Síða 1 af 1

Vandamál með Driflæsingu

Posted: 02.mar 2010, 22:04
frá Gunnar Stefáns
Sælir, ég er með 2003 Patrol á 38" og er að lenda í því að aðvörunarbjallan fyrir aftur driflæsinguna hjá mér er alltaf að fara í gang þó að ég sé ekki með læsinguna á. Kannast einnhver við þetta vandamál eða veit um einhverja hugsanlega lausn á þessu?

Allar hugmyndir vel þegnar...

Re: Vandamál með Driflæsingu

Posted: 02.mar 2010, 22:12
frá Járni
Kannast ekki við þetta, en ég myndi byrja á því að athuga hvort kerfið virki. Fer læsingin á?

Re: Vandamál með Driflæsingu

Posted: 03.mar 2010, 01:30
frá Freyr
Ég giska á að þesar læsingin fer á fær rofi við hana jörð sem kveikir þá ljós og greinilega eitthvað hljóðmerki líka. Ef vírinn sem fer að rofanum er skemmdur (léleg/ónýt einangrun) einhversstaðar á leiðinni getur hann náð í jörð af og til. Myndi skoða vírana sem liggja frá þessum búnaði á hásingunni og leita að skemmdum, ef ekker finnst geturðu verið með bílinn í gangi, látið einhvern sitja í honum og hrisst og togað í vírana kringum þetta og fjá hvort hljóðið komi.

Freyr

Re: Vandamál með Driflæsingu

Posted: 04.mar 2010, 16:22
frá villi
Er ekki rétt hjá mér að það eru bara tvær vacum slöngur sem að liggja niður á hásingu en engir vírar????

Kv Villi

Re: Vandamál með Driflæsingu

Posted: 04.mar 2010, 17:46
frá Járni
Það eru jú vacúmslöngur, en það er að mig minnir líka rofi. Tengið í hann er uppí grind minnir mig. Ég lóðaði þetta tengi saman eftir að það varð fyrir einhverju hnjaski.

Re: Vandamál með Driflæsingu

Posted: 05.mar 2010, 15:46
frá Rúnarinn
fyrir forvitnis sakir, á hvaða drifhlutföllum eru þið á 38"-44" og viti þið hver hlutföllinn eru orginal???

Re: Vandamál með Driflæsingu

Posted: 05.mar 2010, 16:02
frá villi
Ég er á 98 patta á 38"og 5:42. Gamli pattinn minn ( árg 96) var á orginal og það var 4:62

Kv Villi

Re: Vandamál með Driflæsingu

Posted: 05.mar 2010, 19:07
frá Rúnarinn
eru einhver fleiri hlutföll í gangi en 5:42 í pattan eða terrano???

viti þið það nokkuð???
hvað annars er drifið stórt í pattanum??

Re: Vandamál með Driflæsingu

Posted: 06.mar 2010, 01:16
frá jeepcj7
Það er til fullt af drifhlutföllum í Patrol,eldri bílarnir 89-97 voru að ég held flestir með 4.62 allavega diesel og hægt var að fá 4.88,5.13 og svo 5.42 þessir bílar eru með drif sem er ca.9.2 tommur.
Patrol 98-on er til með allavega 4.10 og að ég held 3.7 eða 3.9 hlutföll til viðbótar orginal og ef bíllinn er 3 L beinskiptur þá kemur hann með miklu stærra afturdrifi ca. 10.2 tommur í þá bíla er hægt að fá 4.88 og 5.42 og jafnvel fleiri hlutföll ?

Re: Vandamál með Driflæsingu

Posted: 06.mar 2010, 12:23
frá TF3HTH
http://www.marks4wd.com/products/gearma ... -gears.htm

Á ofangreindri slóð er tafla og einn dálkurinn er diff ratio sem er orginal hlutfall í viðkomandi bíl.

GQ = 90-97
GU = 98+

-haffi

Re: Vandamál með Driflæsingu

Posted: 07.mar 2010, 14:22
frá Járni
Ertu búinn að finna útúr þessu?