana, reif ekkert í burtu úðaði bara vel í kringum þurrkuarmanna og þetta hætti hjá mér, hef ekki orðið var við þetta aftur
Re: Ískur í rúðuþurrkum í Terrano
Posted: 14.apr 2011, 12:04
frá Lada
Það er ekkert mál að komast að þessu. Losaðu þurrkuarmana frá og taktu grindina sem þurrkurnar koma uppúr frá (þetta er meira og minna smellt saman ef ég man rétt) þá sérðu að spindlarnir leika í einhverskonar nylonfóðringum. Þegar þessar fóðringar eyðast skekkjast þurrkurnar á rúðunni og gefa frá sér þetta skemmtilega ískur. Reyndu að finna bíl á partasölu með þennan búnað í lagi því þegar ég var að skoða þetta hjá IH þá var bara hægt að kaupa búnaðinn í heilu lagi og kostaði hann hvítuna úr báðum augum og annan handlegginn að auki.
Re: Ískur í rúðuþurrkum í Terrano
Posted: 14.apr 2011, 14:32
frá Freyr
Sælir
Spindlarnir fást stakir á kringum 12.000 stk. hjá IH (annar þeirra 11.xxx og hinn 13.xxx) og eru til á lager. Ódýrari lausn er að taka spindlana úr bílnum, rífa stálöxulinn innan úr nylonfóðringunni, ryðhreinsa vel, klippa bút úr pepsidós (eða ef slagið er mjög mikið þá cokedós, þykkara í þeim en pepsi) sem passar akkúrat á snertiflötinn milli nylons og stáls og setja aftur saman með fullt af feiti.
Freyr
Re: Ískur í rúðuþurrkum í Terrano
Posted: 14.apr 2011, 18:32
frá Sævar Örn
Ekki til stakt og allt settið kostar 67000 kall, gáði í þarsíðustu viku.
Re: Ískur í rúðuþurrkum í Terrano
Posted: 14.apr 2011, 18:35
frá Rúnarinn
Sævar Örn wrote:Ekki til stakt og allt settið kostar 67000 kall, gáði í þarsíðustu viku.
Hjá IH???
Re: Ískur í rúðuþurrkum í Terrano
Posted: 14.apr 2011, 18:46
frá Sævar Örn
já og hafði ekki ímyndað mér að þetta fengist annarsstaðar nýtt
Re: Ískur í rúðuþurrkum í Terrano
Posted: 14.apr 2011, 19:47
frá thor_man
Takk fyrir þessar upplýsingar, auðveldar málið að mun að sjá hvernig menn hafa lagað þetta án þess að endurnýja alveg. Virðist fylgja mér þessi vinnukonuvandræði, í Cherokee '91 sem ég átti var allt armadótið svo haugslitið að við lá að vinnukonurnar færu heilan hring í öðru hverju slagi - og svo öfugan hring í hinu.
Re: Ískur í rúðuþurrkum í Terrano
Posted: 14.apr 2011, 23:52
frá Freyr
Sævar Örn wrote:Ekki til stakt og allt settið kostar 67000 kall, gáði í þarsíðustu viku.
Sæll Sævar
Það vill svo til að ég á eitt stykki '98 Terrano og er bifvélavirki hjá IH (reyndar rérhæfður í Renault en vinn reglulega í öðrum tegundum, m.a. Nissan) og lét fletta þessum spindlum upp í Nissan varahlutaforritinu fyrir mig fyrir tæpum mánuði síðan og það er boðið upp á þá staka.
Kveðja, Freyr Þórsson,
Re: Ískur í rúðuþurrkum í Terrano
Posted: 15.apr 2011, 12:32
frá Sævar Örn
jahhhá spurning um að segja manninum sem svarar í símann það
Re: Ískur í rúðuþurrkum í Terrano
Posted: 15.apr 2011, 12:35
frá Lada
Sævar Örn wrote:Ekki til stakt og allt settið kostar 67000 kall, gáði í þarsíðustu viku.
Þetta er sama svar og ég fékk þegar ég var að byrja að skoða þessi mál hjá mér nema verðið sem ég fékk uppgefið var nær 80.000 kr. sem er einmitt ástæðan fyrir því að þetta er ekki ennþá komið í lag hjá mér.
Re: Ískur í rúðuþurrkum í Terrano
Posted: 15.apr 2011, 13:50
frá Freyr
Sælir, náði í partanúmerin svo þið getið nálgast þetta ef þið hafið áhuga.
Spindill vm: 28860-0F000, 12.783 kr.
Spindill hm: 28850-0F000, 13.710 kr.
Kv. Freyr
Re: Ískur í rúðuþurrkum í Terrano
Posted: 15.apr 2011, 16:38
frá Lada
Takk fyrir þetta Freyr.
Er þetta spindill með fóðringunni eða án?
Re: Ískur í rúðuþurrkum í Terrano
Posted: 15.apr 2011, 22:44
frá Freyr
Skoðaði það svosem ekki en þori að hengja mig upp á að þetta sé hólkurinn með gengjunum f. boltana sem festa spindlana og í hólknum sé fóðringin og einnig sjálfur spindillinn. S.s. allt sem þarf til að laga málið. Mæli engu að síður með því að taka þetta sundur (nýja dótið) og setja eins mikla feiti og hægt er á þetta og hafa það góða feiti sem hrindir vel frá sér vatni. Mæli með feiti sem heitir LGWA frá SKF, merkingin á feitinni er ljós/sægræn, SKF feiti fæst í Landvélum og N1 (var lengi á tilboði hjá Landvélum og kostaði minna þar).
Freyr
Re: Ískur í rúðuþurrkum í Terrano
Posted: 16.apr 2011, 12:37
frá Lada
Takk fyrir þetta, þú ert snillingur Freyr, ég fer ekki ofan af því. Ég fer strax í málið á mánudaginn og hef trú á því að Þorvaldur geri það líka.