Síða 1 af 1
Patrol gírkassar
Posted: 14.mar 2011, 23:14
frá TF3HTH
Hefur einhver sett gírkassa af 3.0 patrol aftan á 4.2 vél? Google segir mér að þetta eigi að vera hægt með því að nota 4.2 kúplingshúsið?
Eitthvað annað sem þarf að huga að?
-haffi
Re: Patrol gírkassar
Posted: 15.mar 2011, 09:15
frá Izan
Sæll.
Þetta var sagt við mig einhverntíma að það væri lítill munur á þessum kössum og ef þig vantar þá á ég kúplingshús fyrir þig af 4,2 patrolvél sem þú gætir fengið fyrir lítið.
Kv Jón Garðar
Re: Patrol gírkassar
Posted: 15.mar 2011, 09:19
frá jeepson
Einhver sagði mér einmitt að það væri sami kassi í 4,2 og 3.0
Re: Patrol gírkassar
Posted: 15.mar 2011, 23:37
frá TF3HTH
Fékk hringingu frá góðum manni sem sagði mér að hvorutveggja gengur, þeas að nota kúplingshúsið af 3.0 eða 4.2. 4.2 húsið er plug-and-play á meðan það þarf eitthvað að eiga við 3.0 húsið til að þetta gangi upp.
Jón Garðar: Mig vantar ekki kúplingshús en takk samt.
Það sem ég komst að með gúglinu var:
GQ/Y60 kassinn (fyrir TD42) heitir FS5R50A
GU/Y61 kassinn (fyrir TD42 og ZD30) heitir FS5R50B
Þessir kassar eru nánast eins, klettþungir og sterkir. Það sem greinir þá helst að eru eilitið önnur gírhlutföll, PTO gat á A kassanum og loks kemur gírstöngin aðeins aftar (5cm) upp á B kassanum.
-haffi